Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2015 21:04 „Í íslensku samhengi er nokkuð athyglisvert að hér á Íslandi er ekki hægri öfgaflokkur sem náð hefur fjöldafylgi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það eru engir hægri öfgamenn á þingi. En þá hlýtur sú spurning að vakna hvort einstaklingar, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa talað þannig séu að reyna að fanga fylgi sem annars myndi fara til hægri öfgaflokks.“ Baldur ræddi við Hjört Hjartarson, fréttamann Stöðvar 2, fyrr í kvöld þar sem þeir veltu meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að hafa áhyggjur af orðræðu þeirri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi notast við. Baldur segir mikilvægt í þessu samhengi að horfa til grunngilda vestrænna lýðræðissamfélaga. „Eitt af því er tjáningarfrelsið, en tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð í vestrænum lýðræðissamfélögum. Ábyrgðin er einkum mikil hjá ráðamönnum – sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum – og alla þá sem tala fyrir hið opinbera. Í vestrænum lýðræðissamfélögum er það náttúrulega ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu.“ Hann segir að við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir ávarpi fjölmenningarsamfélagið. „Ef þið styðjið við bakið á fjölmenningarsamfélaginu – sem ég held að flestir þeirra geri – þá verða þeir að gera það með orði og þeir verða að tala þannig því annars er hætta á því að öfgahópar og öfgasjónarmið yfirskyggi alla umræðu í samfélaginu.“Uppgangur öfgaflokka í Evrópu virðist vera nokkur þó að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi talað gegn því, að menn ættu ekki að nýta þennan harmleik [í París] sér í hag. Má óttast það að það verði uppgangur í Evrópu og jafnvel hér á landi?„Öfgahægriflokkar hafa ekki haft svona mikinn stuðning í Evrópu síðan á millistríðsárunum. Við sjáum það í umræðunni undanfarna daga að hún pólaríserast eftir voðaverkin í París. Hver langtímaáhrifin verða er mjög erfitt að spá fyrir um. Öfgahægrimenn eru klárlega að reyna að nýta sér þessi voðaverk og bæta í andúð sína í garð múslíma, en það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir verða ofan á í umræðunni.“ Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
„Í íslensku samhengi er nokkuð athyglisvert að hér á Íslandi er ekki hægri öfgaflokkur sem náð hefur fjöldafylgi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það eru engir hægri öfgamenn á þingi. En þá hlýtur sú spurning að vakna hvort einstaklingar, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa talað þannig séu að reyna að fanga fylgi sem annars myndi fara til hægri öfgaflokks.“ Baldur ræddi við Hjört Hjartarson, fréttamann Stöðvar 2, fyrr í kvöld þar sem þeir veltu meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að hafa áhyggjur af orðræðu þeirri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi notast við. Baldur segir mikilvægt í þessu samhengi að horfa til grunngilda vestrænna lýðræðissamfélaga. „Eitt af því er tjáningarfrelsið, en tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð í vestrænum lýðræðissamfélögum. Ábyrgðin er einkum mikil hjá ráðamönnum – sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum – og alla þá sem tala fyrir hið opinbera. Í vestrænum lýðræðissamfélögum er það náttúrulega ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu.“ Hann segir að við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir ávarpi fjölmenningarsamfélagið. „Ef þið styðjið við bakið á fjölmenningarsamfélaginu – sem ég held að flestir þeirra geri – þá verða þeir að gera það með orði og þeir verða að tala þannig því annars er hætta á því að öfgahópar og öfgasjónarmið yfirskyggi alla umræðu í samfélaginu.“Uppgangur öfgaflokka í Evrópu virðist vera nokkur þó að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi talað gegn því, að menn ættu ekki að nýta þennan harmleik [í París] sér í hag. Má óttast það að það verði uppgangur í Evrópu og jafnvel hér á landi?„Öfgahægriflokkar hafa ekki haft svona mikinn stuðning í Evrópu síðan á millistríðsárunum. Við sjáum það í umræðunni undanfarna daga að hún pólaríserast eftir voðaverkin í París. Hver langtímaáhrifin verða er mjög erfitt að spá fyrir um. Öfgahægrimenn eru klárlega að reyna að nýta sér þessi voðaverk og bæta í andúð sína í garð múslíma, en það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir verða ofan á í umræðunni.“
Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42