Enski boltinn

Van Gaal biður Neville um að gæta orða sinna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Gary Neville, fyrrum varnarmaður Manchester United og sérfræðingur á Sky Sports, var ekki hrifinn af frammistöðu síns gamla liðs þrátt fyrir 2-1 sigur á Southampton í gær.

Liverpool hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu en liðið mætir United um helgina. Neville sagði í útsendingu Sky Sports í gær að leikur þessara stórvelda væri ekki jafn heillandi og áður.

„Þetta gæti orðið eins og leikur tveggja kráarliða - Dog and Duck gegn Rauða ljóninu [e. The Red Lion],“ sagði hann.

Louis van Gaal, stjóri United, var spurður út í þessi ummæli og Hollendingurinn var ekki hrifinn af þeim. „Hann er fyrrum goðsögn og má segja það sem hann vill. En hann verður að gæta orða sinna, hvort sem hann er fyrrverandi eða núverandi goðsögn.“

Neville sagði á Twitter-síðu sinni í morgun að það væri enn gott á milli hans og Van Gaal en sjálfur sagði sá síðarnefndi að United hafi verið heppið að sleppa með 2-1 sigur gegn Southampton í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×