Erlent

Eyjabúar þurfa að drekka sjó

Samúel Karl Ólason skrifar
Eyðileggingin á svæðinu er gífurleg.
Eyðileggingin á svæðinu er gífurleg. Vísir/EPA
Íbúar einangraðar eyju nærri Vanuatu er byrjaðir að drekka saltvatn í kjölfar fellibyls sem fór þar yfir. Fólkið bíður eftir alþjóðlegri hjálp, en hjálparstarfsmenn eiga erfitt með að ná til lítilla eyja sem liggja nærri Vanuatu. Búið er á meira en 60 eyjum á svæðinu.

Auk skorts á drykkjarvatni er mikil þörf fyrir mat og skjól fyrir þá tugi þúsunda sem misstu heimili sín í fellibylnum.

Miklir vatnavextir og flóð hafa komið í veg fyrir að hjálparstarfsmenn geti lent flugvélum á eyjunum. Á vef BBC segir að það að drekka saltvatn geti leitt til dauða. Hingað til er vitað til þess að ellefu létu lífið í fellibylnum.

Fjórir dagar eru nú liðnir frá því að fellibylurinn gekk yfir svæðið liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar voru, en endurbyggingin mun líklega taka langan tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×