Fámenni í Leifstöð á verkfallsdegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2014 10:07 Úr Leifstöð í morgun. Vísir/Gísli Berg Heldur fámennt er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag en nú standa yfir verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair. „Með því að tilkynna þetta strax í gærmorgun tókst að afstýra annars fyrirsjáanlegu öngþveiti bæði hér og flugvöllum erlendis,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Fyrsta vinnustöðvun flugmanna hófst klukkan sex í morgun og mun standa yfir til klukkan sex í kvöld. Vegna aðgerðanna ákváðu forsvarsmenn Icelandair að fresta 26 flugum sem fyrirhuguð voru á því tímabili í dag. „Þetta hefur gengið nokkuð vel á Keflavíkurflugvelli í morgun. Auðvitað verið örtröð í þjónustuverinu og söluskrifstofunni á Keflavíkurflugvelli en það var ekkert hægt að komast hjá því,“ segir Guðjón. Langstærstur hluti þeirra 4500 ferðamanna sem áttu bókað í fyrrnefnd flug eru erlendir ferðamenn. Einhverjir þeirra voru ómeðvitaðir um verkfallsaðgerðir flugmanna og voru eitt stórt spurningamerki þegar þeir mættu í Leifstöð í morgun. „Heilt yfir tókst að greiða úr þessu betur en á horfðist. Það hefur gengið þokkalega að leysa úr málum farþeganna,“ segir Guðjón. Flugmenn mæta aftur til starfa klukkan sex í kvöld og reiknar Guðjón með því að flug geti hafist aftur um hálf átta leytið. Í kvöld eru á áætlun flug til Bandaríkjanna, Kanada auk Kaupmannahafnar og Óslóar. Guðjón reiknar með því að seinkanir verði framan af degi á morgun en svo komist allt í eðlilegt horf. „Við bindum vonir við það,“ segir Guðjón sem minnir þó á að yfirvinnubann geti haft þau áhrif að aflýsa þurfi flugi með stuttum fyrirvara. „Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með,“ segir Guðjón og minnir á vef Icelandair, vef Keflavíkurflugvallar auk umfjöllunar fjölmiðla. Tengdar fréttir Tuttugu og sex flugferðum aflýst Icelandair aflýsir flugferðum vegna yfirvofandi verkfalls flugmanna á morgun. 8. maí 2014 11:03 Íslenskir Púlarar láta verkfall ekki stoppa sig „Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni," segir ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. 8. maí 2014 16:29 Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Heldur fámennt er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag en nú standa yfir verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair. „Með því að tilkynna þetta strax í gærmorgun tókst að afstýra annars fyrirsjáanlegu öngþveiti bæði hér og flugvöllum erlendis,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Fyrsta vinnustöðvun flugmanna hófst klukkan sex í morgun og mun standa yfir til klukkan sex í kvöld. Vegna aðgerðanna ákváðu forsvarsmenn Icelandair að fresta 26 flugum sem fyrirhuguð voru á því tímabili í dag. „Þetta hefur gengið nokkuð vel á Keflavíkurflugvelli í morgun. Auðvitað verið örtröð í þjónustuverinu og söluskrifstofunni á Keflavíkurflugvelli en það var ekkert hægt að komast hjá því,“ segir Guðjón. Langstærstur hluti þeirra 4500 ferðamanna sem áttu bókað í fyrrnefnd flug eru erlendir ferðamenn. Einhverjir þeirra voru ómeðvitaðir um verkfallsaðgerðir flugmanna og voru eitt stórt spurningamerki þegar þeir mættu í Leifstöð í morgun. „Heilt yfir tókst að greiða úr þessu betur en á horfðist. Það hefur gengið þokkalega að leysa úr málum farþeganna,“ segir Guðjón. Flugmenn mæta aftur til starfa klukkan sex í kvöld og reiknar Guðjón með því að flug geti hafist aftur um hálf átta leytið. Í kvöld eru á áætlun flug til Bandaríkjanna, Kanada auk Kaupmannahafnar og Óslóar. Guðjón reiknar með því að seinkanir verði framan af degi á morgun en svo komist allt í eðlilegt horf. „Við bindum vonir við það,“ segir Guðjón sem minnir þó á að yfirvinnubann geti haft þau áhrif að aflýsa þurfi flugi með stuttum fyrirvara. „Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með,“ segir Guðjón og minnir á vef Icelandair, vef Keflavíkurflugvallar auk umfjöllunar fjölmiðla.
Tengdar fréttir Tuttugu og sex flugferðum aflýst Icelandair aflýsir flugferðum vegna yfirvofandi verkfalls flugmanna á morgun. 8. maí 2014 11:03 Íslenskir Púlarar láta verkfall ekki stoppa sig „Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni," segir ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. 8. maí 2014 16:29 Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Tuttugu og sex flugferðum aflýst Icelandair aflýsir flugferðum vegna yfirvofandi verkfalls flugmanna á morgun. 8. maí 2014 11:03
Íslenskir Púlarar láta verkfall ekki stoppa sig „Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni," segir ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. 8. maí 2014 16:29
Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25