Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2015 21:38 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir heitinu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.“ Þar fer hann yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. FH-ingar töpuðu ekki aðeins leiknum og misstu Íslandsmeistaratitilinn til Stjörnunnar, heldur var félagið einnig dæmt til að greiða hundrað þúsund króna sekt vegna ófullnægjandi frammistöðu við framkvæmd leiksins. Jón Rúnar endurritar í pistlinum skýrslur dómara og eftirlitsmanns KSÍ upp úr gögnum málsins sem eru opinber gögn eftir áfrýjun FH-inga á úrskurði aga- og úrskurðarnefndar. „Það er ljóst að ekki verða allir sammála mér/okkur en ég bið menn að lesa þetta með opnum hug og án fordóma," segir Jón Rúnar og það er ljóst að þetta er athyglisverður lestur. „Niðurstaða mín er sú að nauðsynlegt er að breyta reglum er varða aga- og úrskurðarnefnd sem og því regluverki sem áfrýjunardómstóll KSÍ starfar eftir. Það á að vera réttur okkar að geta varið okkur, það gengur ekki að skrifuðum skýrslum dómara og eftirlitsmanna sé tekið sem hinni Heilögu ritningu. Ef það er samþykkt að dómarar geti gert mistök í leik þá á það sama að gilda um skýrslugerð þeirra," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er óþolandi að það góða fólk sem situr í áfrýjunardómstól KSÍ geti leyft sér að skauta framhjá öllum rökum þess er áfrýjar og ofan í kaupið neita „sakborningi“ um að fá að verja sig í munnlegum málflutningi sem og að tefla fram vitnum. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að þessir sömu lögfræðispekingar sætti sig við svona trakteringar þar sem þeir vinna fyrir sína skjólstæðinga fyrir almennum dómstólum.“ Jón Rúnar fer bæði yfir skýrslu eftirlitsmanns leiksins og skýrslu dómarans Kristins Jakobssonar sem var þarna að dæma sinn síðasta leik í efstu deild. Jón Rúnar spyr meðal annars: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar.net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir heitinu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.“ Þar fer hann yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. FH-ingar töpuðu ekki aðeins leiknum og misstu Íslandsmeistaratitilinn til Stjörnunnar, heldur var félagið einnig dæmt til að greiða hundrað þúsund króna sekt vegna ófullnægjandi frammistöðu við framkvæmd leiksins. Jón Rúnar endurritar í pistlinum skýrslur dómara og eftirlitsmanns KSÍ upp úr gögnum málsins sem eru opinber gögn eftir áfrýjun FH-inga á úrskurði aga- og úrskurðarnefndar. „Það er ljóst að ekki verða allir sammála mér/okkur en ég bið menn að lesa þetta með opnum hug og án fordóma," segir Jón Rúnar og það er ljóst að þetta er athyglisverður lestur. „Niðurstaða mín er sú að nauðsynlegt er að breyta reglum er varða aga- og úrskurðarnefnd sem og því regluverki sem áfrýjunardómstóll KSÍ starfar eftir. Það á að vera réttur okkar að geta varið okkur, það gengur ekki að skrifuðum skýrslum dómara og eftirlitsmanna sé tekið sem hinni Heilögu ritningu. Ef það er samþykkt að dómarar geti gert mistök í leik þá á það sama að gilda um skýrslugerð þeirra," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er óþolandi að það góða fólk sem situr í áfrýjunardómstól KSÍ geti leyft sér að skauta framhjá öllum rökum þess er áfrýjar og ofan í kaupið neita „sakborningi“ um að fá að verja sig í munnlegum málflutningi sem og að tefla fram vitnum. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að þessir sömu lögfræðispekingar sætti sig við svona trakteringar þar sem þeir vinna fyrir sína skjólstæðinga fyrir almennum dómstólum.“ Jón Rúnar fer bæði yfir skýrslu eftirlitsmanns leiksins og skýrslu dómarans Kristins Jakobssonar sem var þarna að dæma sinn síðasta leik í efstu deild. Jón Rúnar spyr meðal annars: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar.net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira