Sögulegur afmælisdagur Atla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2014 06:30 xxxxx Ég efast um að einhver knattspyrnumaður hafi haldið upp á þrítugsafmælið með glæsilegri hætti en FH-ingurinn Atli Guðnason á Vodafone-vellinum á sunnudaginn. Atli skoraði þrennu í leiknum, fékk tíu í einkunn í Fréttablaðinu og fór fyrir endurkomusigri FH-inga sem geta nú tryggt sér titilinn í hreinum úrslitaleik á laugardaginn kemur. Atli skaut sig inn í sögubækurnar með þessari frammistöðu en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í úrvalsdeild til að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði síðan farið var að taka saman stoðsendingar í úrvalsdeild karla.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, virðist hafa kveikt vel í sínum manni með því að setja hann á bekkinn í tvo leiki í röð í lok ágústmánaðar. Atli kom að fjórum mörkum FH-liðsins í fyrsta leik liðsins eftir að hann kom aftur inn í byrjunarliðið og hefur alls átt þátt í tíu mörkum FH á síðustu 28 dögum. FH-liðið hefur náð í 13 stig af 15 mögulegum í þessum fimm leikjum og Atli hefur annaðhvort skorað eða lagt upp 67 prósent markanna (10 af 15). Stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla í fótbolta frá og með 1992 og á þessum 23 tímabilum hefur aðeins tveimur öðrum leikmönnum tekist að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einu og sama tímabilinu. Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson náði því fyrstur sumarið 2000 en það sumar var hann með tvær markaþrennur og eina stoðsendingaþrennu. Blikinn Kristinn Steindórsson lék það eftir ellefu árum seinna en hann skoraði sjálfur þrennu í fimmtu umferð og lagði síðan upp þrjú mörk í lokaleik tímabilsins. Það liðu 59 dagar milli þrenna Steingríms og 132 dagar á milli þrenna Kristins. Atli náði þessu hins vegar með aðeins 28 daga millibili sem er einsdæmi. Atli á möguleika á að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil með FH-liðinu nái liðið í stig á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. Hann hefur komið að meira en tuttugu mörkum FH-liðsins á tveimur síðustu Íslandsmeistaraárum FH og náði 20 marka markinu með „fernunni“ sinni á Hlíðarenda um helgina þar sem að hann skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. Stærsta prófið er hins vegar eftir á móti Stjörnumönnum í Krikanum um næstu helgi þar sem FH-ingar þurfa á sjóðheitum Atla Guðnasyni að halda ætli þeir sér að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil frá árinu 2004. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Ég efast um að einhver knattspyrnumaður hafi haldið upp á þrítugsafmælið með glæsilegri hætti en FH-ingurinn Atli Guðnason á Vodafone-vellinum á sunnudaginn. Atli skoraði þrennu í leiknum, fékk tíu í einkunn í Fréttablaðinu og fór fyrir endurkomusigri FH-inga sem geta nú tryggt sér titilinn í hreinum úrslitaleik á laugardaginn kemur. Atli skaut sig inn í sögubækurnar með þessari frammistöðu en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í úrvalsdeild til að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði síðan farið var að taka saman stoðsendingar í úrvalsdeild karla.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, virðist hafa kveikt vel í sínum manni með því að setja hann á bekkinn í tvo leiki í röð í lok ágústmánaðar. Atli kom að fjórum mörkum FH-liðsins í fyrsta leik liðsins eftir að hann kom aftur inn í byrjunarliðið og hefur alls átt þátt í tíu mörkum FH á síðustu 28 dögum. FH-liðið hefur náð í 13 stig af 15 mögulegum í þessum fimm leikjum og Atli hefur annaðhvort skorað eða lagt upp 67 prósent markanna (10 af 15). Stoðsendingar hafa verið teknar saman í efstu deild karla í fótbolta frá og með 1992 og á þessum 23 tímabilum hefur aðeins tveimur öðrum leikmönnum tekist að ná markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einu og sama tímabilinu. Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson náði því fyrstur sumarið 2000 en það sumar var hann með tvær markaþrennur og eina stoðsendingaþrennu. Blikinn Kristinn Steindórsson lék það eftir ellefu árum seinna en hann skoraði sjálfur þrennu í fimmtu umferð og lagði síðan upp þrjú mörk í lokaleik tímabilsins. Það liðu 59 dagar milli þrenna Steingríms og 132 dagar á milli þrenna Kristins. Atli náði þessu hins vegar með aðeins 28 daga millibili sem er einsdæmi. Atli á möguleika á að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil með FH-liðinu nái liðið í stig á móti Stjörnunni á laugardaginn kemur. Hann hefur komið að meira en tuttugu mörkum FH-liðsins á tveimur síðustu Íslandsmeistaraárum FH og náði 20 marka markinu með „fernunni“ sinni á Hlíðarenda um helgina þar sem að hann skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. Stærsta prófið er hins vegar eftir á móti Stjörnumönnum í Krikanum um næstu helgi þar sem FH-ingar þurfa á sjóðheitum Atla Guðnasyni að halda ætli þeir sér að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil frá árinu 2004.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira