Erlent

Átta óveðrinu í Vanúatú að bráð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Að minnsta kosti átta eru látnir eftir að fimmta stigs fellibylurinn Pam gekk yfir Kyrrahafseyjaríkið Vanúatú í gærkvöldi. Talið er að talan muni hækka því tugir eru sagðir á milli heims og helju eftir óveðrið.

Vindhraði fór upp í 75 metra á sekúndu og eru veðurhamfarirnar sagðar þær allra verstu á þessum slóðum í áratugi. Eyðileggingin er gríðarleg og þúsundir nú án heimilis, sem hafast nú við í neyðarskýlum á vegum Rauða krossins. Rafmagnslaust er á svæðinu og ekkert rennandi vatn.

Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi í öllum héruðum Vanatú. Versta veðrið er nú afstaðið en spáð er slæmu veðri fram eftir degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×