Dagný í Selfoss Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2015 17:42 Dagný kemur til með að styrkja lið Selfoss gríðarlega. vísir/daníel Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er gengin á ný í raðir Selfoss og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Sunnlenska.is greinir frá þessu.Dagný varð þýskur meistari með Bayern München á dögunum og til stóð að hún myndi skrifa undir samning við lið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hlutirnir breyttust hins vegar fljótt en liðin í bandarísku deildinni voru ósátt að Dagný þyrfti ekki að fara í gegnum formlegt valferli eins og aðrir leikmenn. Óvissan heillaði ekki og Dagný ákvað því að snúa aftur til Selfoss sem hún lék með síðasta sumar. "Þeir sem eru yfir deildinni buðu mér að fara í gegnum lotterí, þar sem liðið í níunda sæti fengi níu kúlur í pottinum, liðið í áttunda sæti átta kúlur og svo framvegis. Svo yrði dregið um það í hvaða lið ég færi og ég þyrfti að vera þar í eitt og hálft ár. Ég var ekki tilbúin í það því ég vildi vita í hvaða lið ég væri að fara," sagði Dagný í samtali við Sunnlenska.is. „Þetta kom í ljós klukkan tíu í gærkvöldi og ég svaf ekkert í nótt. Ég var búin að segja nei við öll liðin á Íslandi, í Þýskalandi og eitt lið í Svíþjóð. Ég hringdi í Gunna [Selfossþjálfara] í gærkvöldi og spurði hvort ég mætti koma í Selfoss því mig langaði til þess að spila fótbolta. „Ég er ennþá atvinnumaður þó að ég sé hérna, ég veit ekki hvert næsta skref verður, hvort ég fer út í júlíglugganum eða á næsta ári. En ég var að minnsta kosti ekki tilbúin til þess að spila ekkert þangað til 15. júlí. „Ég veit að hverju ég geng á Selfossi, þetta er einn af toppklúbbunum á Íslandi með toppstelpum og frábærri aðstöðu og Gunni er toppþjálfari og hvernig hugsað er um liðið er frábært. Svo verður bara að koma í ljós seinna í sumar hvort ég fer eitthvað annað í júlíglugganum."Selfoss tapaði 2-0 fyrir Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í gær og því er Dagný kærkomin viðbót við liðið. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Selfoss 2-0 | Fylkir fer vel af stað Draumamark Huldu Hrundar og skalli Berglindar Bjargar tryggðu Fylki sigur á Selfoss. 14. maí 2015 16:30 Dagný þýskur meistari með Bayern Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru þýskir deildarmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á SGS Essen í dag. Wolfsburg tapaði stigum og því Bayern meistari. 10. maí 2015 13:59 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er gengin á ný í raðir Selfoss og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Sunnlenska.is greinir frá þessu.Dagný varð þýskur meistari með Bayern München á dögunum og til stóð að hún myndi skrifa undir samning við lið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hlutirnir breyttust hins vegar fljótt en liðin í bandarísku deildinni voru ósátt að Dagný þyrfti ekki að fara í gegnum formlegt valferli eins og aðrir leikmenn. Óvissan heillaði ekki og Dagný ákvað því að snúa aftur til Selfoss sem hún lék með síðasta sumar. "Þeir sem eru yfir deildinni buðu mér að fara í gegnum lotterí, þar sem liðið í níunda sæti fengi níu kúlur í pottinum, liðið í áttunda sæti átta kúlur og svo framvegis. Svo yrði dregið um það í hvaða lið ég færi og ég þyrfti að vera þar í eitt og hálft ár. Ég var ekki tilbúin í það því ég vildi vita í hvaða lið ég væri að fara," sagði Dagný í samtali við Sunnlenska.is. „Þetta kom í ljós klukkan tíu í gærkvöldi og ég svaf ekkert í nótt. Ég var búin að segja nei við öll liðin á Íslandi, í Þýskalandi og eitt lið í Svíþjóð. Ég hringdi í Gunna [Selfossþjálfara] í gærkvöldi og spurði hvort ég mætti koma í Selfoss því mig langaði til þess að spila fótbolta. „Ég er ennþá atvinnumaður þó að ég sé hérna, ég veit ekki hvert næsta skref verður, hvort ég fer út í júlíglugganum eða á næsta ári. En ég var að minnsta kosti ekki tilbúin til þess að spila ekkert þangað til 15. júlí. „Ég veit að hverju ég geng á Selfossi, þetta er einn af toppklúbbunum á Íslandi með toppstelpum og frábærri aðstöðu og Gunni er toppþjálfari og hvernig hugsað er um liðið er frábært. Svo verður bara að koma í ljós seinna í sumar hvort ég fer eitthvað annað í júlíglugganum."Selfoss tapaði 2-0 fyrir Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í gær og því er Dagný kærkomin viðbót við liðið.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Selfoss 2-0 | Fylkir fer vel af stað Draumamark Huldu Hrundar og skalli Berglindar Bjargar tryggðu Fylki sigur á Selfoss. 14. maí 2015 16:30 Dagný þýskur meistari með Bayern Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru þýskir deildarmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á SGS Essen í dag. Wolfsburg tapaði stigum og því Bayern meistari. 10. maí 2015 13:59 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Selfoss 2-0 | Fylkir fer vel af stað Draumamark Huldu Hrundar og skalli Berglindar Bjargar tryggðu Fylki sigur á Selfoss. 14. maí 2015 16:30
Dagný þýskur meistari með Bayern Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru þýskir deildarmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á SGS Essen í dag. Wolfsburg tapaði stigum og því Bayern meistari. 10. maí 2015 13:59