Bandaríkin og Kúba vinna að bættum samskiptum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. desember 2014 15:57 Raúl Castro, forseti Kúbu, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Fyrstu skrefin hafa verið tekin í auknum og betri samskiptum á milli Bandaríkjanna og Kúbu. Bandarísku fanga sem hefur verið í haldi á Kúbu síðan árið 2009 var í dag sleppt á sama tíma og nýtt samkomulag á milli ríkjanna var kynnt. Samkomulagið er ávöxtur átján mánaða leynilegra viðræðna sem fóru að stórum hluta fram í Kanada og voru hvattar áfram af páfanum, samkvæmt New York Times. Lokafundurinn í viðræðunum fór fram í Vatíkaninu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Raúl Castro, forseti Kúbu, sammæltust um það á símafundi að setja til hliðar deilur sínar og vinna að bættu sambandi ríkjanna.Vox fjallar um málið og greinir frá því að samkomulagið feli meðal annars í sér að diplómatísk tengsl landanna verði aukin í þrepum og að sendiráð verði opnað í Havana. Bandaríkin hafa ekki verið með sendiráð á Kúbu í meira en hálfa öld. Þá munu Bandaríkjamenn sleppa þremur kúbverskum föngum. Til viðbótar verður líka dregið úr ferða- og viðskiptatakmörkunum sem beinast gegn Kúbu og Bandaríkjamönnum verður heimilt að nota debet og kreditkort á eyjunni. Kúverskum fjölskyldum í Bandaríkjunum verður þá heimilt að senda allt að 2.000 dollara á ári til ættingja á Kúbu. Kúbverjar skuldbinda sig með samkomulaginu til að sleppa 53 pólitískum föngum. Stjórnvöld munu einnig gefa landsmönnum aukinn aðgang að internetinu og hleypa starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins inn í landið. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Fyrstu skrefin hafa verið tekin í auknum og betri samskiptum á milli Bandaríkjanna og Kúbu. Bandarísku fanga sem hefur verið í haldi á Kúbu síðan árið 2009 var í dag sleppt á sama tíma og nýtt samkomulag á milli ríkjanna var kynnt. Samkomulagið er ávöxtur átján mánaða leynilegra viðræðna sem fóru að stórum hluta fram í Kanada og voru hvattar áfram af páfanum, samkvæmt New York Times. Lokafundurinn í viðræðunum fór fram í Vatíkaninu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Raúl Castro, forseti Kúbu, sammæltust um það á símafundi að setja til hliðar deilur sínar og vinna að bættu sambandi ríkjanna.Vox fjallar um málið og greinir frá því að samkomulagið feli meðal annars í sér að diplómatísk tengsl landanna verði aukin í þrepum og að sendiráð verði opnað í Havana. Bandaríkin hafa ekki verið með sendiráð á Kúbu í meira en hálfa öld. Þá munu Bandaríkjamenn sleppa þremur kúbverskum föngum. Til viðbótar verður líka dregið úr ferða- og viðskiptatakmörkunum sem beinast gegn Kúbu og Bandaríkjamönnum verður heimilt að nota debet og kreditkort á eyjunni. Kúverskum fjölskyldum í Bandaríkjunum verður þá heimilt að senda allt að 2.000 dollara á ári til ættingja á Kúbu. Kúbverjar skuldbinda sig með samkomulaginu til að sleppa 53 pólitískum föngum. Stjórnvöld munu einnig gefa landsmönnum aukinn aðgang að internetinu og hleypa starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins inn í landið.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira