Enski boltinn

Eru fyrir ofan United með fjórum sinnum lægri launakostnað

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Southampton-menn fagna á Old Trafford um helgina en Wayne Rooney og Michael Carrick eru ekki jafn hressir.
Southampton-menn fagna á Old Trafford um helgina en Wayne Rooney og Michael Carrick eru ekki jafn hressir. vísir/getty
Manchester United borgar hæstu launin í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, samkvæmt frétt á vef Sky Sports.

Launakostnaður Manchester United er 214,8 milljónir punda á ári eða 42,5 milljarðar íslenskra króna. Manchester City er í öðru sæti með 205 milljónir punda eða 40,5 milljarða króna.

Chelsea hækkar sig á milli ára úr 176 milljónum punda í 190,5 milljónir sem er jafnvirði 37,7 milljarða króna.

Sjá einnig:Eyddi fimm sinnum meira í leikmenn en hefur unnið færri sigra en Moyes 

Arsenal kemur svo í fjórða sætinu en lærisveinar Arsene Wengers fá í heildina borgað 166,4 milljónir punda á ári eða því sem jafngildir 32,9 milljörðum íslenskra króna.

Fram kemur í fréttinni að launakostnaður Southampton, sem hefur komið liða mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, er aðeins 47 milljónir punda eða 9,3 milljarðar króna.

Dýrlingarnir lögðu launahæsta liðið, Manchester United, um helgina, en launakostnaður þess er vel ríflega fjórum sinnum meiri en hjá Southampton.

Sjá einnig:Southampton sótti sigur á Old Trafford | Sjáið markið 

Þegar 21 umferð er lokið í ensku úrvalsdeildinni er Southampton með sína 9,3 milljarða króna sveit í þriðja sæti en 42,5 milljarða króna hópur Manchester United er í fjórða sæti.


Tengdar fréttir

Rooney: Vorum betri

Wayne Rooney fyrirliði Manchester United segir lið sitt hafa verið betri aðilinn þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Southampton á heimavelli, í leik þar sem United átti ekki skot á mark Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×