Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2014 07:30 Ólafur Páll Snorrason og Daníel Laxdal eigast við. Vísir/Daníel Fyrir rétt rúmum tíu árum tók Heimir Guðjónsson við Íslandsbikarnum fyrstur FH-inga eftir að FH vann 2-1 sigur á KA á Akureyri í lokaumferð úrvalsdeildar karla 2004. Aðeins tveimur dögum áður höfðu Stjörnumenn fallið niður í C-deildina eftir 1-6 skell á móti HK. FH hefur ekki hafnað neðar en í öðru sæti síðan þá og á sama tíma hafa Stjörnumenn byggt upp lið frá því að keppa í 2. deildinni í að vera einum leik frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Nú tíu árum síðar er framundan hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn á milli FH og Stjörnunnar, tveggja liða sem meira en tuttugu sæti skildu að í töflunni sumarið 2005 þegar FH lék í úrvalsdeildinni en Stjarnan í 2. deild. Það er því magnað að bera saman gengi nágrannafélaganna sem horfa hvort til annars yfir hraunið á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Á sama tíma og FH-ingar hafa unnið sex Íslandsmeistaratitla og endurskrifað íslensku knattspyrnusöguna hvað varðar stöðugleika á toppnum hafa Stjörnumenn stigið hvert risastóra skrefið á eftir öðru í sögu síns félags. Fyrsti bikarúrslitaleikurinn, fyrsti Evrópuleikurinn og fyrsta verðlaunasætið standa vissulega upp úr í dag en á laugardaginn er tækifæri til að stíga langstærsta skrefið með því að koma með Íslandsbikarinn í fyrsta sinn í Garðabæinn.Heimir með öll árin Heimir Guðjónsson er eini FH-ingurinn sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf verðlaunatímabilum FH-liðsins (frá 2003), fyrst sem fyrirliði (3 sumur), þá sem aðstoðarþjálfari (2 sumur) og loks sem aðalþjálfari liðsins undanfarin sjö sumur. Heimir varð á dögunum fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki með sama félagi í efstu deild og á nú möguleika á því að gera FH-inga að Íslandsmeisturum í fjórða sinn. Liðið vann þrjá fyrstu titlana undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en undir stjórn Heimis hefur liðið haldið sér á toppnum.Atlarnir lengi að Atlarnir, Atli Viðar og Atli Guðnason, hafa verið viðloðandi FH-liðið allan þennan tíma en Atli Viðar Björnsson hefur tekið þátt í öllum Íslandsmeistaratitlum FH-liðsins og getur því unnið sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil um helgina. Atli Guðnason spilaði einn leik titilsumarið 2004 en var í láni hjá Fjölni þegar FH vann titilinn 2005. Atli Guðnason hefur verið algjör lykilmaður á bak við síðustu tvo titla Hafnarfjarðarliðsins. Það hafa fleiri þjálfarar komið að uppgangi Stjörnumanna en upphaf velgengninnar má rekja til þess þegar Bjarni Jóhannsson tók við liðinu haustið 2007. Stjarnan hafði þá endað í 9. sæti í 1. deildinni og hefði fallið í 2. deildina ef ekki hefði verið fjölgað í efstu tveimur deildunum. Bjarni fór upp með Stjörnuna á fyrsta ári og liðið endaði í 7. sæti á fyrsta ári í Pepsi-deildinni eftir sannkallaða spútnikbyrjun. Stjörnumenn buðu alltaf upp á mikla skemmtun í tíð Bjarna, hver man ekki eftir öllum fögnunum sem fóru sigurför um netheima eða öllum markaleikjunum þar sem áhættusamur leikur Garðbæinga kom margoft í bakið á þeim.Logi þétti vörninaLogi Ólafsson náði að fylla í götin í varnarleiknum á sínu eina tímabil og var líka fyrsti þjálfarinn sem kom liðinu í Evrópukeppni. Rúnar Páll Sigmundsson aðstoðaði Loga í fyrra og honum hefur síðan tekist að byggja ofan á það góða verk. Það hafði samt örugglega enginn Stjörnumaður