Enski boltinn

Van Gaal: Pellé leikur eins og Van Persie

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Pellé reynir skot í leiknum gegn Arsenal í liðinni viku
Pellé reynir skot í leiknum gegn Arsenal í liðinni viku vísir/getty
Ítalinn Graziano Pellé hefur farið mikinn í upphafi feril síns í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og skorað 6 mörk fyrir Southampton í deildinni og níu mörk alls en Southampton tekur á móti Manchester United annað kvöld.

Gott gengi Pellé kemur Louis van Gaal knattspyrnustjóra Manchester United ekkert á óvart en hann segir Pellé leika leikinn á svipaðan hátt og Robin van Persie framherji Manchester United.

Pellé kostaði Southampton 10 milljónir evra frá Feyenoord en hann var næst markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Alfreð Finnbogasyni. Pellé sem er 29 ára gamall lék fyrsta leik sinn fyrir ítalska landsliðið í október.

„Þetta kemur mér ekki á óvart því ég þegar ég keypti hann til AZ var hann þungamiðja sóknarleiks okkar,“ sagði van Gaal á blaðamannafundi fyrir leikinn annað kvöld.

„Ég hef sagt þetta um Van Persie. Ég vil sóknarmenn sem eru þungamiðja sóknarleiksins, ekki bara framherjar sem skora mörk.

„Hann er einnig mjög skapandi. Hann sér alltaf mennina í kringum sig eins og Van Persie gerir.

„Þetta er framherjarnir sem ég vil hafa. Þannig að þetta kemur ekki á óvart. Það kemur kannski á óvart að hann sé búinn að skora 9 mörk því það er mikið en þetta getur hann. Ég vissi það,“ sagði Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×