Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2015 23:12 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm „Hefur bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima.“ Að þessu spyr Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í færslu á Facebook-síðu sinni. Aðspurður um að gefa nánari skýringar á orðunum segist Ásmundur í samtali við Vísi aðallega vera að varpa fram spurningum til að vekja umræðu um þessi mál. Færsla Ásmundar kemur í framhaldi af hryðjuverkunum í París í síðustu viku þar sem hann spyr hvort Íslendingar séu „óhultir“. „Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum,“ spyr Ásmundur. Þingmaðurinn segist sjálfur ekki vita hvernig lögreglan á Íslandi sé í stakk búin ef Íslendingar myndu lenda í voðaverkum á borð við þau sem áttu sér stað í Frakklandi. „Það var nú séð til þess að við skiluðum einhverjum vopnum sem Norðmenn ætluðu að aumka sér yfir okkur og gefa okkur.“ Segir hann að í þeirri umræðu hafi komið í ljós að íslenska lögreglan væri ekkert sérlega vel búin til að takast á við erfið mál, kæmu þau upp, sem hann vonast þó til að verði aldrei.En viltu sjálfur að slík rannsókn sem þú nefnir í færslunni fari fram?„Ég er bara að varpa þessu fram. Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leynist slíkt fólk. Ég hef ekki hugmynd um það. Mér finnst að við eigum að taka umræðuna um það. Hvað við viljum gera og hvernig við viljum standa að þessu. Ég spyr bara hvort við höfum gert eitthvað í þessu. Getum við það? Hvað býður löggjöfin upp á?“ Ásmundur tekur fram að þetta sé ekki rasismi eða neitt þessa háttar sem um ræðir. „Ég er nú ekkert þannig. Ég er bara að velta því fyrir mér hvort við þurfum ekki að hugsa málið og vanda okkur til framtíðar.“En þú nefnir þarna sérstakan hóp. Viltu að hann sé kannaður umfram aðra?„Ég hugsa að stærsti hluti þeirra múslíma sem hingað koma til lands séu friðsamt og gott fólk. En mér finnst að við þurfum að taka þá umræðu. Hvernig við viljum tryggja að þessi mál verði í sem bestu lagi hjá okkur og að þessir erlendu gestir sem hingað vilja koma og setjast hér að búi í sátt og samlyndi við það samfélag sem hér er. Ekki að við þurfum að breyta okkar samfélagi til að verða eins og þeirra. Um það snýst þetta, að hér séu þau gildi sem við viljum lifa eftir. Að þau séu þau gildi sem ríki í þessu þjóðfélagi.“Áhyggjur af því að minnihluti þjóðar vilji úthýsa kristinni trú Ásmundur segist vera að tala um þau gildi sem hafa ríkt í þessu samfélagi „í þúsund ár og eru að hluta til bundin í stjórnarskrá“. „Það eru þessi algildu gildi um samfélag og að það sé byggt á kristinni trú. Ég hef áhyggjur af því að mikill minnihluti þjóðarinnar vilji úthýsa kristinni trú úr grunnskólum. Ég held að það sé ekki góð þróun. Ég veit ekki betur en að á Vesturlöndum þar sem kristin gildi eru undirstaða þjóðlífsins, þar ríkir mesti friðurinn. Við þurfum að viðhalda þeim friði.“ Hann segir að það hafi lengi verið vitað að margir útlendingar sem hingað koma eigi í vandræðum með að aðlagast landinu. „Þeir tala ekki málið og eru jafnvel ekki mikið á vinnumarkaði. Svo eru aðrir mjög duglegir sem hingað koma. Það er því allur gangur á því. Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af því fólki sem nær ekki að skjóta rótum og ekki tilbúið að sætta sig við þau gildi sem við viljum lifa eftir og viljum að gildi í þessu landi. Reyndar held ég að við séum ekki jafn djúpt sokkin eins og á Norðurlöndum þar sem fólk skráir ekki börnin sín, fer ekki með þau í skólann og þau dúkka svo upp í kerfinu þegar þau eru orðin átján eða nítján ára. Þá eru þau allt í einu til á pappírunum. Þetta er að gerast á Norðurlöndunum. Ég er því bara að velta því fram hvort við ættum ekki að birgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.“Tengist múslímum meira en öðrum Ásmundur segir að þau voðaverk sem framin eru víða um heim, meðal annars í Evrópu, séu alltaf að færast nær okkur og tengist múslímum meira en öðrum. „Þá er ekkert óeðlilegt að við viljum skoða það sérstaklega. Ef það er einhver ógn einhvers staðar – sem ég ætla þó ekki að ætla að sé – við fylgjum sömu þróun. Þetta mun allt koma hingað ef við erum svona föst í rásinni og pössum okkur ekki á því að lenda ekki í sömu óförum og aðrir. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Á Norðurlöndum hafa menn áttað sig á því að menn hefðu átt að grípa fyrr í taumana að láta ekki hópa mynda samfélög í samfélaginu. Það er það sem við hræðumst.“ Ásmundur spyr að lokum hvort einhverjar rannsóknir hafi verið gerðar um hvers konar útlendingar komi hingað til lands. „Við fáum hingað alls konar fólk, flóttamenn og hælisleitendur. Við Suðurnesjamenn vitum það að þar er misjafn sauður í mörgu fé. Ég er ekki endilega viss um að það að það sé neitt sérlega eftirsóknarvert að allt það fólk setjist hér að.“ Facebook-færsla Ásmundar Friðrikssonar í heild sinni: „Erum við örugg á Íslandi.Í Danmörku eins og um allan heim er hugurinn með Frönsku þjóðinni. Viðbjóðsleg hryðjuverk í nafni múslima er fordæmd. Ég velti fyrir mér hvort við séum óhult á Íslandi. Ég spyr; Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum? Hefur bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir "íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Mér hefur ekki áður dottið í hug að spyrja slíkra spurninga því ég trúi alltaf á það góða í öllu fólki en það á ekki lengur við þegar öryggi þjóðarinnar er undir.“ Flóttamenn Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
„Hefur bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima.“ Að þessu spyr Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í færslu á Facebook-síðu sinni. Aðspurður um að gefa nánari skýringar á orðunum segist Ásmundur í samtali við Vísi aðallega vera að varpa fram spurningum til að vekja umræðu um þessi mál. Færsla Ásmundar kemur í framhaldi af hryðjuverkunum í París í síðustu viku þar sem hann spyr hvort Íslendingar séu „óhultir“. „Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum,“ spyr Ásmundur. Þingmaðurinn segist sjálfur ekki vita hvernig lögreglan á Íslandi sé í stakk búin ef Íslendingar myndu lenda í voðaverkum á borð við þau sem áttu sér stað í Frakklandi. „Það var nú séð til þess að við skiluðum einhverjum vopnum sem Norðmenn ætluðu að aumka sér yfir okkur og gefa okkur.“ Segir hann að í þeirri umræðu hafi komið í ljós að íslenska lögreglan væri ekkert sérlega vel búin til að takast á við erfið mál, kæmu þau upp, sem hann vonast þó til að verði aldrei.En viltu sjálfur að slík rannsókn sem þú nefnir í færslunni fari fram?„Ég er bara að varpa þessu fram. Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leynist slíkt fólk. Ég hef ekki hugmynd um það. Mér finnst að við eigum að taka umræðuna um það. Hvað við viljum gera og hvernig við viljum standa að þessu. Ég spyr bara hvort við höfum gert eitthvað í þessu. Getum við það? Hvað býður löggjöfin upp á?“ Ásmundur tekur fram að þetta sé ekki rasismi eða neitt þessa háttar sem um ræðir. „Ég er nú ekkert þannig. Ég er bara að velta því fyrir mér hvort við þurfum ekki að hugsa málið og vanda okkur til framtíðar.“En þú nefnir þarna sérstakan hóp. Viltu að hann sé kannaður umfram aðra?