Enski boltinn

Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lærisveinar Louis van Gaal unnu sjötta leikinn í röð um helgina.
Lærisveinar Louis van Gaal unnu sjötta leikinn í röð um helgina. vísir/getty
Phil Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Everton sem nú starfar sem knattspyrnuspekingur hjá BBC, telur að sínir gömlu liðsfélagar geti unnið Englandsmeistaratitilinn.

United vann sjötta leikinn í röð í úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar liðið lagði Liverpool að velli, 3-0, og er nú átta stigum á eftir toppliði Chelsea og fimm stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti deildarinnar.

Sjá einnig:Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin

Aðspurður í útvarpsviðtali á BBC í gær hvort United gæti unnið deildina sagði Neville, sem var einnig þjálfari hjá liðinu á síðustu leiktíð: „Já, það getur það. Leikmennirnir trúa því og það gerir Louis van Gaal einnig.“

Neville segist hafa séð alvöru liðsanda og stemningu í hópnum eftir nauman sigur á Southampton í síðustu viku.

„Maður sá það í lok leiksins þegar liðið fagnaði með stuðningsmönnunum. Van Gaal fór til þeirra, Ryan Giggs líka og markvarðaþjálfarinn,“ sagði Neville.

Sjá einnig:Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband

„Allt í einu var andinn kominn aftur. Þessi ósigrandi liðsandi. Ég hef unnið ensku úrvalsdeildina og þessi andi getur fleytt manni langt. Eins og staðan er þá fellur allt með United og maður veit aldrei hvað gerist.“

Manchester United á leiki við Aston Villa, Tottenham og Stoke auk þess sem liðið tekur á móti Newcastle yfir jólavertíðina.

„Þeir eiga þægilega leiki framundan sem þeir telja sig eflaust geta unnið. United er ekki í Evrópukeppni þannig það eru engir leikir í miðri viku. Ef það misstígur sig ekki þá er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Phil Neville.


Tengdar fréttir

Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband

Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag.

Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál

Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011.

Spánverjinn lokaði búrinu

David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×