Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2014 08:52 Margir samverkandi þættir hafa valdið því að ebóla varð að heimsfaraldri, að sögn Piot. Vísir/AFP Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segist í samtali við Guardian óttast óhugsandi harmleik vegna útbreiðslu sjúkdómsins. Piot var í teymi vísindamanna sem starfaði í Antwerpen og uppgötvaði ebóluveiruna í kjölfar þess að flugmaður kom með blóðsýni í Thermos-könnu á rannsóknarstofuna. Sýnið var úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða en Piot fór síðan til Zaire til frekari rannsókna. Hann var sá sem gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Í viðtalinu segir Piot að hann hafi ekki búist við því að ebóla kæmi til með að breiðast út um heiminn og verða að faraldri: „Ég hélt alltaf að ebóla, borin saman við HIV-veiruna eða malaríu, yrði ekki svo mikið vandamál vegna þess hversu staðbundin smitin voru. Þar af leiðandi náði veiran ekki mikilli útbreiðslu en í júní varð mér ljóst að eitthvað væri öðruvísi nú.“Peter Piot, belgíski læknirinn sem uppgötvaði ebólu árið 1976.Vísir/GettyLíklegt að veiran stökkbreyti sér og breiðist hraðar út Piot segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að ebóla hefur orðið að faraldri. Bæði hafi skrifstofur Alþjóðaheilbrigðisstofnunar í Afríku verið illa mannaðar auk þess sem höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf hafi þurft að þola mikinn niðurskurð. Þá hafi sum löndin þar sem sjúkdómurinn kom upp og tók að breiðast út glímt við mjög ótryggt ástand í stjórnmálum vegna borgarastyrjalda. Læknar hafi því flúið í umvörpum og tekur hann sem dæmi að í Líberíu hafi aðeins verið starfandi 51 læknir árið 2010. Síðan þá hafi margir þeirra dáið vegna ebólu. Aðspurður hvort að alþjóðasamfélagið hafi hreinlega misst stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins segir Piot: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og við verðum hreinlega að reyna allt. Það er gott að Bandaríkin og nokkur önnur lönd séu byrjuð að hjálpa til en lönd á borð við Belgíu og Þýskaland verða að gera miklu meira. Það verður öllum að vera ljóst að þetta er ekki lengur bara faraldur heldur algjört neyðarástand.“ Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt vegna þess að fleiri séu sífellt að smitast, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segir að þá yrði um enn meiri harmleik að ræða en nú. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segist í samtali við Guardian óttast óhugsandi harmleik vegna útbreiðslu sjúkdómsins. Piot var í teymi vísindamanna sem starfaði í Antwerpen og uppgötvaði ebóluveiruna í kjölfar þess að flugmaður kom með blóðsýni í Thermos-könnu á rannsóknarstofuna. Sýnið var úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða en Piot fór síðan til Zaire til frekari rannsókna. Hann var sá sem gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Í viðtalinu segir Piot að hann hafi ekki búist við því að ebóla kæmi til með að breiðast út um heiminn og verða að faraldri: „Ég hélt alltaf að ebóla, borin saman við HIV-veiruna eða malaríu, yrði ekki svo mikið vandamál vegna þess hversu staðbundin smitin voru. Þar af leiðandi náði veiran ekki mikilli útbreiðslu en í júní varð mér ljóst að eitthvað væri öðruvísi nú.“Peter Piot, belgíski læknirinn sem uppgötvaði ebólu árið 1976.Vísir/GettyLíklegt að veiran stökkbreyti sér og breiðist hraðar út Piot segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að ebóla hefur orðið að faraldri. Bæði hafi skrifstofur Alþjóðaheilbrigðisstofnunar í Afríku verið illa mannaðar auk þess sem höfuðstöðvar stofnunarinnar í Genf hafi þurft að þola mikinn niðurskurð. Þá hafi sum löndin þar sem sjúkdómurinn kom upp og tók að breiðast út glímt við mjög ótryggt ástand í stjórnmálum vegna borgarastyrjalda. Læknar hafi því flúið í umvörpum og tekur hann sem dæmi að í Líberíu hafi aðeins verið starfandi 51 læknir árið 2010. Síðan þá hafi margir þeirra dáið vegna ebólu. Aðspurður hvort að alþjóðasamfélagið hafi hreinlega misst stjórn á útbreiðslu sjúkdómsins segir Piot: „Ég hef alltaf verið bjartsýnismaður og við verðum hreinlega að reyna allt. Það er gott að Bandaríkin og nokkur önnur lönd séu byrjuð að hjálpa til en lönd á borð við Belgíu og Þýskaland verða að gera miklu meira. Það verður öllum að vera ljóst að þetta er ekki lengur bara faraldur heldur algjört neyðarástand.“ Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt vegna þess að fleiri séu sífellt að smitast, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segir að þá yrði um enn meiri harmleik að ræða en nú.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“