Erlent

Lögreglumaður lést eftir skotárás suður af París

Atli Ísleifsson skrifar
Árásarmaðurinn skaut úr sjálfvirkri byssu.
Árásarmaðurinn skaut úr sjálfvirkri byssu. Vísir/AFP
Lögreglukona lést og annar maður særðist eftir að maður hóf skothríð suður af París í morgun.

Í frétt Sky segir að árásin hafi átt sér stað nærri Porte de Chatillon, suður af París, í morgun. Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirka byssu, MP5.

Lögregla var kölluð á vettvang vegna áreksturs í morgun þegar maðurinn hóf skothríð og skaut lögreglukonuna í bakið. Að sögn er sá sem særðist í árásinni starfsmaður sá vegum sveitarfélagsins.

Sky segir að 53 ára karlmaður hafi verið handtekinn vegna málsins og er árásin ekki talin tengjast hryðjuverkunum á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo.

Sjá einnig Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir.


Tengdar fréttir

Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir

Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×