Sex frábærir fyrir Manchester United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2014 08:00 Louis Van Gaal er örugglega ánægður með þá leikmenn sem Fréttablaðið stingur upp á að hann skoði í janúar. Vísir/Getty Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, mætir líklega til leiks á leikmannamarkaðinn eftir áramót með troðfullt veskið. Á óskalistanum eru varnarmenn. Fréttablaðið skoðar hvaða leikmenn enska liðið mun líklegast bjóða ríflega í. Varnarleikur Man. Utd hefur verið mikið í sviðsljósinu það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Of margir varnarmanna liðsins þykja ekki nógu góðir og tíð meiðsli varnarmannanna hafa ekki létt liðinu lífið. Kaup á varnarmönnum eru yfirvofandi á Old Trafford og hafa ýmsir varnarmenn verið nefndir til sögunnar. Það gæti reynst þrautin þyngri að ná í eitthvað af þessum mönnum en allt ku nú vera falt fyrir rétta upphæð.mats hummelsMats HummelsDortmund Aldur 26 ára Land Þýskaland Hæð 191 sm. Hummels hefur verið sem klettur í vörn Borussia Dortmund undanfarin ár og frammistaða hans hefur verið þess eðlis að hann hefur verið orðaður við mörg bestu lið Evrópu. Hann er líklega sá varnarmaður sem hefur verið hvað sterkast orðaður við Man. Utd. Verðmiðinn á honum lækkaði ekki á HM síðasta sumar þar sem hann fór mikinn og skoraði meðal annars sigurmark Þjóðverja gegn Frökkum í átta liða úrslitum keppninnar. Hann var svo valinn einn af tíu bestu mönnum mótsins.ezequiel garayEzequiel GarayZenit Aldur 28 ára Land Argentína Hæð 186 sm. Garay var þráfaldlega orðaður við Man. Utd fyrr á árinu en að lokum fór svo að Benfica seldi hann til Zenit í Rússlandi á 12 milljónir punda. Margir segja það vera gjafverð fyrir þennan frábæra leikmann. Er Garay var hjá Real Madrid átti hann ekki upp á pallborðið hjá Jose Mourinho og var því seldur árið 2011. Eftir það hefur leiðin legið rakleitt upp á við og hann spilaði mjög vel fyrir Argentínu á HM. Það er kreppa hjá rússneskum liðum og hann gæti losnað í janúar.raphael varaneRaphael VaraneReal Madrid Aldur 21 árs Land Frakkland Hæð 191 sm. Varane var kominn með annan fótinn til Man. Utd árið 2011 er Jose Mourinho „stal“ honum til Real Madrid. Þar fékk hann mikil tækifæri og sýndi ótrúlega þroskaða og yfirvegaða spilamennsku er hann var enn ekki orðinn tvítugur. Þó svo hann sé nýbúinn að skrifa undir langtímasamning við Real fær hann ekki sömu tækifæri hjá Carlo Ancelotti og hann fékk undir stjórn Mourinhos. Mourinho er sjálfur mjög spenntur fyrir því að kaupa varnarmanninn og Man. Utd gæti því lent í kaupstríði við Chelsea.gerard piqueGerard PiqueBarcelona Aldur 27 ára Land Spánn Hæð 192 sm. Uppalinn hjá Barcelona en var hjá Man. Utd frá 2004 til 2008. Þá fór hann aftur til Barcelona. Eftir farsæl síðustu ár hefur gefið á bátinn í vetur og hefur hann í kjölfarið verið orðaður á ný við sitt gamla félag á Englandi. Pique er ekki sagður eiga skap saman við núverandi þjálfara Barcelona, Luis Enrique, og mátti sætta sig við bekkjarsetu framan af móti og var ekki ánægður með það. Man. Utd myndi örugglega taka á móti honum með opinn faðminn en Chelsea er einnig sagt vera áhugasamt.diego godinDiego GodinAtletico Madrid Aldur 28 ára Land Úrúgvæ Hæð 186 sm. Hefur verið sterklega orðaður við sölu til Man. Utd í janúar en þessi frábæri varnarmaður mun ekki fást á neinu tombóluverði. Það kostar 28,5 milljónir punda að losa hann undan samningi og það er sú upphæð sem Atletico ætlar að fá fyrir hann. Leikmaðurinn er algjörlega ómissandi fyrir liðið sem hefur haldið hreinu í fimm leikjum í röð í Meistaradeildinni. Atletico ætlar ekki að hlusta á nein tilboð undir þessari upphæð. Leikmaðurinn er það verðmætur.mirandaMirandaAtletico Madrid Aldur 30 ára Land Brasilía Hæð 186 sm. Man.Utd hefur áhuga á báðum miðvörðum Atletico og ætlar að landa Miranda eða Godin. Miranda er ódýrari enda eldri. Þó svo hann hafi ekki komist í HM-hóp Brasilíu síðasta sumar þá hefur hann verið frábær hjá Atletico og löngu sannað sig í Evrópuboltanum. Hann hefur verið meiddur upp á síðkastið og hefur liðið leyst fjarveru hans vel. Atletico gæti því hugsað sér framtíð án hans. Reynslumikill leikmaður sem gæti klárlega nýst liði Man. Utd vel. