Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 3-0 | Miklir yfirburðir hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 8. maí 2014 09:48 Vísir/Valli FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur. Fylkir fékk fyrsta færi leiksins strax á fyrstu mínútunni en eftir það sá liðið varla til sólar í leiknum. FH hafði miklar yfirburði alls staðar á vellinum. Miðjan hjá FH stjórnaði leiknum, vörnin lenti aldrei í vandræðum og í sókninni fékk liðið mikinn fjölda færa og hefðu á góðum degi með grasið í betra standi auðveldlega skorað fleiri mörk. Hvergi var veikan blett að finna í liði FH en veikleikar víða í liði Fylkis. Erlendir leikmenn liðsins virka bæði lélegir og latir og bíður Ásmundar Arnarssonar þjálfara liðsins mikið verk að fá liðið til að leika betur og sem lið. Ekkert lið hefur fallið í annarri umferð og því skal ekki afskrifa Fylki strax en ákaflega mikið vantar í liðið, sérstaklega fram á við, til að líklegt geti talist að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Taka þarf inn í myndina að Fylkir var að leika gegn mjög öflugu FH-liði og við erfiðar aðstæður. Völlurinn var blautur og laus í sér en það bitnaði ekki síður á FH sem reynir ávallt að spila boltanum á jörðinni. Kristján Gauti: Hefðum getað sett fleiriKristján Gauti Emilsson var besti leikmaður FH í kvöld, í mjög jöfnu og sterku liði en hann er með báða fætur kyrfilega fasta á jörðinni þrátt fyrir auðveldan sigur í kvöld. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við byrjuðum hrikalega vel í fyrri hálfleik og settum á þá gott mark. Síðan misstum við aðeins dampinn en tókst að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Kristján Gauti býsna hógvær. „Við reyndum að spila góðan fótbolta og tókst það í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleik. Við fengum mörg færi og hefðum getað sett fleiri mörk. „Við vorum þéttir fyrir aftan og börðumst vel. Við hleyptum þeim ekki í nein færi. „Ég er þokkalega sáttur við sjálfan mig og markið en ég veit að ég get gert betur,“ sagði framherjinn ungi um sína frammistöðu að lokum. Tómas Joð: Hræddur við að koma með afsakanir„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég er mjög hræddur við að koma með afsakanir því það var farið svo illa með Baldur Sig vin minn,“ sagði Tómas Joð Þorsteinsson eftir frammistöðu Fylkis í kvöld. „Ég get sagt að við erum með mikið betra lið heldur en þetta. Við erum nægjanlega ábyrgðarfullir til að axla ábyrgð á þessu. Þetta er okkar tap. „Við leikmennirnir sem vorum þarna inni á og liðið ætlar að sýna í næstu leikjum að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Tómas. Fylkir fékk fá færi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og liðinu gekk enn verr fram á við í kvöld. Fylkismenn hljóta að hafa áhyggjur af sóknarleiknum. „Það er vissulega áhyggjuefni. Við fengum einhver hálffæri gegn Stjörnunni en þetta er þáttur sem við þurfum að vinna í,“ sagði Tómas Joð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
FH skellti Fylki 3-0 á heimavelli sínum Kaplakrika í kvöld í annarri umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Yfirburðir FH voru miklir í leiknum og hefði liðið getað unnið enn stærri sigur. Fylkir fékk fyrsta færi leiksins strax á fyrstu mínútunni en eftir það sá liðið varla til sólar í leiknum. FH hafði miklar yfirburði alls staðar á vellinum. Miðjan hjá FH stjórnaði leiknum, vörnin lenti aldrei í vandræðum og í sókninni fékk liðið mikinn fjölda færa og hefðu á góðum degi með grasið í betra standi auðveldlega skorað fleiri mörk. Hvergi var veikan blett að finna í liði FH en veikleikar víða í liði Fylkis. Erlendir leikmenn liðsins virka bæði lélegir og latir og bíður Ásmundar Arnarssonar þjálfara liðsins mikið verk að fá liðið til að leika betur og sem lið. Ekkert lið hefur fallið í annarri umferð og því skal ekki afskrifa Fylki strax en ákaflega mikið vantar í liðið, sérstaklega fram á við, til að líklegt geti talist að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Taka þarf inn í myndina að Fylkir var að leika gegn mjög öflugu FH-liði og við erfiðar aðstæður. Völlurinn var blautur og laus í sér en það bitnaði ekki síður á FH sem reynir ávallt að spila boltanum á jörðinni. Kristján Gauti: Hefðum getað sett fleiriKristján Gauti Emilsson var besti leikmaður FH í kvöld, í mjög jöfnu og sterku liði en hann er með báða fætur kyrfilega fasta á jörðinni þrátt fyrir auðveldan sigur í kvöld. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við byrjuðum hrikalega vel í fyrri hálfleik og settum á þá gott mark. Síðan misstum við aðeins dampinn en tókst að klára þetta í seinni hálfleik,“ sagði Kristján Gauti býsna hógvær. „Við reyndum að spila góðan fótbolta og tókst það í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleik. Við fengum mörg færi og hefðum getað sett fleiri mörk. „Við vorum þéttir fyrir aftan og börðumst vel. Við hleyptum þeim ekki í nein færi. „Ég er þokkalega sáttur við sjálfan mig og markið en ég veit að ég get gert betur,“ sagði framherjinn ungi um sína frammistöðu að lokum. Tómas Joð: Hræddur við að koma með afsakanir„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Ég er mjög hræddur við að koma með afsakanir því það var farið svo illa með Baldur Sig vin minn,“ sagði Tómas Joð Þorsteinsson eftir frammistöðu Fylkis í kvöld. „Ég get sagt að við erum með mikið betra lið heldur en þetta. Við erum nægjanlega ábyrgðarfullir til að axla ábyrgð á þessu. Þetta er okkar tap. „Við leikmennirnir sem vorum þarna inni á og liðið ætlar að sýna í næstu leikjum að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Tómas. Fylkir fékk fá færi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og liðinu gekk enn verr fram á við í kvöld. Fylkismenn hljóta að hafa áhyggjur af sóknarleiknum. „Það er vissulega áhyggjuefni. Við fengum einhver hálffæri gegn Stjörnunni en þetta er þáttur sem við þurfum að vinna í,“ sagði Tómas Joð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti