Gasmengun gæti farið að aukast á ný Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. febrúar 2015 19:13 Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga vegna gossins í Holuhrauni. Vísir/EgillAðalsteinsson Gasmengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni mældist víða á Austurlandi um helgina en aukin mengun fylgir bæði hlýnandi veðri og minni virkni í eldstöðinni. Starfsfólk almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættisins funda með íbúum í Fjarðarbyggð næstu daga um áhrif gossins. Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga. „ Hún mældist á Austurlandi dálítil í gær og á laugardaginn. Núna eru sem sagt líkur á því, bæði er krafturinn í gosinu heldur minni og svo ef það fer að hlýna, þá megi búast við því að þetta leiti meira með jörðinni og eftir ríkjandi vindáttum með jörðu og þar af leiðandi förum við aftur að sjá einhverja toppa. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu og erum búin að vera að fara yfir þessi mál og erum að vinna núna með gaslíkan sem Veðurstofan var að skila til okkar fyrir helgina með spá fyrir vorið og sumarið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögrelgustjóra. Gasmenguninni hefur fylgt aukning á öndunarfæraeinkennum um allt land. Langtímaáhrif brennisteinsdíoxíðs, sem er það gas sem kemur frá gosstöðvunum, hafa lítið verið rannsökuð. Þessa dagana eru tvær umfangsmiklar rannsóknir að hefjast á vegum Landslæknisembættisins þar sem áhrif gossins á landsmenn eru skoðuð. Næstu daga funda svo starfsmenn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landlæknisembættisins og fleiri stofnana með íbúum í Fjarðarbyggð þar sem áhrif gossins verða rædd en íbúar þar hafa fundið vel fyrir gasmenguninni. „ Við fáum mjög reglulega tilkynningar um að fólk finnur fyrir óþægindum, “ segir Víðir Reynisson. Tengdar fréttir Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Gasmengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni mældist víða á Austurlandi um helgina en aukin mengun fylgir bæði hlýnandi veðri og minni virkni í eldstöðinni. Starfsfólk almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættisins funda með íbúum í Fjarðarbyggð næstu daga um áhrif gossins. Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga. „ Hún mældist á Austurlandi dálítil í gær og á laugardaginn. Núna eru sem sagt líkur á því, bæði er krafturinn í gosinu heldur minni og svo ef það fer að hlýna, þá megi búast við því að þetta leiti meira með jörðinni og eftir ríkjandi vindáttum með jörðu og þar af leiðandi förum við aftur að sjá einhverja toppa. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu og erum búin að vera að fara yfir þessi mál og erum að vinna núna með gaslíkan sem Veðurstofan var að skila til okkar fyrir helgina með spá fyrir vorið og sumarið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögrelgustjóra. Gasmenguninni hefur fylgt aukning á öndunarfæraeinkennum um allt land. Langtímaáhrif brennisteinsdíoxíðs, sem er það gas sem kemur frá gosstöðvunum, hafa lítið verið rannsökuð. Þessa dagana eru tvær umfangsmiklar rannsóknir að hefjast á vegum Landslæknisembættisins þar sem áhrif gossins á landsmenn eru skoðuð. Næstu daga funda svo starfsmenn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landlæknisembættisins og fleiri stofnana með íbúum í Fjarðarbyggð þar sem áhrif gossins verða rædd en íbúar þar hafa fundið vel fyrir gasmenguninni. „ Við fáum mjög reglulega tilkynningar um að fólk finnur fyrir óþægindum, “ segir Víðir Reynisson.
Tengdar fréttir Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45
Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00