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal biður Neville um að gæta orða sinna Gary Neville líkti leik United og Liverpool um helgina við pöbbaleik. 9. desember 2014 18:15 Peningar engin fyrirstaða fyrir Van Gaal Fullyrt að Louis van Gaal megi eyða enn meiru í leikmenn en hann gerði síðasta sumar. 5. desember 2014 11:30 Meiðslin eru Van Gaal að kenna Leikmenn Man. Utd hafa meiðst 43 sinnum síðan Louis van Gaal tók við liðinu og ansi líklegt að ekki sé bara einskærri óheppni um að kenna. 10. desember 2014 11:15 Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn Sérfræðingur BBC telur Manchester United vera með í baráttunni um þann stóra ásamt Chelsea og Manchester United. 16. desember 2014 08:30 Van Gaal: Pellé leikur eins og Van Persie Ítalinn Graziano Pellé hefur farið mikinn í upphafi feril síns í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og skorað 6 mörk fyrir Southampton í deildinni og níu mörk alls en Southampton tekur á móti Manchester United annað kvöld. 7. desember 2014 22:30 De Gea stelur fyrisögnunum en Carrick er maðurinn hjá United Fyrrverandi leikmaður Liverpool segir það vera enga tilviljun að liðið byrjaði að vinna eftir að miðjumaðurinn kom inn í lið Manchester United. 16. desember 2014 11:00 Di María ekki með gegn Liverpool Argentínumaðurinn meiddur og verður ekki með í stórleiknum um helgina. 12. desember 2014 18:53 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, mætir líklega til leiks á leikmannamarkaðinn eftir áramót með troðfullt veskið. Á óskalistanum eru varnarmenn. Fréttablaðið skoðar hvaða leikmenn enska liðið mun líklegast bjóða ríflega í. Varnarleikur Man. Utd hefur verið mikið í sviðsljósinu það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Of margir varnarmanna liðsins þykja ekki nógu góðir og tíð meiðsli varnarmannanna hafa ekki létt liðinu lífið. Kaup á varnarmönnum eru yfirvofandi á Old Trafford og hafa ýmsir varnarmenn verið nefndir til sögunnar. Það gæti reynst þrautin þyngri að ná í eitthvað af þessum mönnum en allt ku nú vera falt fyrir rétta upphæð.mats hummelsMats HummelsDortmund Aldur 26 ára Land Þýskaland Hæð 191 sm. Hummels hefur verið sem klettur í vörn Borussia Dortmund undanfarin ár og frammistaða hans hefur verið þess eðlis að hann hefur verið orðaður við mörg bestu lið Evrópu. Hann er líklega sá varnarmaður sem hefur verið hvað sterkast orðaður við Man. Utd. Verðmiðinn á honum lækkaði ekki á HM síðasta sumar þar sem hann fór mikinn og skoraði meðal annars sigurmark Þjóðverja gegn Frökkum í átta liða úrslitum keppninnar. Hann var svo valinn einn af tíu bestu mönnum mótsins.ezequiel garayEzequiel GarayZenit Aldur 28 ára Land Argentína Hæð 186 sm. Garay var þráfaldlega orðaður við Man. Utd fyrr á árinu en að lokum fór svo að Benfica seldi hann til Zenit í Rússlandi á 12 milljónir punda. Margir segja það vera gjafverð fyrir þennan frábæra leikmann. Er Garay var hjá Real Madrid átti hann ekki upp á pallborðið hjá Jose Mourinho og var því seldur árið 2011. Eftir það hefur leiðin legið rakleitt upp á við og hann spilaði mjög vel fyrir Argentínu á HM. Það er kreppa hjá rússneskum liðum og hann gæti losnað í janúar.raphael varaneRaphael VaraneReal Madrid Aldur 21 árs Land Frakkland Hæð 191 sm. Varane var kominn með annan fótinn til Man. Utd árið 2011 er Jose Mourinho „stal“ honum til Real Madrid. Þar fékk hann mikil tækifæri og sýndi ótrúlega þroskaða og yfirvegaða spilamennsku er hann var enn ekki orðinn tvítugur. Þó svo hann sé nýbúinn að skrifa undir langtímasamning við Real fær hann ekki sömu tækifæri hjá Carlo Ancelotti og hann fékk undir stjórn Mourinhos. Mourinho er sjálfur mjög spenntur fyrir því að kaupa varnarmanninn og Man. Utd gæti því lent í kaupstríði við Chelsea.gerard piqueGerard PiqueBarcelona Aldur 27 ára Land Spánn Hæð 192 sm. Uppalinn hjá Barcelona en var hjá Man. Utd frá 2004 til 2008. Þá fór hann aftur til Barcelona. Eftir farsæl síðustu ár hefur gefið á bátinn í vetur og hefur hann í kjölfarið verið orðaður á ný við sitt gamla félag á