Innlent

Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Holuhraun er eins og lítill fæðingarblettur á vetrarklæddu Íslandi.
Holuhraun er eins og lítill fæðingarblettur á vetrarklæddu Íslandi. mynd/veðurstofan/nasa
Myndin hér að ofan er tekin með gervihnetti og sýnir Ísland eins og það leit út í gær. Sé rýnt í hana má sjá móta fyrir Þingvallavatni og sé litið austar á bóginn má þar sjá Holuhraun. Þingvallavatn er 83 ferkílómetrar að flatarmáli en Holuhraun ferkílómetra stærra.

Eldgosið í Holuhrauni hófst í lok ágúst síðasta árs og hefur staðið yfir síðan þá. Gígurinn er nú ríflega áttatíu metra hár, hærri en Hallgrímskirkjuturn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.