Bandaríkin aflétta einangrun af Kúbu Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2014 07:30 Barack Obama segir einangrunarstefnu síðustu áratuga ekki hafa virkað. vísir/ap Bandaríkin og Kúba hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband og opna á viðskipti og ferðalög milli landanna. Í meira en hálfa öld hefur bandarískt viðskiptabann á Kúbu haldið efnahagslífi eyjunnar í lamandi fjötrum. Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Raul Castro Kúbuforseti ávörpuðu þjóðir sínar um hádegisbil í gær af þessu tilefni. Þeir ræddu saman í síma á þriðjudaginn í þrjá stundarfjórðunga. „Þessi fimmtíu ár hafa sýnt okkur að einangrunin hefur ekki virkað,“ sagði Obama í ávarpi sínu. „Það er kominn tími á nýja nálgun.“Fylgst var með ávarpi forsetans í skólastofum á Kúbu.fréttablaðið/APObama hyggst á næstunni opna bandarískt sendiráð í Havana, höfuðborg Kúbu, og skoða hvort taka eigi Kúbu af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkamenn. Bandarískir erindrekar verða sendir til Kúbu til viðræðna um frekari samskipti og útfærslu þeirra. „Þessi ákvörðun Obama forseta á skilið virðingu og viðurkenningu þjóðar okkar,“ sagði Raúl Castro Kúbuforseti í ávarpi sínu. Hann sagði ríkin tvö þurfa að læra að umgangast hvort annað með siðuðum hætti þrátt fyrir ágreining um ýmis mál. Tíðindin komu töluvert á óvart, bæði á Kúbu og í Bandaríkjunum. Leynilegar samningaviðræður milli ríkjanna hafa staðið yfir í meira en ár. Þær hafa verið haldnar bæði í Kanada og í Páfagarði. Í ávarpi sínu þakkaði Castro sérstaklega Frans páfa fyrir hlut hans í þeirri lausn, sem nú er fundin. Bandaríkjamenn lögðu meðal annars áherslu á að Kúbustjórn léti Alan Gross lausan, bandarískan ríkisborgara sem hafði verið í fangelsi á Kúbu í fimm ár, sakfelldur fyrir njósnir. Gross kom til Bandaríkjanna í gærmorgun, stuttu áður en Obama flutti ávarp sitt. Bandaríkin leystu fyrir sitt leyti úr haldi þrjá Kúbumenn, sem hafa verið í fangelsi í Bandaríkjunum hálfan annan áratug, einnig sakfelldir fyrir njósnir. Mennirnir eru þjóðhetjur á Kúbu ásamt tveimur öðrum, sem áður höfðu verið látnir lausir. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Bandaríkin og Kúba hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband og opna á viðskipti og ferðalög milli landanna. Í meira en hálfa öld hefur bandarískt viðskiptabann á Kúbu haldið efnahagslífi eyjunnar í lamandi fjötrum. Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Raul Castro Kúbuforseti ávörpuðu þjóðir sínar um hádegisbil í gær af þessu tilefni. Þeir ræddu saman í síma á þriðjudaginn í þrjá stundarfjórðunga. „Þessi fimmtíu ár hafa sýnt okkur að einangrunin hefur ekki virkað,“ sagði Obama í ávarpi sínu. „Það er kominn tími á nýja nálgun.“Fylgst var með ávarpi forsetans í skólastofum á Kúbu.fréttablaðið/APObama hyggst á næstunni opna bandarískt sendiráð í Havana, höfuðborg Kúbu, og skoða hvort taka eigi Kúbu af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkamenn. Bandarískir erindrekar verða sendir til Kúbu til viðræðna um frekari samskipti og útfærslu þeirra. „Þessi ákvörðun Obama forseta á skilið virðingu og viðurkenningu þjóðar okkar,“ sagði Raúl Castro Kúbuforseti í ávarpi sínu. Hann sagði ríkin tvö þurfa að læra að umgangast hvort annað með siðuðum hætti þrátt fyrir ágreining um ýmis mál. Tíðindin komu töluvert á óvart, bæði á Kúbu og í Bandaríkjunum. Leynilegar samningaviðræður milli ríkjanna hafa staðið yfir í meira en ár. Þær hafa verið haldnar bæði í Kanada og í Páfagarði. Í ávarpi sínu þakkaði Castro sérstaklega Frans páfa fyrir hlut hans í þeirri lausn, sem nú er fundin. Bandaríkjamenn lögðu meðal annars áherslu á að Kúbustjórn léti Alan Gross lausan, bandarískan ríkisborgara sem hafði verið í fangelsi á Kúbu í fimm ár, sakfelldur fyrir njósnir. Gross kom til Bandaríkjanna í gærmorgun, stuttu áður en Obama flutti ávarp sitt. Bandaríkin leystu fyrir sitt leyti úr haldi þrjá Kúbumenn, sem hafa verið í fangelsi í Bandaríkjunum hálfan annan áratug, einnig sakfelldir fyrir njósnir. Mennirnir eru þjóðhetjur á Kúbu ásamt tveimur öðrum, sem áður höfðu verið látnir lausir.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira