Sjáðu öll mörkin úr 2. umferð Pepsi-deildarinnar | Myndband
KR lagði Breiðablik, Stjarnan vann ÍBV og Valur lá í valnum fyrir Keflvíkingum á gervigrasinu í Laugardal þar sem Magnús Þórir Matthíasson skoraði eina markið.
Í heildina voru 16 mörk skoruð í gærkvöldi og í spilaranum hér að ofan má sjá þau öll í markasyrpu Pepsi-markanna undir dillandi tónum Kaleo.
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 3-0 | Miklir yfirburðir hjá FH
FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur.

Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Fram 2-1 | Fyrsti sigur Víkinga
Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram í Reykjavíkurslag á Gervigrasinu í Laugardalnum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Fjölnir 1-2 | Nýliðarnir úr Grafarvogi á toppnum
Nýliðar Fjölnis koma af krafti inn í Pepsi-deildina í sumar en þeir fylgdu eftir sigri á Víkingum í fyrstu umferð með 2-1 sigri á Þór á Akureyri í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Keflavík 0-1 | Góður sigur Keflvíkinga
Keflavíkingar eru komnir með sex stig eftir tvær umferðir eftir 0-1 sigur á Valsmönnum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 1-2 | Stjörnumenn með fullt hús
Stjörnumenn skutu sér upp á topp Pepsi-deildar karla í fótbolta, um stund að minnsta kosti, eftir 2-1 sigur á ÍBV í Vestmanneyjum í kvöld. Stjörnuliðið er því búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í sumar.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | Fyrsti sigur meistaranna
Íslandsmeistarar KR hristu af sér tapið gegn Val í fyrstu umferð í kvöld er þeir sóttu þrjú stig á útivelli gegn Blikum. Það gerðu þeir reyndar á heimavelli Stjörnunnar í Garðabænum.