Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. janúar 2015 18:30 Frá gosstöðvunum. Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. Hátt í fimm mánuðir eru síðan að gosið í Holuhrauni hófst. Vísindamenn stóðu vaktina við gosstöðvarnar frá upphafi gossins og allt fram að jólum þegar þeir héldu heim í jólafrí. Þeir áttuðu sig þá fyrst á því hversu veruleg áhrif gasmengunin sem er á svæðinu hefur haft á þá „Langvarandi vinna í svona aðstæðum, hún náttúrulega skilar sér, segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, sem staðið hefur vaktina við Holuhraun. „Við höfum ekki orðið vör við hana í raun fyrr en við hættum eða förum í jólapásu. Þá eru menn komnir með krónískan hósta og svona allskonar einkenni sem að menn héldu kannski frekar að væru út af kvefi.“ Ármann segir að í fyrstu hafi þeir talið kuldanum um að kenna. „Svo bara þegar að menn hætta þá bara hættir hóstinn. Þá bara fer mönnum að líða betur. Það segir sig sjálft að þessi gos eru ekki holl,“ segir hann. Ármann segir þrjú alvarleg atvik hafa komið upp við gosstöðvarnar þar sem menn nærri misstu meðvitund en um tvo lögreglumenn var að ræða og einn ljósmyndara. „Þegar maður lendir í því, þá er meiri doði og það getur tekið þig tvo þrjá daga að jafna þig eftir svoleiðis atvik,“ segir Ármann. Ármann segir enn mikla gasmengun á svæðinu en vísindamenn halda aftur þangað eftir helgina. „Gasið sem er að koma þarna út er á dag einhvers staðar á bilinu tíu þúsund til þrjátíu þúsund tonn á dag. Þetta er enn þá alveg rosalega mikið gas sem er að koma upp.“ Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. Hátt í fimm mánuðir eru síðan að gosið í Holuhrauni hófst. Vísindamenn stóðu vaktina við gosstöðvarnar frá upphafi gossins og allt fram að jólum þegar þeir héldu heim í jólafrí. Þeir áttuðu sig þá fyrst á því hversu veruleg áhrif gasmengunin sem er á svæðinu hefur haft á þá „Langvarandi vinna í svona aðstæðum, hún náttúrulega skilar sér, segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, sem staðið hefur vaktina við Holuhraun. „Við höfum ekki orðið vör við hana í raun fyrr en við hættum eða förum í jólapásu. Þá eru menn komnir með krónískan hósta og svona allskonar einkenni sem að menn héldu kannski frekar að væru út af kvefi.“ Ármann segir að í fyrstu hafi þeir talið kuldanum um að kenna. „Svo bara þegar að menn hætta þá bara hættir hóstinn. Þá bara fer mönnum að líða betur. Það segir sig sjálft að þessi gos eru ekki holl,“ segir hann. Ármann segir þrjú alvarleg atvik hafa komið upp við gosstöðvarnar þar sem menn nærri misstu meðvitund en um tvo lögreglumenn var að ræða og einn ljósmyndara. „Þegar maður lendir í því, þá er meiri doði og það getur tekið þig tvo þrjá daga að jafna þig eftir svoleiðis atvik,“ segir Ármann. Ármann segir enn mikla gasmengun á svæðinu en vísindamenn halda aftur þangað eftir helgina. „Gasið sem er að koma þarna út er á dag einhvers staðar á bilinu tíu þúsund til þrjátíu þúsund tonn á dag. Þetta er enn þá alveg rosalega mikið gas sem er að koma upp.“
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira