Holuhraun í beinni í Good Morning America Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 15:45 Mynd frá Holuhrauni sem tekin var með dróna. Mynd/Ragnar Th. Sigurðsson Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. Ragnar Th. Sigurðsson og Einar Erlendsson hjá fyrirtækinu Focus on Nature hafa seinustu vikur undirbúið komu sjónvarpsfólksins sem væntanlegt er til landsins. „Ég er ljósmyndari og hef farið mikið þarna upp eftir að taka ljósmyndir og vídjó. Kveikjan að því að ABC hefur samband við mig er einmitt vídjó sem við Eric Cheng tókum með dróna í Holuhrauni og birtist á Youtube í október,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ragnar segir að þetta sé stærðarinnar dæmi, kostnaðurinn við það sé gríðarlegur og margar vikur hafa farið í undirbúninginn. Það þarf að fá leyfi fyrir alla til að fara inn á svæðið og tryggja alla. Allt er þetta gert í samvinnu við Almannavarnir og Ríkislögreglustjóra, en ýmsilegt þarf að ganga upp til af útsendingunni verði; mikið veltur til dæmis á veðurskilyrðum. „Við verðum í öruggri fjarlægð frá gosstöðvunum en við þurfum að vera með gasgrímur og gasmæla og köfunarbúnað ef að gasið snýst við. Það er svona aðalhættan.“ Það þarf mikinn búnað í kringum svona útsendingu, sérstaklega þegar um er að ræða svæði eins og Holuhraun. Það þarf til dæmis að vera hægt að koma öllum í burtu með skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á. Gert er ráð fyrir að mannlaus dróni verði sendur til að taka myndirnar í beinni og segir Ragnar að stefnan sé sett á að reyna að komast nokkuð nálægt gígnum. „Vonandi mun þetta bara vekja mikla athygli í Bandaríkjunum og helst víðar.“ Tengdar fréttir Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. Ragnar Th. Sigurðsson og Einar Erlendsson hjá fyrirtækinu Focus on Nature hafa seinustu vikur undirbúið komu sjónvarpsfólksins sem væntanlegt er til landsins. „Ég er ljósmyndari og hef farið mikið þarna upp eftir að taka ljósmyndir og vídjó. Kveikjan að því að ABC hefur samband við mig er einmitt vídjó sem við Eric Cheng tókum með dróna í Holuhrauni og birtist á Youtube í október,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ragnar segir að þetta sé stærðarinnar dæmi, kostnaðurinn við það sé gríðarlegur og margar vikur hafa farið í undirbúninginn. Það þarf að fá leyfi fyrir alla til að fara inn á svæðið og tryggja alla. Allt er þetta gert í samvinnu við Almannavarnir og Ríkislögreglustjóra, en ýmsilegt þarf að ganga upp til af útsendingunni verði; mikið veltur til dæmis á veðurskilyrðum. „Við verðum í öruggri fjarlægð frá gosstöðvunum en við þurfum að vera með gasgrímur og gasmæla og köfunarbúnað ef að gasið snýst við. Það er svona aðalhættan.“ Það þarf mikinn búnað í kringum svona útsendingu, sérstaklega þegar um er að ræða svæði eins og Holuhraun. Það þarf til dæmis að vera hægt að koma öllum í burtu með skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á. Gert er ráð fyrir að mannlaus dróni verði sendur til að taka myndirnar í beinni og segir Ragnar að stefnan sé sett á að reyna að komast nokkuð nálægt gígnum. „Vonandi mun þetta bara vekja mikla athygli í Bandaríkjunum og helst víðar.“
Tengdar fréttir Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00
Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49