Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Hjörtur Hjartarson skrifar 13. janúar 2015 19:42 Afstaða Ásmundar Friðrikssonar samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hún segist þó virða rétt þingmannsins til að tjá skoðanir sínar. Ásmundur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að athuga bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa hér á landi.Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði einnig á Facebook síðu sinni hvort ekki væri rétt að kanna hvort þeir múslimar sem hér búa hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Afghanistan eða Sýrlandi. Þar með leggur hann í raun til að teknar verða upp forvirkar rannsóknir, eitthvað sem samræmist ekki íslenskum lögum. „Auðvitað í hjarta mínu átti ég við það að við eigum að verja okkur fyrir öllum öfgahópum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast og hvers litarháttar þeir hafa,“ segir Ásmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata segir það hinsvegar á enga hátt betra. „Það að brjóta á öllum frekar en að brjóta á einum er ekki endilega góð málsvörn að mínu mati,“ segir Helgi.„Er ekki óvarlega talað eins og þú gerðir í gær?“„Jújú, það getur verið að það hafi verið óvarlega talað, ég er búinn að taka undir það. En ég segi, tökum umræðuna og verum ekki svona feimin við það,“ segir Ásmundur.„Erum við ekki búin að missa tök á umræðunni nú þegar?“„Ég hef nú bara reynt að vera sallarólegur yfir þessu og bara staðið við það sem ég sagði.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ósammála Ásmundi og segir orð hans ekki samræmast stefnu flokksins „Í þessu tilfelli held ég að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. Ég er ekki sammála honum í því sem hann leggur þarna til. En ég bið fólk samt um að virða tjáningafrelsið.“Eigum við að bera virðingu fyrir því þegar fólk talar um að brjóta mannréttindi?„Nei, ég er ekki heldur að tala um það að við eigum að taka þannig til orða. Við verðum samt að virða það þó við séum ósammála ýmsu af því sem fram kemur, þá verðum við að virða tjáningafrelsið,“ segir Ragnheiður. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Helgi Hrafn segir þetta og orð Ásmundar akkúrat það sem hryðjuverkamennirnir í Frakklandi vildu. „Þeir vildu gera múslimum erfiðara að búa í friði í vestrænum löndum. Þeir vildu fá nákvæmlega þessa umræðu, þessa togstreitu. Og það syrgir mig að sjá hana verða að veruleika,“ segir Helgi Hrafn. Sérðu eftir þessari færslu?„Nei, ég sé ekkert eftir færslunni,“ segir Ásmundur. Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Afstaða Ásmundar Friðrikssonar samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokksformaður Sjálfstæðismanna. Hún segist þó virða rétt þingmannsins til að tjá skoðanir sínar. Ásmundur velti fyrir sér hvort ekki væri rétt að athuga bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa hér á landi.Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði einnig á Facebook síðu sinni hvort ekki væri rétt að kanna hvort þeir múslimar sem hér búa hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Afghanistan eða Sýrlandi. Þar með leggur hann í raun til að teknar verða upp forvirkar rannsóknir, eitthvað sem samræmist ekki íslenskum lögum. „Auðvitað í hjarta mínu átti ég við það að við eigum að verja okkur fyrir öllum öfgahópum, sama hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast og hvers litarháttar þeir hafa,“ segir Ásmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata segir það hinsvegar á enga hátt betra. „Það að brjóta á öllum frekar en að brjóta á einum er ekki endilega góð málsvörn að mínu mati,“ segir Helgi.„Er ekki óvarlega talað eins og þú gerðir í gær?“„Jújú, það getur verið að það hafi verið óvarlega talað, ég er búinn að taka undir það. En ég segi, tökum umræðuna og verum ekki svona feimin við það,“ segir Ásmundur.„Erum við ekki búin að missa tök á umræðunni nú þegar?“„Ég hef nú bara reynt að vera sallarólegur yfir þessu og bara staðið við það sem ég sagði.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir er ósammála Ásmundi og segir orð hans ekki samræmast stefnu flokksins „Í þessu tilfelli held ég að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. Ég er ekki sammála honum í því sem hann leggur þarna til. En ég bið fólk samt um að virða tjáningafrelsið.“Eigum við að bera virðingu fyrir því þegar fólk talar um að brjóta mannréttindi?„Nei, ég er ekki heldur að tala um það að við eigum að taka þannig til orða. Við verðum samt að virða það þó við séum ósammála ýmsu af því sem fram kemur, þá verðum við að virða tjáningafrelsið,“ segir Ragnheiður. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. Hreyfingin er þýsk að uppruna og berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Helgi Hrafn segir þetta og orð Ásmundar akkúrat það sem hryðjuverkamennirnir í Frakklandi vildu. „Þeir vildu gera múslimum erfiðara að búa í friði í vestrænum löndum. Þeir vildu fá nákvæmlega þessa umræðu, þessa togstreitu. Og það syrgir mig að sjá hana verða að veruleika,“ segir Helgi Hrafn. Sérðu eftir þessari færslu?„Nei, ég sé ekkert eftir færslunni,“ segir Ásmundur.
Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12