Hættir þátttöku í loftárásum gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2015 14:09 Reykur vegna loftárásar nærri Kobane í Sýrlandi. Vísir/EPA Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF) eru hætt þátttöku í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Samtökin birtu í gær myndband þar sem flugmaður frá Jórdaníu var brenndur lifandi, en hann er fyrsti flugmaður bandalagsins sem lætur lífið. SAF hættu þó þátttöku í desember eftir að flugmaðurinn var handsamaður. Þetta kemur fram á vef New York Times. SAF, sem er eitt fjögurra mið-austurlanda í bandalaginu, segja að þörf sé á viðbragðsáætlunum um hvernig bjarga megi flugmönnum sem falla í hendur vígamanna. Auk SAF eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Barein þátttakendur í bandalaginu. Öll ríkin hafa gert loftárásir gegn ISIS en talið er að þátttaka þeirra sé að mestu leyti táknræn. Stjórnvöld í Jórdaníu hafa hótað auknum aðgerðum gegn ISIS og heita þess að hefna flugmannsins Muadh al-Kasasbeh. Á vef Guardian kemur þó fram að talið sé að til lengri tíma muni morð flugmannsins draga úr vilja Jórdaníu til að taka þátt í loftárásum gegn öðrum múslimum. Furstadæmin vilja að Bandaríkjamenn komi sveitum fyrir í norðurhluta Írak, sem geti brugðist hratt við, hrapi flugvél bandalagsins á átakasvæðum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skipaði leyniþjónustum landsins að beita öllum leiðum til að finna þá gísla sem ISIS eru enn með í haldi. Talið er að fimmtán einstaklingar séu nú í gíslingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni heldur ISIS meðal annars þeim John Cantle, sem er breskur ljósmyndari. Séra Paolo Dall‘oglio, sem er ítalskur prestur. Samir Kassab, myndatökumanni frá Líbanon. og Ishak Mokthar. Hann er frá Máritaníu og far rænt í fyrra nærri Aleppo þar sem hann var að vinna fyrir Sky News Arabia. Þá halda samtökin ónafngreindri bandarískri konu, sem var handsömuð í fyrra, þremur starfsmönnum Rauða Krossins sem ekki hafa verið nafngreindir og sjö hermönnum frá Líbanon. Máritanía Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF) eru hætt þátttöku í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Samtökin birtu í gær myndband þar sem flugmaður frá Jórdaníu var brenndur lifandi, en hann er fyrsti flugmaður bandalagsins sem lætur lífið. SAF hættu þó þátttöku í desember eftir að flugmaðurinn var handsamaður. Þetta kemur fram á vef New York Times. SAF, sem er eitt fjögurra mið-austurlanda í bandalaginu, segja að þörf sé á viðbragðsáætlunum um hvernig bjarga megi flugmönnum sem falla í hendur vígamanna. Auk SAF eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Barein þátttakendur í bandalaginu. Öll ríkin hafa gert loftárásir gegn ISIS en talið er að þátttaka þeirra sé að mestu leyti táknræn. Stjórnvöld í Jórdaníu hafa hótað auknum aðgerðum gegn ISIS og heita þess að hefna flugmannsins Muadh al-Kasasbeh. Á vef Guardian kemur þó fram að talið sé að til lengri tíma muni morð flugmannsins draga úr vilja Jórdaníu til að taka þátt í loftárásum gegn öðrum múslimum. Furstadæmin vilja að Bandaríkjamenn komi sveitum fyrir í norðurhluta Írak, sem geti brugðist hratt við, hrapi flugvél bandalagsins á átakasvæðum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skipaði leyniþjónustum landsins að beita öllum leiðum til að finna þá gísla sem ISIS eru enn með í haldi. Talið er að fimmtán einstaklingar séu nú í gíslingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni heldur ISIS meðal annars þeim John Cantle, sem er breskur ljósmyndari. Séra Paolo Dall‘oglio, sem er ítalskur prestur. Samir Kassab, myndatökumanni frá Líbanon. og Ishak Mokthar. Hann er frá Máritaníu og far rænt í fyrra nærri Aleppo þar sem hann var að vinna fyrir Sky News Arabia. Þá halda samtökin ónafngreindri bandarískri konu, sem var handsömuð í fyrra, þremur starfsmönnum Rauða Krossins sem ekki hafa verið nafngreindir og sjö hermönnum frá Líbanon.
Máritanía Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11
Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51
ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15
Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30