búist fyrirfram við Ævintýrasumrinu 2014. Evrópukeppnin kom liðinu í heimspressuna og liðið er nú enn taplaust eftir 21 umferð í Pepsi-deildinni. Einn sigur í viðbót og Íslandsmeistaratitillinn er Garðbæinga. Í Stjörnuliðinu í dag er einn leikmaður sem upplifði það að falla með liðinu í 2. deild fyrir tíu árum. Daníel Laxdal var þá aðeins 18 ára en spilaði fimm leiki með Stjörnuliðinu í 1. deildinni. Daníel var ekki með meistaraflokknum sumarið eftir en hefur verið fastamaður í liðinu frá og með 2006-tímabilinu. Daníel hefur spilað 129 af 131 leik Stjörnuliðsins síðan liðið kom upp í Pepsi-deildina 2009. Stjörnuliðið hefur þegar gert þetta að einstöku sumri í sögu Garðabæjarfélagsins og nú reynir á hvort Stjörnumenn séu saddir eða hvort þeir verði tilbúnir að mæta sigurhefð FH-liðsins af fullum krafti í Krikanum. FH-Mafían, Silfurskeiðin og aðrir íslenskir knattspyrnuáhugamenn bíða spenntir. Það lætur sig enginn vanta þegar úrslitin ráðast í Pepsi-deildinni 2014. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Getum tekið við minnst sex þúsund manns Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar verður líklega afar vel sóttur. 29. september 2014 23:36 Gæsahúðar myndband frá Garðbæingum | Þrír dagar í úrslitaleikinn Ef Stjörnumenn komast ekki í stuð við að horfa á þetta þá er eitthvað að. 1. október 2014 11:41 Sögulegur afmælisdagur Atla FH-ingurinn Atli Guðnason hefur náð bæði markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði en framganga hans í lokakafla Íslandsmótsins á mestan þátt í því að FH-liðið er aðeins einu stigi frá titlinum. 30. september 2014 06:30 Atli fyrstur til að fá tíu í einkunn | Myndband Reynir Leósson útskýrir hvað gerir Atla Guðnason svona góðan og fer yfir fullkomna frammistöðu hans í sigrinum á FH. 30. september 2014 11:00 Gunnlaugur: Stjarnan þarf að stöðva Atla Guðnason Gunnlaugur Jónsson segir að reynslan og hefðin verði með FH í liði gegn Stjörnunni í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. 1. október 2014 07:00 Ekki hægt að kaupa miða á úrslitaleikinn á leikdegi FH og Stjarnan mætast á laugardaginn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta en leikurinn fer fram klukkan 16.00 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. FH-ingar eru búnir að skipta upp stúkunum og fyrirkomulag við sölu miða á leikinn verður með sérstökum hætti. Almenn forsala hefst í Kaplakrika á fimmtudagsmorgun. 30. september 2014 08:00 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Uppselt í stóru stúkuna í Krikanum Miðarnir á úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn rjúka út í forsölu. 1. október 2014 14:57 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tíu árum tók Heimir Guðjónsson við Íslandsbikarnum fyrstur FH-inga eftir að FH vann 2-1 sigur á KA á Akureyri í lokaumferð úrvalsdeildar karla 2004. Aðeins tveimur dögum áður höfðu Stjörnumenn fallið niður í C-deildina eftir 1-6 skell á móti HK. FH hefur ekki hafnað neðar en í öðru sæti síðan þá og á sama tíma hafa Stjörnumenn byggt upp lið frá því að keppa í 2. deildinni í að vera einum leik frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Nú tíu árum síðar er framundan hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn á milli FH og Stjörnunnar, tveggja liða sem meira en tuttugu sæti skildu að í töflunni sumarið 2005 þegar FH lék í úrvalsdeildinni en Stjarnan í 2. deild. Það er því magnað að bera saman gengi nágrannafélaganna sem