Sögulegur afmælisdagur Atla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2014 06:30 xxxxx Ég efast um að einhver knattspyrnumaður hafi haldið upp á þrítugsafmælið með glæsilegri hætti en FH-ingurinn Atli Guðnason á Vodafone-vellinum á sunnudaginn. Atli skoraði þrennu í leiknum, fékk tíu í einkunn í Fréttablaðinu og fór fyrir endurkomusigri FH-inga sem geta nú tryggt sér titilinn í hreinum úrslitaleik á laugardaginn kemur. Atli skaut sig inn í sögubækurnar með þessari frammistöðu en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í úrvalsdeild til að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði síðan farið var að taka saman stoðsendingar í úrvalsdeild karla.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, virðist hafa kveikt vel í sínum manni með því að setja hann á bekkinn í tvo leiki í röð í lok ágústmánaðar. Atli kom að fjórum mörkum FH-liðsins í fyrsta leik liðsins eftir að hann kom aftur inn í byrjunarliðið og hefur alls átt þátt í tíu mörkum FH á síðustu 28 dögum. FH-liðið hefur náð í 13 stig af 15 mögulegum í þessum fimm leikjum og Atli hefur annaðhvort skorað eða lagt upp 67 prósent markanna (10 af 15). Stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla í fótbolta frá og með 1992 og á þessum 23 tímabilum hefur aðeins tveimur öðrum leikmönnum tekist að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einu og sama tímabilinu. Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson náði því fyrstur sumarið 2000 en það sumar var hann með tvær markaþrennur og eina stoðsendingaþrennu. Blikinn Kristinn Steindórsson lék það eftir ellefu árum seinna en hann skoraði sjálfur þrennu í fimmtu umferð og lagði síðan upp þrjú mörk í lokaleik tímabilsins. Það liðu 59 dagar milli þrenna Steingríms og 132 dagar á milli þrenna Kristins. Atli náði þessu hins vegar með aðeins 28 daga millibili sem er einsdæmi. Atli á möguleika á að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil með FH-liðinu nái liðið í stig á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. Hann hefur komið að meira en tuttugu mörkum FH-liðsins á tveimur síðustu Íslandsmeistaraárum FH og náði 20 marka markinu með „fernunni“ sinni á Hlíðarenda um helgina þar sem að hann skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. Stærsta prófið er hins vegar eftir á móti Stjörnumönnum í Krikanum um næstu helgi þar sem FH-ingar þurfa á sjóðheitum Atla Guðnasyni að halda ætli þeir sér að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil frá árinu 2004. Pepsi Max-deild karla Mest lesið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Ég efast um að einhver knattspyrnumaður hafi haldið upp á þrítugsafmælið með glæsilegri hætti en FH-ingurinn Atli Guðnason á Vodafone-vellinum á sunnudaginn. Atli skoraði þrennu í leiknum, fékk tíu í einkunn í Fréttablaðinu og fór fyrir endurkomusigri FH-inga sem geta nú tryggt sér titilinn í hreinum úrslitaleik á laugardaginn kemur. Atli skaut sig inn í sögubækurnar með þessari frammistöðu en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í úrvalsdeild til að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði síðan farið var að taka saman stoðsendingar í úrvalsdeild karla.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, virðist hafa kveikt vel í sínum manni með því að setja hann á bekkinn í tvo leiki í röð í lok ágústmánaðar. Atli kom að fjórum mörkum FH-liðsins í fyrsta leik liðsins eftir að hann kom aftur inn í byrjunarliðið og hefur alls átt þátt í tíu mörkum FH á síðustu 28 dögum. FH-liðið hefur náð í 13 stig af 15 mögulegum í þessum fimm leikjum og Atli hefur annaðhvort skorað eða lagt upp 67 prósent markanna (10 af 15). Stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla í fótbolta frá og með 1992 og á þessum 23 tímabilum hefur aðeins tveimur öðrum leikmönnum tekist að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einu og sama tímabilinu. Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson náði því fyrstur sumarið 2000 en það sumar var hann með tvær markaþrennur og eina stoðsendingaþrennu. Blikinn Kristinn Steindórsson lék það eftir ellefu árum seinna en hann skoraði sjálfur þrennu í fimmtu umferð og lagði síðan upp þrjú mörk í lokaleik tímabilsins. Það liðu 59 dagar milli þrenna Steingríms og 132 dagar á milli þrenna Kristins. Atli náði þessu hins vegar með aðeins 28 daga millibili sem er einsdæmi. Atli á möguleika á að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil með FH-liðinu nái liðið í stig á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. Hann hefur komið að meira en tuttugu mörkum FH-liðsins á tveimur síðustu Íslandsmeistaraárum FH og náði 20 marka markinu með „fernunni“ sinni á Hlíðarenda um helgina þar sem að hann skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. Stærsta prófið er hins vegar eftir á móti Stjörnumönnum í Krikanum um næstu helgi þar sem FH-ingar þurfa á sjóðheitum Atla Guðnasyni að halda ætli þeir sér að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil frá árinu 2004.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira