Enski boltinn

Sjáðu lygilegt mark Mané eftir skógarhlaup Szczesny

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Southampton komst í 1-0 forystu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag með lygilegu marki framherjans Sadio Mané.

James Ward-Prowse átti langa sendingu fram á Mané þegar Wojciech Szczesny ákvað að hlaupa út úr markinu til að verða fyrri til að ná til boltans. Það tókst ekki og Mané vippaði boltanum afar laglega yfir pólska markvörðinn úr þröngu færi.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki ánægður með sína menn í þessu atviki og lái honum hver sem vill.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×