Enski boltinn

Mistök Szczesny reyndust dýrkeypt | Sjáðu mörkin

Wojciech Szczesny átti erfiðan dag í marki Arsenal.
Wojciech Szczesny átti erfiðan dag í marki Arsenal. Vísir/Getty
Southampton er komið með þriggja stiga forystu á Arsenal í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur í leik liðanna í dag.

Sadio Mané og Dusan Tadic skoruðu mörk Southampton en þau má sjá hér fyrir neðan. Það fyrra skoraði Mané eftir skógarhlaup Wojciech Szczesny og Tadic það síðara eftir misheppnaða hreinsun pólska markvarðarins.

Szczesny fékk þó litla hjálp frá varnarmönnum sínum í báðum mörkum og heldur því vandræðagangur liðsins í öftustu línu áfram. Það kæmi ekki á óvart ef að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, myndi kaupa nýjan varnarmann í mánuðinum.

Mané fór svo meiddur af velli áður en fyrri hálfleik lauk en bæði lið fengu tækifæri til að skora eftir síðara mark heimamanna.

Sadio Mané skoraði ótrúlegt mark á 34. mínútu eftir skógarhlaup Szczesny: Dusan Tadic skoraði annað mark Southampton á 56. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×