Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2014 08:52 Margir samverkandi þættir hafa valdið því að ebóla varð að heimsfaraldri, að sögn Piot. Vísir/AFP Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segist í samtali við Guardian óttast óhugsandi harmleik vegna útbreiðslu sjúkdómsins. Piot var í teymi vísindamanna sem starfaði í Antwerpen og uppgötvaði ebóluveiruna í kjölfar þess að flugmaður kom með blóðsýni í Thermos-könnu á rannsóknarstofuna. Sýnið var úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða en Piot fór síðan til Zaire til frekari rannsókna. Hann var sá sem gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Í viðtalinu segir Piot að hann hafi ekki búist við því að ebóla kæmi til með að breiðast út um heiminn og verða að faraldri: „Ég hélt alltaf að ebóla, borin saman við HIV-veiruna eða malaríu, yrði ekki svo mikið vandamál vegna þess hversu staðbundin smitin voru. Þar af leiðandi náði veiran ekki mikilli útbreiðslu en í júní varð mér ljóst að eitthvað væri öðruvísi nú.“Peter Piot, belgíski læknirinn sem uppgötvaði ebólu árið 1976.Vísir/GettyLíklegt að veiran stökkbreyti sér og breiðist hraðar út Piot segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að ebóla hefur orðið að faraldri. Bæði hafi skrifstofur Alþjóðaheilbrigðisstofnunar í Afríku verið illa mannaðar auk þess sem höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf hafi þurft að þola mikinn niðurskurð. Þá hafi sum löndin þar sem sjúkdómurinn kom upp og tók að breiðast út glímt við mjög ótryggt ástand í stjórnmálum vegna borgarastyrjalda. Læknar hafi því flúið í umvörpum og tekur hann sem dæmi að í Líberíu hafi aðeins verið starfandi 51 læknir árið 2010. Síðan þá hafi margir þeirra dáið vegna ebólu. Aðspurður hvort að alþjóðasamfélagið hafi hreinlega misst stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins segir Piot: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og við verðum hreinlega að reyna allt. Það er gott að Bandaríkin og nokkur önnur lönd séu byrjuð að hjálpa til en lönd á borð við Belgíu og Þýskaland verða að gera miklu meira. Það verður öllum að vera ljóst að þetta er ekki lengur bara faraldur heldur algjört neyðarástand.“ Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt vegna þess að fleiri séu sífellt að smitast, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segir að þá yrði um enn meiri harmleik að ræða en nú. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segist í samtali við Guardian óttast óhugsandi harmleik vegna útbreiðslu sjúkdómsins. Piot var í teymi vísindamanna sem starfaði í Antwerpen og uppgötvaði ebóluveiruna í kjölfar þess að flugmaður kom með blóðsýni í Thermos-könnu á rannsóknarstofuna. Sýnið var úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða en Piot fór síðan til Zaire til frekari rannsókna. Hann var sá sem gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Í viðtalinu segir Piot að hann hafi ekki búist við því að ebóla kæmi til með að breiðast út um heiminn og verða að faraldri: „Ég hélt alltaf að ebóla, borin saman við HIV-veiruna eða malaríu, yrði ekki svo mikið vandamál vegna þess hversu staðbundin smitin voru. Þar af leiðandi náði veiran ekki mikilli útbreiðslu en í júní varð mér ljóst að eitthvað væri öðruvísi nú.“Peter Piot, belgíski læknirinn sem uppgötvaði ebólu árið 1976.Vísir/GettyLíklegt að veiran stökkbreyti sér og breiðist hraðar út Piot segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að ebóla hefur orðið að faraldri. Bæði hafi skrifstofur Alþjóðaheilbrigðisstofnunar í Afríku verið illa mannaðar auk þess sem höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf hafi þurft að þola mikinn niðurskurð. Þá hafi sum löndin þar sem sjúkdómurinn kom upp og tók að breiðast út glímt við mjög ótryggt ástand í stjórnmálum vegna borgarastyrjalda. Læknar hafi því flúið í umvörpum og tekur hann sem dæmi að í Líberíu hafi aðeins verið starfandi 51 læknir árið 2010. Síðan þá hafi margir þeirra dáið vegna ebólu. Aðspurður hvort að alþjóðasamfélagið hafi hreinlega misst stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins segir Piot: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og við verðum hreinlega að reyna allt. Það er gott að Bandaríkin og nokkur önnur lönd séu byrjuð að hjálpa til en lönd á borð við Belgíu og Þýskaland verða að gera miklu meira. Það verður öllum að vera ljóst að þetta er ekki lengur bara faraldur heldur algjört neyðarástand.“ Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt vegna þess að fleiri séu sífellt að smitast, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segir að þá yrði um enn meiri harmleik að ræða en nú.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent