Innlent

Holuhraun í beinni í Good Morning America

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd frá Holuhrauni sem tekin var með dróna.
Mynd frá Holuhrauni sem tekin var með dróna. Mynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. Ragnar Th. Sigurðsson og Einar Erlendsson hjá fyrirtækinu Focus on Nature hafa seinustu vikur undirbúið komu sjónvarpsfólksins sem væntanlegt er til landsins.

„Ég er ljósmyndari og hef farið mikið þarna upp eftir að taka ljósmyndir og vídjó. Kveikjan að því að ABC hefur samband við mig er einmitt vídjó sem við Eric Cheng tókum með dróna í Holuhrauni og birtist á Youtube í október,“ segir Ragnar í samtali við Vísi.

Ragnar segir að þetta sé stærðarinnar dæmi, kostnaðurinn við það sé gríðarlegur og margar vikur hafa farið í undirbúninginn. Það þarf að fá leyfi fyrir alla til að fara inn á svæðið og tryggja alla.

Allt er þetta gert í samvinnu við Almannavarnir og Ríkislögreglustjóra, en ýmsilegt þarf að ganga upp til af útsendingunni verði; mikið veltur til dæmis á veðurskilyrðum.

„Við verðum í öruggri fjarlægð frá gosstöðvunum en við þurfum að vera með gasgrímur og gasmæla og köfunarbúnað ef að gasið snýst við. Það er svona aðalhættan.“

Það þarf mikinn búnað í kringum svona útsendingu, sérstaklega þegar um er að ræða svæði eins og Holuhraun. Það þarf til dæmis að vera hægt að koma öllum í burtu með skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á.

Gert er ráð fyrir að mannlaus dróni verði sendur til að taka myndirnar í beinni og segir Ragnar að stefnan sé sett á að reyna að komast nokkuð nálægt gígnum.

„Vonandi mun þetta bara vekja mikla athygli í Bandaríkjunum og helst víðar.“


Tengdar fréttir

Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar

Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí.

Hraunið streymir áfram

Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.