Enski boltinn

Bony tryggði Swansea stig | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór í baráttunni í dag.
Gylfi Þór í baráttunni í dag. Vísir/Getty
Wilfried Bony kom inn á sem varamaður og sá til þess að hans menn í Swansea fengu eitt stig gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Bony var óvænt á bekknum en kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum og tryggði jafnteflið með laglegu skoti undir lok leiksins. Leroy Fer hafði komið QPR yfir með þrumufleyg í fyrri hálfleik.

Swansea var þá þegar búið að missa Wayne Routledge af velli með rautt spjald sem hann fékk fyrir ofsafengin viðbrögð við tæklingu Karl Henry. Fyrr í leiknum slapp Robert Green, markvörður QPR, við rautt spjald en hann virtist hafa handleikið boltann utan teigs.

Gylfi Þór var að venju í byrjunarliði Swansea en Garry Monk, stjóri liðsins, ákvað að veðja fremur á Bafetimbi Gomis í fremstu víglínu fremur en markahrókinn Bony, sem sat á bekknum.

Gylfi og Gomis náðu ekki nógu vel saman í leiknum og var sá fyrrnefndi tekinn af velli þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum fyrir Bony.

Bony hefur verið sterklega orðaður við Manchester City að undanförnu en þetta var hans níunda mark fyrir Swansea á tímabilinu - og mögulega það síðasta.

Leroy Fer kom QPR yfir með glæsilegu marki: Wilfried Bony kom inn á sem varamaður og skoraði jöfnunarmark Swansea:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×