Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2015 21:38 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir heitinu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.“ Þar fer hann yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. FH-ingar töpuðu ekki aðeins leiknum og misstu Íslandsmeistaratitilinn til Stjörnunnar, heldur var félagið einnig dæmt til að greiða hundrað þúsund króna sekt vegna ófullnægjandi frammistöðu við framkvæmd leiksins. Jón Rúnar endurritar í pistlinum skýrslur dómara og eftirlitsmanns KSÍ upp úr gögnum málsins sem eru opinber gögn eftir áfrýjun FH-inga á úrskurði aga- og úrskurðarnefndar. „Það er ljóst að ekki verða allir sammála mér/okkur en ég bið menn að lesa þetta með opnum hug og án fordóma," segir Jón Rúnar og það er ljóst að þetta er athyglisverður lestur. „Niðurstaða mín er sú að nauðsynlegt er að breyta reglum er varða aga- og úrskurðarnefnd sem og því regluverki sem áfrýjunardómstóll KSÍ starfar eftir. Það á að vera réttur okkar að geta varið okkur, það gengur ekki að skrifuðum skýrslum dómara og eftirlitsmanna sé tekið sem hinni Heilögu ritningu. Ef það er samþykkt að dómarar geti gert mistök í leik þá á það sama að gilda um skýrslugerð þeirra," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er óþolandi að það góða fólk sem situr í áfrýjunardómstól KSÍ geti leyft sér að skauta framhjá öllum rökum þess er áfrýjar og ofan í kaupið neita „sakborningi“ um að fá að verja sig í munnlegum málflutningi sem og að tefla fram vitnum. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að þessir sömu lögfræðispekingar sætti sig við svona trakteringar þar sem þeir vinna fyrir sína skjólstæðinga fyrir almennum dómstólum.“ Jón Rúnar fer bæði yfir skýrslu eftirlitsmanns leiksins og skýrslu dómarans Kristins Jakobssonar sem var þarna að dæma sinn síðasta leik í efstu deild. Jón Rúnar spyr meðal annars: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar.net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir heitinu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.“ Þar fer hann yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. FH-ingar töpuðu ekki aðeins leiknum og misstu Íslandsmeistaratitilinn til Stjörnunnar, heldur var félagið einnig dæmt til að greiða hundrað þúsund króna sekt vegna ófullnægjandi frammistöðu við framkvæmd leiksins. Jón Rúnar endurritar í pistlinum skýrslur dómara og eftirlitsmanns KSÍ upp úr gögnum málsins sem eru opinber gögn eftir áfrýjun FH-inga á úrskurði aga- og úrskurðarnefndar. „Það er ljóst að ekki verða allir sammála mér/okkur en ég bið menn að lesa þetta með opnum hug og án fordóma," segir Jón Rúnar og það er ljóst að þetta er athyglisverður lestur. „Niðurstaða mín er sú að nauðsynlegt er að breyta reglum er varða aga- og úrskurðarnefnd sem og því regluverki sem áfrýjunardómstóll KSÍ starfar eftir. Það á að vera réttur okkar að geta varið okkur, það gengur ekki að skrifuðum skýrslum dómara og eftirlitsmanna sé tekið sem hinni Heilögu ritningu. Ef það er samþykkt að dómarar geti gert mistök í leik þá á það sama að gilda um skýrslugerð þeirra," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er óþolandi að það góða fólk sem situr í áfrýjunardómstól KSÍ geti leyft sér að skauta framhjá öllum rökum þess er áfrýjar og ofan í kaupið neita „sakborningi“ um að fá að verja sig í munnlegum málflutningi sem og að tefla fram vitnum. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að þessir sömu lögfræðispekingar sætti sig við svona trakteringar þar sem þeir vinna fyrir sína skjólstæðinga fyrir almennum dómstólum.“ Jón Rúnar fer bæði yfir skýrslu eftirlitsmanns leiksins og skýrslu dómarans Kristins Jakobssonar sem var þarna að dæma sinn síðasta leik í efstu deild. Jón Rúnar spyr meðal annars: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar.net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira