Innlent

Óljóst hvort búið sé að slíta aðildarviðræðum

Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Óljóst er hvort búið sé að slíta aðildarviðræðum að Evrópusambandinu. Sendinefnd ESB mun á meðan ekki bregðast við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að hún hyggist ekki vekja aðildarferlið að ESB, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki.

Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar ESB, segist í samtali við Vísi ekki geta svarað til um hvort búið sé að slíta aðildarviðræðum eða ekki. Ekki sé búið að fara yfir málið nægilega vel til að svara spurningum þess efnis. Viðbragða sé þó að vænta á næstunni.


Tengdar fréttir

Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×