horfa hvort til annars yfir hraunið á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Á sama tíma og FH-ingar hafa unnið sex Íslandsmeistaratitla og endurskrifað íslensku knattspyrnusöguna hvað varðar stöðugleika á toppnum hafa Stjörnumenn stigið hvert risastóra skrefið á eftir öðru í sögu síns félags. Fyrsti bikarúrslitaleikurinn, fyrsti Evrópuleikurinn og fyrsta verðlaunasætið standa vissulega upp úr í dag en á laugardaginn er tækifæri til að stíga langstærsta skrefið með því að koma með Íslandsbikarinn í fyrsta sinn í Garðabæinn.Heimir með öll árin Heimir Guðjónsson er eini FH-ingurinn sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf verðlaunatímabilum FH-liðsins (frá 2003), fyrst sem fyrirliði (3 sumur), þá sem aðstoðarþjálfari (2 sumur) og loks sem aðalþjálfari liðsins undanfarin sjö sumur. Heimir varð á dögunum fyrsti þjálfarinn til að vinna hundrað leiki með sama félagi í efstu deild og á nú möguleika á því að gera FH-inga að Íslandsmeisturum í fjórða sinn. Liðið vann þrjá fyrstu titlana undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en undir stjórn Heimis hefur liðið haldið sér á toppnum.Atlarnir lengi að Atlarnir, Atli Viðar og Atli Guðnason, hafa verið viðloðandi FH-liðið allan þennan tíma en Atli Viðar Björnsson hefur tekið þátt í öllum Íslandsmeistaratitlum FH-liðsins og getur því unnið sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil um helgina. Atli Guðnason spilaði einn leik titilsumarið 2004 en var í láni hjá Fjölni þegar FH vann titilinn 2005. Atli Guðnason hefur verið algjör lykilmaður á bak við síðustu tvo titla Hafnarfjarðarliðsins. Það hafa fleiri þjálfarar komið að uppgangi Stjörnumanna en upphaf velgengninnar má rekja til þess þegar Bjarni Jóhannsson tók við liðinu haustið 2007. Stjarnan hafði þá endað í 9. sæti í 1. deildinni og hefði fallið í 2. deildina ef ekki hefði verið fjölgað í efstu tveimur deildunum. Bjarni fór upp með Stjörnuna á fyrsta ári og liðið endaði í 7. sæti á fyrsta ári í Pepsi-deildinni eftir sannkallaða spútnikbyrjun. Stjörnumenn buðu alltaf upp á mikla skemmtun í tíð Bjarna, hver man ekki eftir öllum fögnunum sem fóru sigurför um netheima eða öllum markaleikjunum þar sem áhættusamur leikur Garðbæinga kom margoft í bakið á þeim.Logi þétti vörninaLogi Ólafsson náði að fylla í götin í varnarleiknum á sínu eina tímabil og var líka fyrsti þjálfarinn sem kom liðinu í Evrópukeppni. Rúnar Páll Sigmundsson aðstoðaði Loga í fyrra og honum hefur síðan tekist að byggja ofan á það góða verk. Það hafði samt örugglega enginn Stjörnumaður búist fyrirfram við Ævintýrasumrinu 2014. Evrópukeppnin kom liðinu í heimspressuna og liðið er nú enn taplaust eftir 21 umferð í Pepsi-deildinni. Einn sigur í viðbót og Íslandsmeistaratitillinn er Garðbæinga. Í Stjörnuliðinu í dag er einn leikmaður sem upplifði það að falla með liðinu í 2. deild fyrir tíu árum. Daníel Laxdal var þá aðeins 18 ára en spilaði fimm leiki með Stjörnuliðinu í 1. deildinni. Daníel var ekki með meistaraflokknum sumarið eftir en hefur verið fastamaður í liðinu frá og með 2006-tímabilinu. Daníel hefur spilað 129 af 131 leik Stjörnuliðsins síðan liðið kom upp í Pepsi-deildina 2009. Stjörnuliðið hefur þegar gert þetta að einstöku sumri í sögu Garðabæjarfélagsins og nú reynir á hvort Stjörnumenn séu saddir eða hvort þeir verði tilbúnir að mæta sigurhefð FH-liðsins af fullum krafti í Krikanum. FH-Mafían, Silfurskeiðin og aðrir íslenskir knattspyrnuáhugamenn bíða spenntir. Það lætur sig enginn vanta þegar úrslitin ráðast í Pepsi-deildinni 2014.