Englandi. Pique er ekki sagður eiga skap saman við núverandi þjálfara Barcelona, Luis Enrique, og mátti sætta sig við bekkjarsetu framan af móti og var ekki ánægður með það. Man. Utd myndi örugglega taka á móti honum með opinn faðminn en Chelsea er einnig sagt vera áhugasamt.diego godinDiego GodinAtletico Madrid Aldur 28 ára Land Úrúgvæ Hæð 186 sm. Hefur verið sterklega orðaður við sölu til Man. Utd í janúar en þessi frábæri varnarmaður mun ekki fást á neinu tombóluverði. Það kostar 28,5 milljónir punda að losa hann undan samningi og það er sú upphæð sem Atletico ætlar að fá fyrir hann. Leikmaðurinn er algjörlega ómissandi fyrir liðið sem hefur haldið hreinu í fimm leikjum í röð í Meistaradeildinni. Atletico ætlar ekki að hlusta á nein tilboð undir þessari upphæð. Leikmaðurinn er það verðmætur.mirandaMirandaAtletico Madrid Aldur 30 ára Land Brasilía Hæð 186 sm. Man.Utd hefur áhuga á báðum miðvörðum Atletico og ætlar að landa Miranda eða Godin. Miranda er ódýrari enda eldri. Þó svo hann hafi ekki komist í HM-hóp Brasilíu síðasta sumar þá hefur hann verið frábær hjá Atletico og löngu sannað sig í Evrópuboltanum. Hann hefur verið meiddur upp á síðkastið og hefur liðið leyst fjarveru hans vel. Atletico gæti því hugsað sér framtíð án hans. Reynslumikill leikmaður sem gæti klárlega nýst liði Man. Utd vel.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal biður Neville um að gæta orða sinna Gary Neville líkti leik United og Liverpool um helgina við pöbbaleik. 9. desember 2014 18:15 Peningar engin fyrirstaða fyrir Van Gaal Fullyrt að Louis van Gaal megi eyða enn meiru í leikmenn en hann gerði síðasta sumar. 5. desember 2014 11:30 Meiðslin eru Van Gaal að kenna Leikmenn Man. Utd hafa meiðst 43 sinnum síðan Louis van Gaal tók við liðinu og ansi líklegt að ekki sé bara einskærri óheppni um að kenna. 10. desember 2014 11:15 Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn Sérfræðingur BBC telur Manchester United vera með í baráttunni um þann stóra ásamt Chelsea og Manchester United. 16. desember 2014 08:30 Van Gaal: Pellé leikur eins og Van Persie Ítalinn Graziano Pellé hefur farið mikinn í upphafi feril síns í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og skorað 6 mörk fyrir Southampton í deildinni og níu mörk alls en Southampton tekur á móti Manchester United annað kvöld. 7. desember 2014 22:30 De Gea stelur fyrisögnunum en Carrick er maðurinn hjá United Fyrrverandi leikmaður Liverpool segir það vera enga tilviljun að liðið byrjaði að vinna eftir að miðjumaðurinn kom inn í lið Manchester United. 16. desember 2014 11:00 Di María ekki með gegn Liverpool Argentínumaðurinn meiddur og verður ekki með í stórleiknum um helgina. 12. desember 2014 18:53 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Van Gaal biður Neville um að gæta orða sinna Gary Neville líkti leik United og Liverpool um helgina við pöbbaleik. 9. desember 2014 18:15
Peningar engin fyrirstaða fyrir Van Gaal Fullyrt að Louis van Gaal megi eyða enn meiru í leikmenn en hann gerði síðasta sumar. 5. desember 2014 11:30
Meiðslin eru Van Gaal að kenna Leikmenn Man. Utd hafa meiðst 43 sinnum síðan Louis van Gaal tók við liðinu og ansi líklegt að ekki sé bara einskærri óheppni um að kenna. 10. desember 2014 11:15
Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn Sérfræðingur BBC telur Manchester United vera með í baráttunni um þann stóra ásamt Chelsea og Manchester United. 16. desember 2014 08:30
Van Gaal: Pellé leikur eins og Van Persie Ítalinn Graziano Pellé hefur farið mikinn í upphafi feril síns í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og skorað 6 mörk fyrir Southampton í deildinni og níu mörk alls en Southampton tekur á móti Manchester United annað kvöld. 7. desember 2014 22:30
De Gea stelur fyrisögnunum en Carrick er maðurinn hjá United Fyrrverandi leikmaður Liverpool segir það vera enga tilviljun að liðið byrjaði að vinna eftir að miðjumaðurinn kom inn í lið Manchester United. 16. desember 2014 11:00
Di María ekki með gegn Liverpool Argentínumaðurinn meiddur og verður ekki með í stórleiknum um helgina. 12. desember 2014 18:53