Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2014 06:30 5-3 sigur Leicester á stórliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær reyndist sögulegur. United hafði aldrei áður fengið á sig svo mörg mörk í leik gegn nýliða í ensku úrvalsdeildinni og þetta er í fyrsta sinn sem liðið tapar leik eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir. En hetja leiksins var hinn 27 ára Jamie Vardy sem fyrir aðeins þremur árum var að spila í utandeildinni í Englandi. Vardy skoraði eitt mark, lagði upp tvö og fékk bæði vítin sem Leicester skoraði úr í leiknum í gær. Hann hrelldi hinn unga Tyler Blackett, leikmann United, nánast linnulaust þar til að sá síðarnefndi braut á Vardy þegar hann var sloppinn einn í gegn og fékk rautt spjald fyrir. Vardy var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni og skoraði einnig sitt fyrsta mark. Hann var valinn maður leiksins og skyldi engan undra. „Þetta hefur ekki verið auðvelt ferðalag hjá mér,“ sagði Vardy hógvær í viðtölum eftir leikinn. Hann var sextán ára gamall þegar honum var neitað um nýjan samning hjá uppeldisfélaginu Sheffield Wednesday og við tók fimm ára dvöl í utandeildunum með liðunum Stocksbridge Park Steels, Halifax Town og Fleetwood Town. Leicester greiddi eina milljón punda fyrir kappann í maímánuði árið 2012 en þá hafði hann slegið í gegn hjá Fleetwood Town. Það var met fyrir leikmann í utandeildinni en óhætt er að segja að það hafi gengið illa í fyrstu. Svo illa að hann íhugaði að leggja skóna á hilluna. „Já, ég gafst næstum því upp,“ sagði hann í viðtali við BBC í mars síðastliðnum. „En stjórinn [Nigel Pearson] sannfærði mig. Þeir sögðu hvað eftir annað að þeir hefðu trú á mér og héldu tryggð við mig. Ég er ánægður með að geta endurgoldið traust hans nú.“ Vardy skoraði sextán mörk í 37 leikjum með Leicester í fyrra og virðist allt eins líklegur til að halda uppteknum hætti í úrvalsdeildinni í vetur. Leicester hefur komið liða mest á óvart í upphafi tímabilsins og er með átta stig að loknum fimm umferðum. Það er sérstaklega áhugaverður árangur í ljósi þess að liðið hefur mætt United, Arsenal, Chelsea, Everton og Stoke á útivelli, þar sem Leicester hafði betur. Eina tapið til þessa kom gegn Chelsea á Stamford Bridge. „Þetta er auðvitað magnaður sigur,“ sagði Pearson eftir leikinn í gær. „Það hefur ekki verið auðvelt að koma liðinu upp en nú erum við hér og erum við toppinn. Nú snýst allt um að halda okkur hér.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
5-3 sigur Leicester á stórliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær reyndist sögulegur. United hafði aldrei áður fengið á sig svo mörg mörk í leik gegn nýliða í ensku úrvalsdeildinni og þetta er í fyrsta sinn sem liðið tapar leik eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir. En hetja leiksins var hinn 27 ára Jamie Vardy sem fyrir aðeins þremur árum var að spila í utandeildinni í Englandi. Vardy skoraði eitt mark, lagði upp tvö og fékk bæði vítin sem Leicester skoraði úr í leiknum í gær. Hann hrelldi hinn unga Tyler Blackett, leikmann United, nánast linnulaust þar til að sá síðarnefndi braut á Vardy þegar hann var sloppinn einn í gegn og fékk rautt spjald fyrir. Vardy var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni og skoraði einnig sitt fyrsta mark. Hann var valinn maður leiksins og skyldi engan undra. „Þetta hefur ekki verið auðvelt ferðalag hjá mér,“ sagði Vardy hógvær í viðtölum eftir leikinn. Hann var sextán ára gamall þegar honum var neitað um nýjan samning hjá uppeldisfélaginu Sheffield Wednesday og við tók fimm ára dvöl í utandeildunum með liðunum Stocksbridge Park Steels, Halifax Town og Fleetwood Town. Leicester greiddi eina milljón punda fyrir kappann í maímánuði árið 2012 en þá hafði hann slegið í gegn hjá Fleetwood Town. Það var met fyrir leikmann í utandeildinni en óhætt er að segja að það hafi gengið illa í fyrstu. Svo illa að hann íhugaði að leggja skóna á hilluna. „Já, ég gafst næstum því upp,“ sagði hann í viðtali við BBC í mars síðastliðnum. „En stjórinn [Nigel Pearson] sannfærði mig. Þeir sögðu hvað eftir annað að þeir hefðu trú á mér og héldu tryggð við mig. Ég er ánægður með að geta endurgoldið traust hans nú.“ Vardy skoraði sextán mörk í 37 leikjum með Leicester í fyrra og virðist allt eins líklegur til að halda uppteknum hætti í úrvalsdeildinni í vetur. Leicester hefur komið liða mest á óvart í upphafi tímabilsins og er með átta stig að loknum fimm umferðum. Það er sérstaklega áhugaverður árangur í ljósi þess að liðið hefur mætt United, Arsenal, Chelsea, Everton og Stoke á útivelli, þar sem Leicester hafði betur. Eina tapið til þessa kom gegn Chelsea á Stamford Bridge. „Þetta er auðvitað magnaður sigur,“ sagði Pearson eftir leikinn í gær. „Það hefur ekki verið auðvelt að koma liðinu upp en nú erum við hér og erum við toppinn. Nú snýst allt um að halda okkur hér.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37
Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01