Erlent

Peningaverðlaunum heitið fyrir upplýsingar um mannránið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Móðir einnar stúlknanna sem hurfu af heimavistinni.
Móðir einnar stúlknanna sem hurfu af heimavistinni. vísir/afp
Lögregla í Nígeríu hefur heitið peningaverðlaunum fyrir upplýsingar sem leitt gætu til þess að 223 skólastúlkur sem saknað hefur verið síðan 14. apríl komi í leitirnar. Stúlkunum var rænt af heimavist í norðausturhluta landsins af öfgasamtökunum Boko Haram og segist leiðtogi þeirra ætla að selja stúlkurnar þrælahöldurum.

Peningaverðlaunin nema um 33,5 milljónum króna en hvarf stúlknanna hefur vakið heimsathygli. Orðrómur hefur verið á kreiki um að stúlkurnar hafi nú þegar verið seldar til Tsjad og Kamerún en yfirvöld þar vísa því á bug.

Hópur bandarískra sérfræðinga er nú í Nígeríu og aðstoðar hann við leitina en Barack Obama Bandaríkjaforseti segist vonast til þess að nú muni alþjóðasamfélagið grípa til aðgerða gegn Boko Haram. Þá ræddi David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, við Goodluck Jonathan Nígeríuforseta í síma um málið.

Á sunnudag var ellefu stúlkum til viðbótar rænt í árás á tvö þorp og segir í frétt BBC að ráðist hafi verið á þriðja þorpið á mánudag nálægt landamærum Kamerún og um 300 manns myrtir.


Tengdar fréttir

Rændu tvöhundruð skólastúlkum í Nígeríu

Allt að 200 ungum stúlkum í skóla í Borno héraði í Nígeríu hefur verið rænt. Á heimasíðu breska ríkisútvarspins segir frá því að hópur vopnaðra manna hafi ruðst inn í skólann að næturlagi og skipað stúlkunum upp á vörubílspalla.

Segist ætla að selja stúlkurnar

Nígerísku samtökin Boko Haram segjast bera ábyrgð á hvarfi 223 skólast´lukna sem saknað hefur verið í um þrjár vikur.

Leiðtogi aðstandenda handtekinn

Aðstandendur stúlkanna, sem rænt var í Nígeríu, segja forsetafrú Nígeríu saka þá um að reyna að sverta ímynd Nígeríustjórnar.

Biður Obama að hjálpa Nígeríu

Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, hefur biðlað til Baracks Obama Bandaríkjaforseta að aðstoða landið í þeim vanda sem það stendur nú frammi fyrir. Herskáir íslamistar hafa farið um með miklu ofbeldi upp á síðkastið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×