Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2015 21:38 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir heitinu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.“ Þar fer hann yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. FH-ingar töpuðu ekki aðeins leiknum og misstu Íslandsmeistaratitilinn til Stjörnunnar, heldur var félagið einnig dæmt til að greiða hundrað þúsund króna sekt vegna ófullnægjandi frammistöðu við framkvæmd leiksins. Jón Rúnar endurritar í pistlinum skýrslur dómara og eftirlitsmanns KSÍ upp úr gögnum málsins sem eru opinber gögn eftir áfrýjun FH-inga á úrskurði aga- og úrskurðarnefndar. „Það er ljóst að ekki verða allir sammála mér/okkur en ég bið menn að lesa þetta með opnum hug og án fordóma," segir Jón Rúnar og það er ljóst að þetta er athyglisverður lestur. „Niðurstaða mín er sú að nauðsynlegt er að breyta reglum er varða aga- og úrskurðarnefnd sem og því regluverki sem áfrýjunardómstóll KSÍ starfar eftir. Það á að vera réttur okkar að geta varið okkur, það gengur ekki að skrifuðum skýrslum dómara og eftirlitsmanna sé tekið sem hinni Heilögu ritningu. Ef það er samþykkt að dómarar geti gert mistök í leik þá á það sama að gilda um skýrslugerð þeirra," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er óþolandi að það góða fólk sem situr í áfrýjunardómstól KSÍ geti leyft sér að skauta framhjá öllum rökum þess er áfrýjar og ofan í kaupið neita „sakborningi“ um að fá að verja sig í munnlegum málflutningi sem og að tefla fram vitnum. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að þessir sömu lögfræðispekingar sætti sig við svona trakteringar þar sem þeir vinna fyrir sína skjólstæðinga fyrir almennum dómstólum.“ Jón Rúnar fer bæði yfir skýrslu eftirlitsmanns leiksins og skýrslu dómarans Kristins Jakobssonar sem var þarna að dæma sinn síðasta leik í efstu deild. Jón Rúnar spyr meðal annars: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar.net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir heitinu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.“ Þar fer hann yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. FH-ingar töpuðu ekki aðeins leiknum og misstu Íslandsmeistaratitilinn til Stjörnunnar, heldur var félagið einnig dæmt til að greiða hundrað þúsund króna sekt vegna ófullnægjandi frammistöðu við framkvæmd leiksins. Jón Rúnar endurritar í pistlinum skýrslur dómara og eftirlitsmanns KSÍ upp úr gögnum málsins sem eru opinber gögn eftir áfrýjun FH-inga á úrskurði aga- og úrskurðarnefndar. „Það er ljóst að ekki verða allir sammála mér/okkur en ég bið menn að lesa þetta með opnum hug og án fordóma," segir Jón Rúnar og það er ljóst að þetta er athyglisverður lestur. „Niðurstaða mín er sú að nauðsynlegt er að breyta reglum er varða aga- og úrskurðarnefnd sem og því regluverki sem áfrýjunardómstóll KSÍ starfar eftir. Það á að vera réttur okkar að geta varið okkur, það gengur ekki að skrifuðum skýrslum dómara og eftirlitsmanna sé tekið sem hinni Heilögu ritningu. Ef það er samþykkt að dómarar geti gert mistök í leik þá á það sama að gilda um skýrslugerð þeirra," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er óþolandi að það góða fólk sem situr í áfrýjunardómstól KSÍ geti leyft sér að skauta framhjá öllum rökum þess er áfrýjar og ofan í kaupið neita „sakborningi“ um að fá að verja sig í munnlegum málflutningi sem og að tefla fram vitnum. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að þessir sömu lögfræðispekingar sætti sig við svona trakteringar þar sem þeir vinna fyrir sína skjólstæðinga fyrir almennum dómstólum.“ Jón Rúnar fer bæði yfir skýrslu eftirlitsmanns leiksins og skýrslu dómarans Kristins Jakobssonar sem var þarna að dæma sinn síðasta leik í efstu deild. Jón Rúnar spyr meðal annars: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar.net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira