Enski boltinn

Bara stafrófið skilur á milli Chelsea og Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chelsea-menn voru orðnir svolítið pirraðir í seinni hálfleiknum.
Chelsea-menn voru orðnir svolítið pirraðir í seinni hálfleiknum. Vísir/Getty
Chelsea og Manchester City eru efst og jöfn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir leikina í 20. umferðinni sem fór öll fram í dag, nýársdag.

Chelsea var með þriggja stiga og þriggja marka forskot á Manchester City þegar nýtt ár rann í garð en mögnuð úrslit dagsins sáu til þess að bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar eru nú nákvæmlega jöfn.

Manchester City vann fyrst 3-2 sigur á Sunderland og var því búið að ná Chelsea að stigum en var ennþá tveimur mörkum á eftir í markatölu.

Tveggja marka tap Chelsea á móti Tottenham á White Hart Lane, 5-3, þýddi hinsvegar að liðin voru með jafnmörg stig og nákvæmlega sömu markatölu, 44-19.

Tottenham komst tvisvar þremur mörkum yfir í leiknum en þau úrslit hefðu séð til þess að Chelsea hefði misst toppsætið til Manchester City.

Chelsea og Manchester City eru jafnframt með níu stigum meira en liðið í þriðja sæti sem er Manchester United.

Fimm efstu lið deildarinnar:

1Chelsea20144244 - 1946
2Manchester City20144244 - 1946
3Manchester United20107334 - 2037
4Southampton20113634 - 1536
5Tottenham20104629 - 2734

Tengdar fréttir

Lampard tryggði City sigur á Sunderland

Frank Lampard kom inná sem varamaður og tryggði Manchester City 3-2 sigur á Sunderland í fyrsta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á nýju ári. Manchester City náði Chelsea að stigum en Chelsea-liðið á leik inni seinna í kvöld.

Sögulegt klúður hjá Liverpool í dag

Liverpool tókst ekki að ná í öll þrjú stigin á móti botnliði Leicester í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þrátt fyrir að komast í 2-0 í þessum fyrsta leik liðsins á árinu 2015.

Pellegrini: Lampard er mikilvægur fyrir okkur

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, gat þakkað lánsmanninum Frank Lampard að City-liðið fékk öll stigin á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag en Lampard skoraði sigurmarkið aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður.

Ákvörðun Lampard ekki vinsæl í New York

Frank Lampard gladdi stuðningsmenn Manchester City með því að ákveða að klára tímabilið með liðinu en menn í New York eru hinsvegar allt annað en sáttir með að stjörnuleikmaður liðsins láti ekki sjá sig fyrr en í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×