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Getum tekið við minnst sex þúsund manns Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar verður líklega afar vel sóttur. 29. september 2014 23:36 Gæsahúðar myndband frá Garðbæingum | Þrír dagar í úrslitaleikinn Ef Stjörnumenn komast ekki í stuð við að horfa á þetta þá er eitthvað að. 1. október 2014 11:41 Sögulegur afmælisdagur Atla FH-ingurinn Atli Guðnason hefur náð bæði markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði en framganga hans í lokakafla Íslandsmótsins á mestan þátt í því að FH-liðið er aðeins einu stigi frá titlinum. 30. september 2014 06:30 Atli fyrstur til að fá tíu í einkunn | Myndband Reynir Leósson útskýrir hvað gerir Atla Guðnason svona góðan og fer yfir fullkomna frammistöðu hans í sigrinum á FH. 30. september 2014 11:00 Gunnlaugur: Stjarnan þarf að stöðva Atla Guðnason Gunnlaugur Jónsson segir að reynslan og hefðin verði með FH í liði gegn Stjörnunni í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. 1. október 2014 07:00 Ekki hægt að kaupa miða á úrslitaleikinn á leikdegi FH og Stjarnan mætast á laugardaginn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta en leikurinn fer fram klukkan 16.00 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. FH-ingar eru búnir að skipta upp stúkunum og fyrirkomulag við sölu miða á leikinn verður með sérstökum hætti. Almenn forsala hefst í Kaplakrika á fimmtudagsmorgun. 30. september 2014 08:00 Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30 Uppselt í stóru stúkuna í Krikanum Miðarnir á úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn rjúka út í forsölu. 1. október 2014 14:57 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Getum tekið við minnst sex þúsund manns Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar verður líklega afar vel sóttur. 29. september 2014 23:36
Gæsahúðar myndband frá Garðbæingum | Þrír dagar í úrslitaleikinn Ef Stjörnumenn komast ekki í stuð við að horfa á þetta þá er eitthvað að. 1. október 2014 11:41
Sögulegur afmælisdagur Atla FH-ingurinn Atli Guðnason hefur náð bæði markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði en framganga hans í lokakafla Íslandsmótsins á mestan þátt í því að FH-liðið er aðeins einu stigi frá titlinum. 30. september 2014 06:30
Atli fyrstur til að fá tíu í einkunn | Myndband Reynir Leósson útskýrir hvað gerir Atla Guðnason svona góðan og fer yfir fullkomna frammistöðu hans í sigrinum á FH. 30. september 2014 11:00
Gunnlaugur: Stjarnan þarf að stöðva Atla Guðnason Gunnlaugur Jónsson segir að reynslan og hefðin verði með FH í liði gegn Stjörnunni í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. 1. október 2014 07:00
Ekki hægt að kaupa miða á úrslitaleikinn á leikdegi FH og Stjarnan mætast á laugardaginn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta en leikurinn fer fram klukkan 16.00 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. FH-ingar eru búnir að skipta upp stúkunum og fyrirkomulag við sölu miða á leikinn verður með sérstökum hætti. Almenn forsala hefst í Kaplakrika á fimmtudagsmorgun. 30. september 2014 08:00
Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu gerð upp í máli, myndum og myndböndum. 29. september 2014 10:30
Uppselt í stóru stúkuna í Krikanum Miðarnir á úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn rjúka út í forsölu. 1. október 2014 14:57