Íslenskir Púlarar láta verkfall ekki stoppa sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. maí 2014 16:29 Þeir eru mættir á hótelið sitt í Liverpool, íslensku aðdáendurnir. Á tíma var útlit fyrir að margir Liverpoolaðdáendur hefðu ekki komist út á síðasta heima leik liðsins á tímabilinu gegn Newcastle sem fer fram á sunnudaginn. Fyrirhugað verkfall flugmanna Icelandair á morgun setti ferðalag mikils fjölda á leikinn úr skorðum. En Liverpoolaðdáendur létu verkfallið ekki stoppa sig og eru nú komnir í Bítlaborgina, eftir að hafa flogið í gegnum Glasgow í dag. „Hér er frábær stemning,“ segir Gestur Steinþórsson, ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann er staddur í Liverpool. „Við erum örugglega hátt í hundrað Íslendingar hérna. Við erum að fagna flottu tímabili liðsins,“ bætir hann við. Margir höfðu keypt miða á leikinn, með flugi og gistingu, í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Flugið átti að vera á morgun, en þegar ljóst varð að flugmenn Icelandair ætluðu í verkfall fóru starfsmenn fyrirtækisins á fullt til að finna leiðir fyrir aðdáendur Liverpool til að komast á leikinn. „Já, við fundum flug í gegnum Glasgow og buðum fólki upp á nýjan pakka í raun,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, starfsmaður Vita og heldur áfram: „Eina sem fólkið þurfti að borga var auka nótt á hóteli. Það var frábært að geta reddað þessu, þetta var góð lausn á málinu. Við vildum að fólk kæmist út á leikinn.“ Þeir sem ekki þáðu boð Vita höfðu kost að fá pakkann endurgreiddann. „Langflestir tóku kostinn að fljúga í dag en einhverjir voru eftir heima.“ Hún segir þá sem hafi pantað ferðina á eigin vegum, en ekki farið í gegnum ferðaskrifstofu, væntanlega eiga erfiðara með að breyta flugi eða fá endurgreiðslu.Gerrard er fyrirliði Liverpool.Mikil gleði Gestur segir mikla gleði vera í hópnum. „Já, fólkið sem kom með Vita-ferðum var bara að lenda hérna í borginni. Það er dúndrandi stemning og mikil gleði.“En þegar þið pöntuðuð ferðina voru meiri líkur á að liðið yrði meistari, ekki satt? „Jú, flestir pöntuðu í febrúar. En við verðum að horfa á að liðinu var spáð fjórða sæti og margir afskrifuðu liðið frá byrjun. En það er búið að spila frábæran bolta í vetur og við stuðningsmennirnir erum stoltir. Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni.“ Gestur segir stuðningsmennina vera gríðarlega ánægða með frammistöðu liðsins í vetur og að Íslendingarnir ætli að njóta sýn í þessum síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Á tíma var útlit fyrir að margir Liverpoolaðdáendur hefðu ekki komist út á síðasta heima leik liðsins á tímabilinu gegn Newcastle sem fer fram á sunnudaginn. Fyrirhugað verkfall flugmanna Icelandair á morgun setti ferðalag mikils fjölda á leikinn úr skorðum. En Liverpoolaðdáendur létu verkfallið ekki stoppa sig og eru nú komnir í Bítlaborgina, eftir að hafa flogið í gegnum Glasgow í dag. „Hér er frábær stemning,“ segir Gestur Steinþórsson, ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann er staddur í Liverpool. „Við erum örugglega hátt í hundrað Íslendingar hérna. Við erum að fagna flottu tímabili liðsins,“ bætir hann við. Margir höfðu keypt miða á leikinn, með flugi og gistingu, í gegnum ferðaskrifstofuna Vita. Flugið átti að vera á morgun, en þegar ljóst varð að flugmenn Icelandair ætluðu í verkfall fóru starfsmenn fyrirtækisins á fullt til að finna leiðir fyrir aðdáendur Liverpool til að komast á leikinn. „Já, við fundum flug í gegnum Glasgow og buðum fólki upp á nýjan pakka í raun,“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, starfsmaður Vita og heldur áfram: „Eina sem fólkið þurfti að borga var auka nótt á hóteli. Það var frábært að geta reddað þessu, þetta var góð lausn á málinu. Við vildum að fólk kæmist út á leikinn.“ Þeir sem ekki þáðu boð Vita höfðu kost að fá pakkann endurgreiddann. „Langflestir tóku kostinn að fljúga í dag en einhverjir voru eftir heima.“ Hún segir þá sem hafi pantað ferðina á eigin vegum, en ekki farið í gegnum ferðaskrifstofu, væntanlega eiga erfiðara með að breyta flugi eða fá endurgreiðslu.Gerrard er fyrirliði Liverpool.Mikil gleði Gestur segir mikla gleði vera í hópnum. „Já, fólkið sem kom með Vita-ferðum var bara að lenda hérna í borginni. Það er dúndrandi stemning og mikil gleði.“En þegar þið pöntuðuð ferðina voru meiri líkur á að liðið yrði meistari, ekki satt? „Jú, flestir pöntuðu í febrúar. En við verðum að horfa á að liðinu var spáð fjórða sæti og margir afskrifuðu liðið frá byrjun. En það er búið að spila frábæran bolta í vetur og við stuðningsmennirnir erum stoltir. Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni.“ Gestur segir stuðningsmennina vera gríðarlega ánægða með frammistöðu liðsins í vetur og að Íslendingarnir ætli að njóta sýn í þessum síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira