Segir United geta unnið Englandsmeistaratitilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 08:30 Lærisveinar Louis van Gaal unnu sjötta leikinn í röð um helgina. vísir/getty Phil Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Everton sem nú starfar sem knattspyrnuspekingur hjá BBC, telur að sínir gömlu liðsfélagar geti unnið Englandsmeistaratitilinn. United vann sjötta leikinn í röð í úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar liðið lagði Liverpool að velli, 3-0, og er nú átta stigum á eftir toppliði Chelsea og fimm stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti deildarinnar.Sjá einnig:Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Aðspurður í útvarpsviðtali á BBC í gær hvort United gæti unnið deildina sagði Neville, sem var einnig þjálfari hjá liðinu á síðustu leiktíð: „Já, það getur það. Leikmennirnir trúa því og það gerir Louis van Gaal einnig.“ Neville segist hafa séð alvöru liðsanda og stemningu í hópnum eftir nauman sigur á Southampton í síðustu viku. „Maður sá það í lok leiksins þegar liðið fagnaði með stuðningsmönnunum. Van Gaal fór til þeirra, Ryan Giggs líka og markvarðaþjálfarinn,“ sagði Neville.Sjá einnig:Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband „Allt í einu var andinn kominn aftur. Þessi ósigrandi liðsandi. Ég hef unnið ensku úrvalsdeildina og þessi andi getur fleytt manni langt. Eins og staðan er þá fellur allt með United og maður veit aldrei hvað gerist.“ Manchester United á leiki við Aston Villa, Tottenham og Stoke auk þess sem liðið tekur á móti Newcastle yfir jólavertíðina. „Þeir eiga þægilega leiki framundan sem þeir telja sig eflaust geta unnið. United er ekki í Evrópukeppni þannig það eru engir leikir í miðri viku. Ef það misstígur sig ekki þá er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Phil Neville. Enski boltinn Tengdar fréttir Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. 14. desember 2014 00:01 Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 16:41 Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011. 15. desember 2014 16:30 Spánverjinn lokaði búrinu David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu. 15. desember 2014 06:30 Van Persie: De Gea var stórkostlegur Robin van Persie var að vonum ánægður með sigur Manchester United á Liverpool í dag. 14. desember 2014 15:40 Solskjaer: Besta frammistaða United-markmanns á Old Trafford sem ég hef séð David De Gea átti stórleik þegar Manchester United bar sigurorð af Liverpool með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 22:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Phil Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Everton sem nú starfar sem knattspyrnuspekingur hjá BBC, telur að sínir gömlu liðsfélagar geti unnið Englandsmeistaratitilinn. United vann sjötta leikinn í röð í úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar liðið lagði Liverpool að velli, 3-0, og er nú átta stigum á eftir toppliði Chelsea og fimm stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti deildarinnar.Sjá einnig:Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Aðspurður í útvarpsviðtali á BBC í gær hvort United gæti unnið deildina sagði Neville, sem var einnig þjálfari hjá liðinu á síðustu leiktíð: „Já, það getur það. Leikmennirnir trúa því og það gerir Louis van Gaal einnig.“ Neville segist hafa séð alvöru liðsanda og stemningu í hópnum eftir nauman sigur á Southampton í síðustu viku. „Maður sá það í lok leiksins þegar liðið fagnaði með stuðningsmönnunum. Van Gaal fór til þeirra, Ryan Giggs líka og markvarðaþjálfarinn,“ sagði Neville.Sjá einnig:Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband „Allt í einu var andinn kominn aftur. Þessi ósigrandi liðsandi. Ég hef unnið ensku úrvalsdeildina og þessi andi getur fleytt manni langt. Eins og staðan er þá fellur allt með United og maður veit aldrei hvað gerist.“ Manchester United á leiki við Aston Villa, Tottenham og Stoke auk þess sem liðið tekur á móti Newcastle yfir jólavertíðina. „Þeir eiga þægilega leiki framundan sem þeir telja sig eflaust geta unnið. United er ekki í Evrópukeppni þannig það eru engir leikir í miðri viku. Ef það misstígur sig ekki þá er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Phil Neville.
Enski boltinn Tengdar fréttir Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. 14. desember 2014 00:01 Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 16:41 Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011. 15. desember 2014 16:30 Spánverjinn lokaði búrinu David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu. 15. desember 2014 06:30 Van Persie: De Gea var stórkostlegur Robin van Persie var að vonum ánægður með sigur Manchester United á Liverpool í dag. 14. desember 2014 15:40 Solskjaer: Besta frammistaða United-markmanns á Old Trafford sem ég hef séð David De Gea átti stórleik þegar Manchester United bar sigurorð af Liverpool með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 22:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. 14. desember 2014 00:01
Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 16:41
Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011. 15. desember 2014 16:30
Spánverjinn lokaði búrinu David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu. 15. desember 2014 06:30
Van Persie: De Gea var stórkostlegur Robin van Persie var að vonum ánægður með sigur Manchester United á Liverpool í dag. 14. desember 2014 15:40
Solskjaer: Besta frammistaða United-markmanns á Old Trafford sem ég hef séð David De Gea átti stórleik þegar Manchester United bar sigurorð af Liverpool með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford í dag. 14. desember 2014 22:30