„Ég hugsa að stærsti hluti þeirra múslíma sem hingað koma til lands séu friðsamt og gott fólk. En mér finnst að við þurfum að taka þá umræðu. Hvernig við viljum tryggja að þessi mál verði í sem bestu lagi hjá okkur og að þessir erlendu gestir sem hingað vilja koma og setjast hér að búi í sátt og samlyndi við það samfélag sem hér er. Ekki að við þurfum að breyta okkar samfélagi til að verða eins og þeirra. Um það snýst þetta, að hér séu þau gildi sem við viljum lifa eftir. Að þau séu þau gildi sem ríki í þessu þjóðfélagi.“Áhyggjur af því að minnihluti þjóðar vilji úthýsa kristinni trú Ásmundur segist vera að tala um þau gildi sem hafa ríkt í þessu samfélagi „í þúsund ár og eru að hluta til bundin í stjórnarskrá“. „Það eru þessi algildu gildi um samfélag og að það sé byggt á kristinni trú. Ég hef áhyggjur af því að mikill minnihluti þjóðarinnar vilji úthýsa kristinni trú úr grunnskólum. Ég held að það sé ekki góð þróun. Ég veit ekki betur en að á Vesturlöndum þar sem kristin gildi eru undirstaða þjóðlífsins, þar ríkir mesti friðurinn. Við þurfum að viðhalda þeim friði.“ Hann segir að það hafi lengi verið vitað að margir útlendingar sem hingað koma eigi í vandræðum með að aðlagast landinu. „Þeir tala ekki málið og eru jafnvel ekki mikið á vinnumarkaði. Svo eru aðrir mjög duglegir sem hingað koma. Það er því allur gangur á því. Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af því fólki sem nær ekki að skjóta rótum og ekki tilbúið að sætta sig við þau gildi sem við viljum lifa eftir og viljum að gildi í þessu landi. Reyndar held ég að við séum ekki jafn djúpt sokkin eins og á Norðurlöndum þar sem fólk skráir ekki börnin sín, fer ekki með þau í skólann og þau dúkka svo upp í kerfinu þegar þau eru orðin átján eða nítján ára. Þá eru þau allt í einu til á pappírunum. Þetta er að gerast á Norðurlöndunum. Ég er því bara að velta því fram hvort við ættum ekki að birgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.“Tengist múslímum meira en öðrum Ásmundur segir að þau voðaverk sem framin eru víða um heim, meðal annars í Evrópu, séu alltaf að færast nær okkur og tengist múslímum meira en öðrum. „Þá er ekkert óeðlilegt að við viljum skoða það sérstaklega. Ef það er einhver ógn einhvers staðar – sem ég ætla þó ekki að ætla að sé – við fylgjum sömu þróun. Þetta mun allt koma hingað ef við erum svona föst í rásinni og pössum okkur ekki á því að lenda ekki í sömu óförum og aðrir. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Á Norðurlöndum hafa menn áttað sig á því að menn hefðu átt að grípa fyrr í taumana að láta ekki hópa mynda samfélög í samfélaginu. Það er það sem við hræðumst.“ Ásmundur spyr að lokum hvort einhverjar rannsóknir hafi verið gerðar um hvers konar útlendingar komi hingað til lands. „Við fáum hingað alls konar fólk, flóttamenn og hælisleitendur. Við Suðurnesjamenn vitum það að þar er misjafn sauður í mörgu fé. Ég er ekki endilega viss um að það að það sé neitt sérlega eftirsóknarvert að allt það fólk setjist hér að.“ Facebook-færsla Ásmundar Friðrikssonar í heild sinni: „Erum við örugg á Íslandi.Í Danmörku eins og um allan heim er hugurinn með Frönsku þjóðinni. Viðbjóðsleg hryðjuverk í nafni múslima er fordæmd. Ég velti fyrir mér hvort við séum óhult á Íslandi. Ég spyr; Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum? Hefur bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir "íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Mér hefur ekki áður dottið í hug að spyrja slíkra spurninga því ég trúi alltaf á það góða í öllu fólki en það á ekki lengur við þegar öryggi þjóðarinnar er undir.“
Flóttamenn Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira