Erlent

Erlendir hermenn komnir til Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Hútar ráða nú yfir jemensku höfuðborginni Sanaa.
Hútar ráða nú yfir jemensku höfuðborginni Sanaa. Vísir/AFP
Erlendir hermenn eru nú komnir til jemensku hafnarborgarinnar Aden. Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að ekki liggi fyrir hverrar þjóðar hermennirnir eru.

Harðir bardagar hafa staðið í kringum Aden þar sem uppreisnarmenn Húta, sem ráða nú meðal annars yfir höfuðborginni Sanaa, hafa sótt hart að hafnarborginni sem er helsta vígi forsetans Abdrabbuh Mansour Hadi.

Stjórnarher Sádi-Arabíu hefur gert loftárásir á Jemen síðustu sjö daga sem beinast að skotmörkum Húta.

Forsetinn Hadi flúði til Sádi-Arabíu í síðustu viku eftir að liðsmenn Húta sóttu að Aden.

Hútar vilja koma á nýrri stjórn í landinu en þeir saka stjórn Hadi um spillingu.

Sveitir sem styðja fyrrum forsetann Ali Abdullah Saleh hafa stutt við bakið á Hútum í bardögum síðustu vikna.


Tengdar fréttir

Tugir létu lífið í flóttamannabúðum

Loftárásir Sádi-Araba dynja áfram á uppreisnarmönnum í Jemen. Almennir borgarar létu lífið í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í borginni í gær. Óttast er að loftárásirnar geti orðið upphafið að styrjöld á milli Sádi-Arabíu og Írans.

Fordæma loftárásir á Jemen

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma að loftárásirnar hafi ekki verið ræddar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Sádar herða sókn gegn Hútum

Arababandalagið samþykkir framhald lofthernaðar Sádi-Arabíu í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra hafa undanfarna daga varpað sprengjum á höfuðborgina Sanaa, með það að markmiði að lama varnir uppreisnarhreyfingar Húta.

Jemen sagt að hruni komið

Ástandið í Jemen hefur hríðversnað undanfarnar vikur. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásir á almenna borgara og segir landið á barmi algers hruns. Borgarastyrjöldin styrkir stöðu öfgahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×