Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 15:59 Halldór Baldursson efast um að til sé það land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland. Vísir/GVA „Ég er í hálfgerði sjokki Ég er enn að melta þetta. Að einhver skuli ráðast með svona svívirðilegum hætti á sjálft málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd, skopmyndateikningar... Ég er enn að melta þetta,“ segir Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Fréttablaðsins, í samtali við Vísi. „Að einhverjum skuli detta þetta í hug – og ekki í fyrsta sinn þar sem þetta kemur í beinu framhaldi af atburðunum tengdum Jyllands-Posten árið 2005 – og þetta skuli hafa sprungið út í þessu voðaverki. Ég er enn að melta það, hvernig það geti gerst,“ segir Halldór. Halldór segist ekki hafa þekkt persónulega til þessara teiknara sem létust í árásinni. „En þetta eru einhverjir þekktustu teiknararnir í Frakklandi og þarna ríkir mikil hefð fyrir skopmyndatekningum. Ég efast um að til sé land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland, þar sem hefðin er jafn rík og hvar meiri virðing sé borin fyrir þessum tjáningarmiðli. Það er þá kannski ekki tilviljun að svona tilræði komi einmitt þarna fram. Ég skal ekki segja.“ Halldór segist draga þá ályktun að árásin tengist á einhvern hátt trúarbrögðum og að það sé alveg skýrt í hans huga að trúarbrögð falli undir málaflokk sem má gagnrýna. „Þetta eru samfélagslegar stofnanir og nátengdar pólitík og lífi fólks. Auðvitað eiga skopmyndir að fjalla um trúarbrögð og gagnrýna. Það var eiginlega sorglegt í eftirmála Jyllands Posten-málsins að fólk skyldi ekki standa einhuga á bakvið teiknarana sem þar voru. Við sjáum nú hvað er mikilvægt að standa vörð um tjáningarfrelsið og fá að skopast með hvaða opinbert og samfélagslegt mál sem er.“Ertu sjálfur byrjaður að huga að þeirri mynd sem mun birtast í Fréttablaðinu á morgun?„Já, ég er komin með myndina í kollinn. Við skulum bara bíða og sjá til. Kannski skipti ég um skoðun.“ Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
„Ég er í hálfgerði sjokki Ég er enn að melta þetta. Að einhver skuli ráðast með svona svívirðilegum hætti á sjálft málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd, skopmyndateikningar... Ég er enn að melta þetta,“ segir Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Fréttablaðsins, í samtali við Vísi. „Að einhverjum skuli detta þetta í hug – og ekki í fyrsta sinn þar sem þetta kemur í beinu framhaldi af atburðunum tengdum Jyllands-Posten árið 2005 – og þetta skuli hafa sprungið út í þessu voðaverki. Ég er enn að melta það, hvernig það geti gerst,“ segir Halldór. Halldór segist ekki hafa þekkt persónulega til þessara teiknara sem létust í árásinni. „En þetta eru einhverjir þekktustu teiknararnir í Frakklandi og þarna ríkir mikil hefð fyrir skopmyndatekningum. Ég efast um að til sé land sem flaggi skopmyndum jafn mikið og Frakkland, þar sem hefðin er jafn rík og hvar meiri virðing sé borin fyrir þessum tjáningarmiðli. Það er þá kannski ekki tilviljun að svona tilræði komi einmitt þarna fram. Ég skal ekki segja.“ Halldór segist draga þá ályktun að árásin tengist á einhvern hátt trúarbrögðum og að það sé alveg skýrt í hans huga að trúarbrögð falli undir málaflokk sem má gagnrýna. „Þetta eru samfélagslegar stofnanir og nátengdar pólitík og lífi fólks. Auðvitað eiga skopmyndir að fjalla um trúarbrögð og gagnrýna. Það var eiginlega sorglegt í eftirmála Jyllands Posten-málsins að fólk skyldi ekki standa einhuga á bakvið teiknarana sem þar voru. Við sjáum nú hvað er mikilvægt að standa vörð um tjáningarfrelsið og fá að skopast með hvaða opinbert og samfélagslegt mál sem er.“Ertu sjálfur byrjaður að huga að þeirri mynd sem mun birtast í Fréttablaðinu á morgun?„Já, ég er komin með myndina í kollinn. Við skulum bara bíða og sjá til. Kannski skipti ég um skoðun.“
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira