Þrjú börn fórust eftir vopnahléð Linda Blöndal skrifar 17. júlí 2014 19:27 Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum. Almenningur sótti nauðþurftir Árásarhlé stóð frá 10 til 15 í dag, eða frá 7 í morgun til hádegis að íslenskum tíma. Með því var íbúum Gaza gert kleift að verða sér úti um nauðsynjar. Vopnahléð hélst að frá töldum þremur eldflaugum sem var varpað frá Gaza að Ísrael en hvorki Hamas né Ísraelsher brugðust við því. Í morgun, áður en vopnhléð hófst, dóu þrír á Gaza og fjórir særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hús í íbúðarhverfi. Þá var sprengju varpað á hóp herskárra palestínskra manna sem teknir voru í undirgöngum við landamærin við Ísrael eldsnemma í morgun, svo einn fórst.Úr Háskóla Íslands heim til Gaza Fidaa Zaanin, 25 ára býr á Gaza. Hún fór heim fyrir rétt um mánuði eftir tæplega hálft ár hér á landi þar sem hún stundaði nám við Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að fólk hafa nýtt árásarhléð í dag til að hvíla sig og komast undir bert loft. Annars eru linnulausar sprengingar utan dyra við heimili hennar í Beit Hanoun, rétt við landamæri Ísraels, í norðurhluta Gaza.Ekki hætt sér útStöð tvö ræddi við Fiduu þegar sprengjur voru farnar að falla aftur, um klukkutíma eftir að vopnahlénu var aflétt. „Ég heyrði rétt í þessu sprengingar, ég hef ekki farið út í sex eða sjö daga undanfarið því það er hvergi öruggt á Gaza, það er mjög hættulegt að fara út. Allir eru svo hræddir og í hvert sinn sem ég heyri í sprengjunum hugsa ég hvort þetta hafi verið hús frænda míns, vinar eða annarra sem standa mér nærri og reyni að sjá út um gluggan hvar sprengjan lenti“, sagði Fidaa. Hún og fjölskyldan hafa þó verið í hættu, fyrir nokkrum dögum féll sprengja í götunni þeirra, um 100 metrum frá húsi Fiduu sem þakið skemmdist og fleira.„Margir vinir mínir hafa látist en enginn náinn fjölskyldumeðlimur. Borgin er samt mjög þéttbyggð og samfélagið þekkist vel innbyrðis, við erum um 40 þúsund íbúar í Beit Hanoun á mjög litlu svæði. Við erum komin aftur inn í hús eftir að hafa farið út að kaupa mat og fleira en það er hins vegar ekkert rafmagn.“„Ekki eðlilegt að lifa svona“ Fidaa segir að þetta líf sé óeðlilegt. Þótt ýmislegt venjist í svo hörmulegum aðstæðum sé það alls ekki í lagi. „Ég er hrædd um að missa einhvern af ástvinum mínum“, sagði hún. „Ég held mig frá gluggunum heima fyrir því ef þeir springja get ég slasast, þótt sprengjan lengi ekki endilega á mínu húsi“. Ég reyni samt að vera sterk svo systir mín, litli bróðir og móðir séu ekki hrædd. Eg reyni að láta þeim líða eins og allt sé óhætt“, sagði Fidaa.Fidaa segir almenning á Gaza standa með andspyrnu herskárra hreyfinga en ekki eingöngu Hamas. Hóparnir séu margir og samstilltir. Fólkið styðji ekki neinn sérstakan stjórnmálaflokk eða Hamas sérstaklega heldur þá sem haldi uppi vörnum og andspyrnu gegn árásum Ísraels. Gasa Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum. Almenningur sótti nauðþurftir Árásarhlé stóð frá 10 til 15 í dag, eða frá 7 í morgun til hádegis að íslenskum tíma. Með því var íbúum Gaza gert kleift að verða sér úti um nauðsynjar. Vopnahléð hélst að frá töldum þremur eldflaugum sem var varpað frá Gaza að Ísrael en hvorki Hamas né Ísraelsher brugðust við því. Í morgun, áður en vopnhléð hófst, dóu þrír á Gaza og fjórir særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hús í íbúðarhverfi. Þá var sprengju varpað á hóp herskárra palestínskra manna sem teknir voru í undirgöngum við landamærin við Ísrael eldsnemma í morgun, svo einn fórst.Úr Háskóla Íslands heim til Gaza Fidaa Zaanin, 25 ára býr á Gaza. Hún fór heim fyrir rétt um mánuði eftir tæplega hálft ár hér á landi þar sem hún stundaði nám við Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að fólk hafa nýtt árásarhléð í dag til að hvíla sig og komast undir bert loft. Annars eru linnulausar sprengingar utan dyra við heimili hennar í Beit Hanoun, rétt við landamæri Ísraels, í norðurhluta Gaza.Ekki hætt sér útStöð tvö ræddi við Fiduu þegar sprengjur voru farnar að falla aftur, um klukkutíma eftir að vopnahlénu var aflétt. „Ég heyrði rétt í þessu sprengingar, ég hef ekki farið út í sex eða sjö daga undanfarið því það er hvergi öruggt á Gaza, það er mjög hættulegt að fara út. Allir eru svo hræddir og í hvert sinn sem ég heyri í sprengjunum hugsa ég hvort þetta hafi verið hús frænda míns, vinar eða annarra sem standa mér nærri og reyni að sjá út um gluggan hvar sprengjan lenti“, sagði Fidaa. Hún og fjölskyldan hafa þó verið í hættu, fyrir nokkrum dögum féll sprengja í götunni þeirra, um 100 metrum frá húsi Fiduu sem þakið skemmdist og fleira.„Margir vinir mínir hafa látist en enginn náinn fjölskyldumeðlimur. Borgin er samt mjög þéttbyggð og samfélagið þekkist vel innbyrðis, við erum um 40 þúsund íbúar í Beit Hanoun á mjög litlu svæði. Við erum komin aftur inn í hús eftir að hafa farið út að kaupa mat og fleira en það er hins vegar ekkert rafmagn.“„Ekki eðlilegt að lifa svona“ Fidaa segir að þetta líf sé óeðlilegt. Þótt ýmislegt venjist í svo hörmulegum aðstæðum sé það alls ekki í lagi. „Ég er hrædd um að missa einhvern af ástvinum mínum“, sagði hún. „Ég held mig frá gluggunum heima fyrir því ef þeir springja get ég slasast, þótt sprengjan lengi ekki endilega á mínu húsi“. Ég reyni samt að vera sterk svo systir mín, litli bróðir og móðir séu ekki hrædd. Eg reyni að láta þeim líða eins og allt sé óhætt“, sagði Fidaa.Fidaa segir almenning á Gaza standa með andspyrnu herskárra hreyfinga en ekki eingöngu Hamas. Hóparnir séu margir og samstilltir. Fólkið styðji ekki neinn sérstakan stjórnmálaflokk eða Hamas sérstaklega heldur þá sem haldi uppi vörnum og andspyrnu gegn árásum Ísraels.
Gasa Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira