Erlent

Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu

Atli Ísleifsson skrifar
Um 40 prósent eignanna sem eru auglýstar á síðunni eru í höfuðborginni Havana.
Um 40 prósent eignanna sem eru auglýstar á síðunni eru í höfuðborginni Havana. Vísir/AP
Heimasíðan Airbnb hefur bætt Kúbu við á lista síðunnar yfir þau lönd þar sem boðið er upp á heimagistingar.

Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum.

Í frétt BBC segir að enn sé ekki mögulegt að bóka gistingu á Kúbu utan Bandaríkjanna vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna.

Forsvarsmenn síðunnar segja þó ljóst að Kúba muni á endanum verða einn mikilvægasti markaður Airbnb í þessum heimshluta.

Um 40 prósent eignanna sem eru auglýstar á síðunni eru í höfuðborginni Havana.


Tengdar fréttir

Bandaríkin aflétta einangrun af Kúbu

Rúmlega hálfri öld eftir að Bandaríkin lögðu viðskiptabann á Kúbu hafa tekist sögulegar sættir milli ríkjanna. Bandaríkjaforseti segir einangrunarstefnuna úrelta og aldrei hafa virkað.

Kommúnisminn mun ekki víkja á Kúbu

Raul Castro Kúbuforseti hefur fagnað sögulegum sáttum Bandaríkjastjórnar og Kúbu en leggur jafnframt áherslu á að Kúbumenn muni ekki breyta stjórnarfari í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×