Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2015 17:45 Óttast er að um 4500 manns hafi látist í skjálftanum. Vísir/AP Sérfræðingar vissu að von var á jarðskjálftanum í Nepal en fyrir viku komu fimmtíu jarðskjálftafræðingar til Katmandú í Nepal til þess að komast að því hvernig best væri að undirbúa hið þéttbyggða svæði þar sem húsin eru illa byggð undir hinn stóra skjálfta. Skjálftinn varð á laugardag og er tala látinna komin yfir 2500 manns. Hann var 7,9 að stærð og upptök hans voru um 80 kilómetra austur af borginni Pokhara á um tveggja kílómetra dýpi. Samkvæmt Huffington Post vissu sérfræðingarnir að skjálftans var að vænta og vissu að þeir urðu að hafa skjótar hendur en höfðu ekki hugmynd um hversu stutt var í hann. „Þetta var martröð sem við biðum eftir,“ sagði jarðskjálftafræðingurinn James Jackson sem starfar hjá Háskólanum í Cambridge Englandi. „Jarðfræðilega og samkvæmt lögmálum náttúrunnar gerðist nákvæmlega það sem við bjuggumst við að myndi gerast.“ En líkt og áður kom fram bjóst hann ekki við að skjálftinn myndi ríða yfir svo fljótt. Sjá einnig: Um milljón nepalskra barna þarf brýna neyðaraðstoð Í raun hefur verið óttast lengi um skjálfta í Katmandú, ekki aðeins vegna lögmála náttúrunnar heldur einnig vegna ástandsins á svæðinu. Sama stærð af skjálfta getur haft gríðarlega mismunandi áhrif á mismunandi stöðum í heiminum. Þessi sama stærðargráða af skjálfta hefði samkvæmt greiningu Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna valdið dauða tíu til þrjátíu manna á hverja milljón íbúa í Kaliforníu en þúsund manns á hverja milljón hjá Nepal. Talan nær allt að tíu þúsund manns í Indlandi, Íran og Kína. Jackson segir þannig að þrátt fyrir að jarðskjálftar verði af náttúrunnar völdum séu afleiðingarnar manngerðar. „Það eru byggingarnar sem drepa fólk, ekki jarðskjálftarnir,“ útskýrir hann. „Vandamálið í Asíu er að fólk hefur safnast saman á hættulegum stöðum.“ Hópur sem skoðar hætturnar víðsvegar um heiminn af jarðskjálftum hafði uppfært skýrslu um hætturnar í Katmandú þann 12. apríl síðastliðinn. „Með árlega fólksfjölgun um 6,5 prósent og með þéttbyggðasta borgarsvæði í heiminum býr fólksfjöldinn í Katmandú við alvarlega og vaxandi jarðskjálftahættu,“ segir í skýrslunni. Um 1,5 milljón búa í Katmandú-dal. Það var því ljóst að afleiðingarnar yrðu jafnhörmulegar og raun ber vitni en samkvæmt forsvarsmanni fyrrnefnds hóps, Hari Ghi, var vandamálið svo stórt að yfirvöld vissu ekki hvar skyldi byrja. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Sérfræðingar vissu að von var á jarðskjálftanum í Nepal en fyrir viku komu fimmtíu jarðskjálftafræðingar til Katmandú í Nepal til þess að komast að því hvernig best væri að undirbúa hið þéttbyggða svæði þar sem húsin eru illa byggð undir hinn stóra skjálfta. Skjálftinn varð á laugardag og er tala látinna komin yfir 2500 manns. Hann var 7,9 að stærð og upptök hans voru um 80 kilómetra austur af borginni Pokhara á um tveggja kílómetra dýpi. Samkvæmt Huffington Post vissu sérfræðingarnir að skjálftans var að vænta og vissu að þeir urðu að hafa skjótar hendur en höfðu ekki hugmynd um hversu stutt var í hann. „Þetta var martröð sem við biðum eftir,“ sagði jarðskjálftafræðingurinn James Jackson sem starfar hjá Háskólanum í Cambridge Englandi. „Jarðfræðilega og samkvæmt lögmálum náttúrunnar gerðist nákvæmlega það sem við bjuggumst við að myndi gerast.“ En líkt og áður kom fram bjóst hann ekki við að skjálftinn myndi ríða yfir svo fljótt. Sjá einnig: Um milljón nepalskra barna þarf brýna neyðaraðstoð Í raun hefur verið óttast lengi um skjálfta í Katmandú, ekki aðeins vegna lögmála náttúrunnar heldur einnig vegna ástandsins á svæðinu. Sama stærð af skjálfta getur haft gríðarlega mismunandi áhrif á mismunandi stöðum í heiminum. Þessi sama stærðargráða af skjálfta hefði samkvæmt greiningu Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna valdið dauða tíu til þrjátíu manna á hverja milljón íbúa í Kaliforníu en þúsund manns á hverja milljón hjá Nepal. Talan nær allt að tíu þúsund manns í Indlandi, Íran og Kína. Jackson segir þannig að þrátt fyrir að jarðskjálftar verði af náttúrunnar völdum séu afleiðingarnar manngerðar. „Það eru byggingarnar sem drepa fólk, ekki jarðskjálftarnir,“ útskýrir hann. „Vandamálið í Asíu er að fólk hefur safnast saman á hættulegum stöðum.“ Hópur sem skoðar hætturnar víðsvegar um heiminn af jarðskjálftum hafði uppfært skýrslu um hætturnar í Katmandú þann 12. apríl síðastliðinn. „Með árlega fólksfjölgun um 6,5 prósent og með þéttbyggðasta borgarsvæði í heiminum býr fólksfjöldinn í Katmandú við alvarlega og vaxandi jarðskjálftahættu,“ segir í skýrslunni. Um 1,5 milljón búa í Katmandú-dal. Það var því ljóst að afleiðingarnar yrðu jafnhörmulegar og raun ber vitni en samkvæmt forsvarsmanni fyrrnefnds hóps, Hari Ghi, var vandamálið svo stórt að yfirvöld vissu ekki hvar skyldi byrja.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32
Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41
Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20
Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent