Enski boltinn

Rooney: Vorum betri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rooney teygir sig í boltann í leiknum í dag
Rooney teygir sig í boltann í leiknum í dag vísir/getty
Wayne Rooney fyrirliði Manchester United segir lið sitt hafa verið betri aðilinn þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Southampton á heimavelli, í leik þar sem Man. Utd. átti ekki skot á mark Southampton.

„Svona er fótboltinn. Ég held að við höfum heilt yfir skapað okkur betri færi í leiknum og spilaði betri fótbolta,“ sagði Rooney eftir leikinn.

„Við áttum skilið að vinna en okkur var refsað. Ég hef séð Southampton leika betur. Við sáum við þeirra helstu ógnum.

„Við verðum að horfa fram á veginn og einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Rooney að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×