Jemen sagt að hruni komið guðsteinn bjarnason skrifar 1. apríl 2015 07:00 Í höfuðborginni Sana pakkar fólk saman og fer með búslóð sína burt. nordicphotos/AFP Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Jemen hafa hríðversnað undanfarna mánuði, eða allt frá því Abd Rammo Mansúr Hadi forseti hraktist frá höfuðborginni 22. janúar síðastliðinn. Hann skorar á alla aðila átakanna að sjá til þess að almennir borgarar njóti verndar og fordæmir sérstaklega árásir á sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. „Heimili, sjúkrahús, menntastofnanir og innviðir hafa verið eyðilögð á ýmsum stöðum, og gert lífið enn erfiðara fyrir fólk í þessu stríðshrjáða landi,“ segir Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Ástandið í Jemen er sérlega skelfilegt orðið, þar sem tugir almennra borgara hafa verið drepnir á síðustu fjórum dögum. Landið virðist á barmi algers hruns,“ segir hann. Á mánudaginn voru gerðar loftárásir á Al Mazrak-flóttamannabúðirnar í Harad. Þar létust að minnsta kosti 19 manns, en líklega þó fleiri. Í lok síðustu viku hófu Sádi-Arabar, með stuðningi nokkurra annarra ríkja, loftárásir á uppreisnarmenn húta, sem í september síðastliðnum náðu á sitt vald höfuðborginni Sana. Forsetinn Hadi flúði þá höfuðborgina. Stjórnarher landsins er klofinn í afstöðu til uppreisnarinnar. Sumir hermenn styðja húta en aðrir styðja forsetann. Átökin eru samt enn flóknari því bæði uppreisnarmennirnir og stuðningsmenn forsetans hafa átt í átökum við liðsmenn Al Kaída, sem hafa staðið fyrir fjölda árása á fólk í landinu. Þá hafa vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hrellt hafa íbúa í Sýrlandi og Írak, einnig hreiðrað um sig í Jemen í vetur og sprengdu tvær moskur í Sana fyrr í þessum mánuði, með þeim afleiðingum að nærri 140 manns létu lífið og hundruð manna særðust. Óttast er að borgarastyrjöldin styrki stöðu samtaka á borð við Al Kaída og Íslamska ríkið. Fréttaskýrendur segja átökin í Jemen auk þess hæglega geta snúist upp í stríð milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar styðja húta en Sádi-Arabar stjórnina. Í suðurhluta landsins eru síðan enn önnur samtök, Al Hirak, sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Suður-Jemen. Suður-Jemen var sjálfstætt ríki með kommúnistastjórn á árunum 1970 til 1990, og naut stuðnings Sovétríkjanna meðan þau voru til. Eftir það sameinuðust Suður- og Norður-Jemen í eitt ríki. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Jemen hafa hríðversnað undanfarna mánuði, eða allt frá því Abd Rammo Mansúr Hadi forseti hraktist frá höfuðborginni 22. janúar síðastliðinn. Hann skorar á alla aðila átakanna að sjá til þess að almennir borgarar njóti verndar og fordæmir sérstaklega árásir á sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. „Heimili, sjúkrahús, menntastofnanir og innviðir hafa verið eyðilögð á ýmsum stöðum, og gert lífið enn erfiðara fyrir fólk í þessu stríðshrjáða landi,“ segir Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Ástandið í Jemen er sérlega skelfilegt orðið, þar sem tugir almennra borgara hafa verið drepnir á síðustu fjórum dögum. Landið virðist á barmi algers hruns,“ segir hann. Á mánudaginn voru gerðar loftárásir á Al Mazrak-flóttamannabúðirnar í Harad. Þar létust að minnsta kosti 19 manns, en líklega þó fleiri. Í lok síðustu viku hófu Sádi-Arabar, með stuðningi nokkurra annarra ríkja, loftárásir á uppreisnarmenn húta, sem í september síðastliðnum náðu á sitt vald höfuðborginni Sana. Forsetinn Hadi flúði þá höfuðborgina. Stjórnarher landsins er klofinn í afstöðu til uppreisnarinnar. Sumir hermenn styðja húta en aðrir styðja forsetann. Átökin eru samt enn flóknari því bæði uppreisnarmennirnir og stuðningsmenn forsetans hafa átt í átökum við liðsmenn Al Kaída, sem hafa staðið fyrir fjölda árása á fólk í landinu. Þá hafa vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hrellt hafa íbúa í Sýrlandi og Írak, einnig hreiðrað um sig í Jemen í vetur og sprengdu tvær moskur í Sana fyrr í þessum mánuði, með þeim afleiðingum að nærri 140 manns létu lífið og hundruð manna særðust. Óttast er að borgarastyrjöldin styrki stöðu samtaka á borð við Al Kaída og Íslamska ríkið. Fréttaskýrendur segja átökin í Jemen auk þess hæglega geta snúist upp í stríð milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar styðja húta en Sádi-Arabar stjórnina. Í suðurhluta landsins eru síðan enn önnur samtök, Al Hirak, sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Suður-Jemen. Suður-Jemen var sjálfstætt ríki með kommúnistastjórn á árunum 1970 til 1990, og naut stuðnings Sovétríkjanna meðan þau voru til. Eftir það sameinuðust Suður- og Norður-Jemen í eitt ríki.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira