Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Guðlaug Jónsdóttir getur vafalítið kennt stelpunum í knattspyrnuliði KR eitt og annað í nýju hlutverki sínu hjá liðinu.
Guðlaug, sem spilaði 56 landsleiki og skoraði tvö mörk á löngum ferli sínum, hefur tekið að sér liðsstjórahlutverkið hjá KR-ingum. Vesturbæjarliðið spilar í 1. deild í sumar annað árið í röð.
Guðlaug er sjötti leikjahæsti KR-ingurinn frá upphafi með 239 meistaraflokksleiki. Þann síðasta spilaði hún sumarið 2012. Þá er hún sú sjöunda markahæsta með 105 mörk að því er fram kemur á heimasíðu KR.
Þá fagna KR-ingar því að Júlíana Einarsdóttir hefur tekið fram skóna á nýjan leik. Júlíana, sem er uppalin KR-ingur, hefur ekki leikið knattspyrnu frá árinu 2010. Júlíana spilaði með KR í 2-0 sigri á Þrótti í Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi.
Vesturbæingurinn hefur átt við erfið meiðsli að stríða en þótti á sínum tíma afar efnileg knattspyrnukona. Spilaði hún fjölmarga leiki fyrir 17 ára landslið Íslands því til staðfestingar.
KR-ingar með reynslubolta á bekknum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn