Erlent

200 stúlkum bjargað úr klóm Boko Haram

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mikil mótmæli hafa geisað í Nígeríu og stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að standa sig illa við leitina að stúlkunum.
Mikil mótmæli hafa geisað í Nígeríu og stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að standa sig illa við leitina að stúlkunum. vísir/afp
Nígerski herinn segist hafa bjargað 200 stúlkum og 93 konum úr höndum vígamanna Boko Haram í Sambisa-skógi í norðausturhluta landsins í dag. Talið er líklegt að um sé að ræða skólastúlkurnar sem rænt var fyrir ári síðan frá bænum Chibok en hefur það þó enn ekki verið staðfest.

Reuters greinir frá því að hermennirnir hefðu í aðgerðum sínum í dag eyðilagt þrjár búðir vígamannanna í Sambisa-skógi og náð þeim á sitt vald. Nú sé unnið að því að fá staðfest um hvaða konur sé að ræða.

Stúlknanna hefur verið saknað frá 14.apríl 2014. Þeim var rænt af heimavist frá bænum Chibok í norðausturhluta landsins og lýsti Boko Haram yfir ábyrgð á verknaðnum. Sagðist leiðtogi samtakanna ætla að selja þær í þrælahald og kynlífsánauð. Mikil óánægja hefur ríkt í Nígeríu og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir að standa sig illa við leitina. Þau fullyrða þó að leitað hafi verið sleitulaust að stúlkunum frá hvarfi þeirra.

Öfgasamtökin Boko Haram hafa látið mikið að sér kveða síðustu ár og hafa þúsundir fallið í árásum þeirra í Nígeríu. Verknaðurinn er lýsandi fyrir samtökin sem segjast beita sér gegn vestrænum áhrifum og allri menntun með vestrænu sniði.

Uppfært kl. 22: Búið er að staðfesta að ekki sé um skólastúlkurnar að ræða. 


Tengdar fréttir

Segist ætla að selja stúlkurnar

Nígerísku samtökin Boko Haram segjast bera ábyrgð á hvarfi 223 skólast´lukna sem saknað hefur verið í um þrjár vikur.

Mikil reiði vegna týndu skólastúlknanna

Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segjast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna skólastúlkurnar tvö hundruð sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu í norðurhluta Nígeríu fyrir um mánuði síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×