Sögulegur afmælisdagur Atla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2014 06:30 xxxxx Ég efast um að einhver knattspyrnumaður hafi haldið upp á þrítugsafmælið með glæsilegri hætti en FH-ingurinn Atli Guðnason á Vodafone-vellinum á sunnudaginn. Atli skoraði þrennu í leiknum, fékk tíu í einkunn í Fréttablaðinu og fór fyrir endurkomusigri FH-inga sem geta nú tryggt sér titilinn í hreinum úrslitaleik á laugardaginn kemur. Atli skaut sig inn í sögubækurnar með þessari frammistöðu en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í úrvalsdeild til að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði síðan farið var að taka saman stoðsendingar í úrvalsdeild karla.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, virðist hafa kveikt vel í sínum manni með því að setja hann á bekkinn í tvo leiki í röð í lok ágústmánaðar. Atli kom að fjórum mörkum FH-liðsins í fyrsta leik liðsins eftir að hann kom aftur inn í byrjunarliðið og hefur alls átt þátt í tíu mörkum FH á síðustu 28 dögum. FH-liðið hefur náð í 13 stig af 15 mögulegum í þessum fimm leikjum og Atli hefur annaðhvort skorað eða lagt upp 67 prósent markanna (10 af 15). Stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla í fótbolta frá og með 1992 og á þessum 23 tímabilum hefur aðeins tveimur öðrum leikmönnum tekist að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einu og sama tímabilinu. Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson náði því fyrstur sumarið 2000 en það sumar var hann með tvær markaþrennur og eina stoðsendingaþrennu. Blikinn Kristinn Steindórsson lék það eftir ellefu árum seinna en hann skoraði sjálfur þrennu í fimmtu umferð og lagði síðan upp þrjú mörk í lokaleik tímabilsins. Það liðu 59 dagar milli þrenna Steingríms og 132 dagar á milli þrenna Kristins. Atli náði þessu hins vegar með aðeins 28 daga millibili sem er einsdæmi. Atli á möguleika á að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil með FH-liðinu nái liðið í stig á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. Hann hefur komið að meira en tuttugu mörkum FH-liðsins á tveimur síðustu Íslandsmeistaraárum FH og náði 20 marka markinu með „fernunni“ sinni á Hlíðarenda um helgina þar sem að hann skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. Stærsta prófið er hins vegar eftir á móti Stjörnumönnum í Krikanum um næstu helgi þar sem FH-ingar þurfa á sjóðheitum Atla Guðnasyni að halda ætli þeir sér að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil frá árinu 2004. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Ég efast um að einhver knattspyrnumaður hafi haldið upp á þrítugsafmælið með glæsilegri hætti en FH-ingurinn Atli Guðnason á Vodafone-vellinum á sunnudaginn. Atli skoraði þrennu í leiknum, fékk tíu í einkunn í Fréttablaðinu og fór fyrir endurkomusigri FH-inga sem geta nú tryggt sér titilinn í hreinum úrslitaleik á laugardaginn kemur. Atli skaut sig inn í sögubækurnar með þessari frammistöðu en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í úrvalsdeild til að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði síðan farið var að taka saman stoðsendingar í úrvalsdeild karla.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, virðist hafa kveikt vel í sínum manni með því að setja hann á bekkinn í tvo leiki í röð í lok ágústmánaðar. Atli kom að fjórum mörkum FH-liðsins í fyrsta leik liðsins eftir að hann kom aftur inn í byrjunarliðið og hefur alls átt þátt í tíu mörkum FH á síðustu 28 dögum. FH-liðið hefur náð í 13 stig af 15 mögulegum í þessum fimm leikjum og Atli hefur annaðhvort skorað eða lagt upp 67 prósent markanna (10 af 15). Stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla í fótbolta frá og með 1992 og á þessum 23 tímabilum hefur aðeins tveimur öðrum leikmönnum tekist að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einu og sama tímabilinu. Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson náði því fyrstur sumarið 2000 en það sumar var hann með tvær markaþrennur og eina stoðsendingaþrennu. Blikinn Kristinn Steindórsson lék það eftir ellefu árum seinna en hann skoraði sjálfur þrennu í fimmtu umferð og lagði síðan upp þrjú mörk í lokaleik tímabilsins. Það liðu 59 dagar milli þrenna Steingríms og 132 dagar á milli þrenna Kristins. Atli náði þessu hins vegar með aðeins 28 daga millibili sem er einsdæmi. Atli á möguleika á að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil með FH-liðinu nái liðið í stig á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. Hann hefur komið að meira en tuttugu mörkum FH-liðsins á tveimur síðustu Íslandsmeistaraárum FH og náði 20 marka markinu með „fernunni“ sinni á Hlíðarenda um helgina þar sem að hann skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. Stærsta prófið er hins vegar eftir á móti Stjörnumönnum í Krikanum um næstu helgi þar sem FH-ingar þurfa á sjóðheitum Atla Guðnasyni að halda ætli þeir sér að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil frá árinu 2004.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti