Þýskur geimfari um borð í alþjóðlegu geimstöðinni birti mynd á Twitter-síðu sinni af átakasvæðinu í kvöld. Hana má sjá hér að neðan en geimfarinn, Alexander Gerst, segir að sprengingar og flugskeyti sjáist nú úr geimnum. Efst á myndinni er Miðjarðarhaf, norður er til hægri og suður til vinstri.
Hermenn IDF skutu meðal annars á eina orkuver Gaza í dag ásamt því að halda úti kröftugum loftárásum á Khan Younis með þeim afleiðingum að sex manns létu lífið og að minnsta kosti 20 særðust. Hafa því um 655 manns látið lífið síðan átökin hófust, þar af 160 börn. Rúmlega 4220 manns hafa særst.
Samkvæmt yfirvöldum á Gaza hafa 475 hús verið lögð í eyði og önnur 2600 skemmst svo einhverju nemur frá því að átökin hófust. Ísraelski herinn hefur einnig skotið á 46 skóla, 56 moskur og sjö sjúkrahús.
Alls féllu þrír ísraelskir hermenn í átökum dagsins. Hafa því alls 32 hermenn úr röðum IDF látið lífið. Tælenskur bóndi í Ísrael féll einnig eftir að hafa orðið fyrir loftskeyti Hamas.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur nú yfirgefið Ísrael eftir að hafa setið fundi með Mahmoud Abbas, forseti Paelstínu og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Engar kúvendingar virðist í vændum á afstöðu ríkjanna til átakana og því litlar líkur taldar á vopnahlé að svo stöddu.
My saddest photo yet. From #ISS we can actually see explosions and rockets flying over #Gaza & #Israel pic.twitter.com/jNGWxHilSy
— Alexander Gerst (@Astro_Alex) July 23, 2014
Mein traurigstes Foto: von der #ISS aus sehen wir Explosionen und Raketen über #Gaza und #Israel pic.twitter.com/xRERusouyk
— Alexander Gerst (@Astro_Alex) July 23, 2014