Enski boltinn

Koeman: Höfum verið vel skipulagðir allt tímabilið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Koeman ræðir við Van Gaal fyrir leik
Koeman ræðir við Van Gaal fyrir leik vísir/getty
Ronald Koeman knattspyrnustjóri Southampton segir lið sitt hafa fengið heppnina í sigrinum á Manchester United í dag sem liðið skorti í fyrri leik liðanna.

Juan Mata fékk tvö góð færi í lokin. Heppnin sem var ekki með okkur í fyrri leiknum var með okkur í dag,“ sagði Koeman eftir leikinn í dag.

„Þegar leikið er gegn stóru liðunum þarf kjark og gæði og einnig þurfa leikmenn að hafa trú á sjálfum sér og liðsfélögunum. Það sýndum við í dag.

„Við höfum verið vel skipulagðir allt tímabilið. Við höfum haldið hreinu í 11 leikjum af 21 og það er lykilatriði til að ná árangri.

„Okkar markmið eru að ná Evrópusæti en í upphafi tímabils er ekki hægt að tala mikið um það. Núna getum við sagt að við ætlum að berjast um Evrópusæti. Við ætlum að lenda í fimm eða sex efstu sætunum og berjast þar til í síðasta leik,“ sagði Koeman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×