Gasmengun gæti farið að aukast á ný Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. febrúar 2015 19:13 Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga vegna gossins í Holuhrauni. Vísir/EgillAðalsteinsson Gasmengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni mældist víða á Austurlandi um helgina en aukin mengun fylgir bæði hlýnandi veðri og minni virkni í eldstöðinni. Starfsfólk almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættisins funda með íbúum í Fjarðarbyggð næstu daga um áhrif gossins. Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga. „ Hún mældist á Austurlandi dálítil í gær og á laugardaginn. Núna eru sem sagt líkur á því, bæði er krafturinn í gosinu heldur minni og svo ef það fer að hlýna, þá megi búast við því að þetta leiti meira með jörðinni og eftir ríkjandi vindáttum með jörðu og þar af leiðandi förum við aftur að sjá einhverja toppa. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu og erum búin að vera að fara yfir þessi mál og erum að vinna núna með gaslíkan sem Veðurstofan var að skila til okkar fyrir helgina með spá fyrir vorið og sumarið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögrelgustjóra. Gasmenguninni hefur fylgt aukning á öndunarfæraeinkennum um allt land. Langtímaáhrif brennisteinsdíoxíðs, sem er það gas sem kemur frá gosstöðvunum, hafa lítið verið rannsökuð. Þessa dagana eru tvær umfangsmiklar rannsóknir að hefjast á vegum Landslæknisembættisins þar sem áhrif gossins á landsmenn eru skoðuð. Næstu daga funda svo starfsmenn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landlæknisembættisins og fleiri stofnana með íbúum í Fjarðarbyggð þar sem áhrif gossins verða rædd en íbúar þar hafa fundið vel fyrir gasmenguninni. „ Við fáum mjög reglulega tilkynningar um að fólk finnur fyrir óþægindum, “ segir Víðir Reynisson. Tengdar fréttir Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Gasmengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni mældist víða á Austurlandi um helgina en aukin mengun fylgir bæði hlýnandi veðri og minni virkni í eldstöðinni. Starfsfólk almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættisins funda með íbúum í Fjarðarbyggð næstu daga um áhrif gossins. Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga. „ Hún mældist á Austurlandi dálítil í gær og á laugardaginn. Núna eru sem sagt líkur á því, bæði er krafturinn í gosinu heldur minni og svo ef það fer að hlýna, þá megi búast við því að þetta leiti meira með jörðinni og eftir ríkjandi vindáttum með jörðu og þar af leiðandi förum við aftur að sjá einhverja toppa. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu og erum búin að vera að fara yfir þessi mál og erum að vinna núna með gaslíkan sem Veðurstofan var að skila til okkar fyrir helgina með spá fyrir vorið og sumarið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögrelgustjóra. Gasmenguninni hefur fylgt aukning á öndunarfæraeinkennum um allt land. Langtímaáhrif brennisteinsdíoxíðs, sem er það gas sem kemur frá gosstöðvunum, hafa lítið verið rannsökuð. Þessa dagana eru tvær umfangsmiklar rannsóknir að hefjast á vegum Landslæknisembættisins þar sem áhrif gossins á landsmenn eru skoðuð. Næstu daga funda svo starfsmenn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landlæknisembættisins og fleiri stofnana með íbúum í Fjarðarbyggð þar sem áhrif gossins verða rædd en íbúar þar hafa fundið vel fyrir gasmenguninni. „ Við fáum mjög reglulega tilkynningar um að fólk finnur fyrir óþægindum, “ segir Víðir Reynisson.
Tengdar fréttir Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45
Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00