Þrýstingur eykst um að friður komist á Linda Blöndal skrifar 22. júlí 2014 19:05 Mikill alþjóðlegur þrýstingur er nú á Ísraelsstjórn og Hamas um að semja frið og hefur Bandaríkjastjórn blandað sér mjög ákveðið í málið í tilraunum til að stöðva stríðið. Enn falla óbreyttir á Gaza. Amnesty krefst rannsóknar Fallnir nálgast sex hundruð og særðir eru rúmlega 3600, segja heilbrigðisyfirvöld á Gaza. Hermenn Ísraels sem hafa látið lífið í átökum við Hamas fjölgar og eru orðnir 27. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir. Snemma í morgun urðu nokkrar moskur fyrir loftárás og mikið áfall varð þegar árás eyðilagði vatnsleiðslur á Gaza Leiðtogar Bandaríkjanna og Arabaríkja funda John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna ræddu saman í dag til Kaíró í Egyptalandi og beindu báðir skilaboðum sínum sérstaklega til Hamas um að samþykkja vopnahlé. Nabil al-Arabi, leiðtogi Arababandalagsins gerir hið sama en hernaðararmur Hamas hafnaði tillögu Egypta í liðinni viku um slíkt þar sem það myndi innsigla algeran ósigur gagnvart Ísraelum auk þess sem Hamas hefur sett skilyrði um frelsun fanga fyrir vopnahlé. Hernaðararmur Hamas ber ekki traust til Egypta sem milliliðs til að semja um frið. Bandaríkjastjórn ákvað að veita rúmlega 5 milljörðum króna til neyðaraðstoðar á Gaza. Hún hefur einnig sent einn helsta samningamann sinn til Cairo þar sem hann mun næstu daga ræða við ráðamenn og Nabil al-Arabi, leiðtoga Arababandalagsins en Kerry ræddi við hann strax í dag. Hamas meðal verstu hryðjuverkasamtaka segir Netanyahu Ban Ki Moon fór hins vegar í dag til Ísraels til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og ráðamenn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ban Ki Moon hefur sagt að nauðsynlegt sé að létta á hömlum gagnvart Gazabúum. Hann sagði að horfa þyrfti dýpra á vandann, hann bað stríðandi fylkingar að hætta að berjast og tala saman. Netanyahu líkti Hamas við verstu hryðuverkasamtök heims eins og Isis, A l-Qaida og Boko Haram. Fleiri erlend stjórnvöld voru í dag hvött til að beita sér og Palestínumenn í Berlín fóru til að mynda út á götu og hvöttu stjórnvöld landsins til að styðja þá. Á meðan var á Vesturbakkanum haldin táknræn minningarathöfn en þar er farið að örla á vaxandi spennu milli Ísraels og Palestínumanna. Gasa Mið-Austurlönd Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Mikill alþjóðlegur þrýstingur er nú á Ísraelsstjórn og Hamas um að semja frið og hefur Bandaríkjastjórn blandað sér mjög ákveðið í málið í tilraunum til að stöðva stríðið. Enn falla óbreyttir á Gaza. Amnesty krefst rannsóknar Fallnir nálgast sex hundruð og særðir eru rúmlega 3600, segja heilbrigðisyfirvöld á Gaza. Hermenn Ísraels sem hafa látið lífið í átökum við Hamas fjölgar og eru orðnir 27. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir. Snemma í morgun urðu nokkrar moskur fyrir loftárás og mikið áfall varð þegar árás eyðilagði vatnsleiðslur á Gaza Leiðtogar Bandaríkjanna og Arabaríkja funda John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna ræddu saman í dag til Kaíró í Egyptalandi og beindu báðir skilaboðum sínum sérstaklega til Hamas um að samþykkja vopnahlé. Nabil al-Arabi, leiðtogi Arababandalagsins gerir hið sama en hernaðararmur Hamas hafnaði tillögu Egypta í liðinni viku um slíkt þar sem það myndi innsigla algeran ósigur gagnvart Ísraelum auk þess sem Hamas hefur sett skilyrði um frelsun fanga fyrir vopnahlé. Hernaðararmur Hamas ber ekki traust til Egypta sem milliliðs til að semja um frið. Bandaríkjastjórn ákvað að veita rúmlega 5 milljörðum króna til neyðaraðstoðar á Gaza. Hún hefur einnig sent einn helsta samningamann sinn til Cairo þar sem hann mun næstu daga ræða við ráðamenn og Nabil al-Arabi, leiðtoga Arababandalagsins en Kerry ræddi við hann strax í dag. Hamas meðal verstu hryðjuverkasamtaka segir Netanyahu Ban Ki Moon fór hins vegar í dag til Ísraels til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og ráðamenn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ban Ki Moon hefur sagt að nauðsynlegt sé að létta á hömlum gagnvart Gazabúum. Hann sagði að horfa þyrfti dýpra á vandann, hann bað stríðandi fylkingar að hætta að berjast og tala saman. Netanyahu líkti Hamas við verstu hryðuverkasamtök heims eins og Isis, A l-Qaida og Boko Haram. Fleiri erlend stjórnvöld voru í dag hvött til að beita sér og Palestínumenn í Berlín fóru til að mynda út á götu og hvöttu stjórnvöld landsins til að styðja þá. Á meðan var á Vesturbakkanum haldin táknræn minningarathöfn en þar er farið að örla á vaxandi spennu milli Ísraels og Palestínumanna.
Gasa Mið-Austurlönd Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira