Enski boltinn

Meiðslin eru Van Gaal að kenna

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. vísir/getty
Leikmenn Man. Utd hafa meiðst 43 sinnum síðan Louis van Gaal tók við liðinu og ansi líklegt að ekki sé bara einskærri óheppni um að kenna.

Mike Phelan, fyrrum aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson, segir að þessi meiðslahrina hjá leikmönnum félagsins sé hollenska stjóranum að kenna.

Nú síðast meiddist varnarmaðurinn Chris Smalling en þetta er í þriðja sinn sem Smalling meiðist í vetur.

Angel di Maria, Daley Blind og Luke Shaw eru einnig meiddir og svo voru þeir Rafael og Phil Jones að snúa aftur til æfinga eftir meiðsli.

Phelan, sem var við hlið Ferguson í tólf ár, segir að það hafi verið mistök hjá Van Gaal að koma með sinn eigin styrktarþjálfara til félagsins í stað þess að halda þeim sem fyrir var.

„Sömu mennirnir eru alltaf að meiðast og það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því. Man. Utd hefur greinilega breytt sinni styrktarþjálfun. Gamli styrktarþjálfarinn þekkti leikmennina upp í topp og hvað hentaði þeim. Hann kunni að halda þeim í toppstandi," sagði Phelan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×