Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2014 06:30 5-3 sigur Leicester á stórliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær reyndist sögulegur. United hafði aldrei áður fengið á sig svo mörg mörk í leik gegn nýliða í ensku úrvalsdeildinni og þetta er í fyrsta sinn sem liðið tapar leik eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir. En hetja leiksins var hinn 27 ára Jamie Vardy sem fyrir aðeins þremur árum var að spila í utandeildinni í Englandi. Vardy skoraði eitt mark, lagði upp tvö og fékk bæði vítin sem Leicester skoraði úr í leiknum í gær. Hann hrelldi hinn unga Tyler Blackett, leikmann United, nánast linnulaust þar til að sá síðarnefndi braut á Vardy þegar hann var sloppinn einn í gegn og fékk rautt spjald fyrir. Vardy var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni og skoraði einnig sitt fyrsta mark. Hann var valinn maður leiksins og skyldi engan undra. „Þetta hefur ekki verið auðvelt ferðalag hjá mér,“ sagði Vardy hógvær í viðtölum eftir leikinn. Hann var sextán ára gamall þegar honum var neitað um nýjan samning hjá uppeldisfélaginu Sheffield Wednesday og við tók fimm ára dvöl í utandeildunum með liðunum Stocksbridge Park Steels, Halifax Town og Fleetwood Town. Leicester greiddi eina milljón punda fyrir kappann í maímánuði árið 2012 en þá hafði hann slegið í gegn hjá Fleetwood Town. Það var met fyrir leikmann í utandeildinni en óhætt er að segja að það hafi gengið illa í fyrstu. Svo illa að hann íhugaði að leggja skóna á hilluna. „Já, ég gafst næstum því upp,“ sagði hann í viðtali við BBC í mars síðastliðnum. „En stjórinn [Nigel Pearson] sannfærði mig. Þeir sögðu hvað eftir annað að þeir hefðu trú á mér og héldu tryggð við mig. Ég er ánægður með að geta endurgoldið traust hans nú.“ Vardy skoraði sextán mörk í 37 leikjum með Leicester í fyrra og virðist allt eins líklegur til að halda uppteknum hætti í úrvalsdeildinni í vetur. Leicester hefur komið liða mest á óvart í upphafi tímabilsins og er með átta stig að loknum fimm umferðum. Það er sérstaklega áhugaverður árangur í ljósi þess að liðið hefur mætt United, Arsenal, Chelsea, Everton og Stoke á útivelli, þar sem Leicester hafði betur. Eina tapið til þessa kom gegn Chelsea á Stamford Bridge. „Þetta er auðvitað magnaður sigur,“ sagði Pearson eftir leikinn í gær. „Það hefur ekki verið auðvelt að koma liðinu upp en nú erum við hér og erum við toppinn. Nú snýst allt um að halda okkur hér.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
5-3 sigur Leicester á stórliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær reyndist sögulegur. United hafði aldrei áður fengið á sig svo mörg mörk í leik gegn nýliða í ensku úrvalsdeildinni og þetta er í fyrsta sinn sem liðið tapar leik eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir. En hetja leiksins var hinn 27 ára Jamie Vardy sem fyrir aðeins þremur árum var að spila í utandeildinni í Englandi. Vardy skoraði eitt mark, lagði upp tvö og fékk bæði vítin sem Leicester skoraði úr í leiknum í gær. Hann hrelldi hinn unga Tyler Blackett, leikmann United, nánast linnulaust þar til að sá síðarnefndi braut á Vardy þegar hann var sloppinn einn í gegn og fékk rautt spjald fyrir. Vardy var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni og skoraði einnig sitt fyrsta mark. Hann var valinn maður leiksins og skyldi engan undra. „Þetta hefur ekki verið auðvelt ferðalag hjá mér,“ sagði Vardy hógvær í viðtölum eftir leikinn. Hann var sextán ára gamall þegar honum var neitað um nýjan samning hjá uppeldisfélaginu Sheffield Wednesday og við tók fimm ára dvöl í utandeildunum með liðunum Stocksbridge Park Steels, Halifax Town og Fleetwood Town. Leicester greiddi eina milljón punda fyrir kappann í maímánuði árið 2012 en þá hafði hann slegið í gegn hjá Fleetwood Town. Það var met fyrir leikmann í utandeildinni en óhætt er að segja að það hafi gengið illa í fyrstu. Svo illa að hann íhugaði að leggja skóna á hilluna. „Já, ég gafst næstum því upp,“ sagði hann í viðtali við BBC í mars síðastliðnum. „En stjórinn [Nigel Pearson] sannfærði mig. Þeir sögðu hvað eftir annað að þeir hefðu trú á mér og héldu tryggð við mig. Ég er ánægður með að geta endurgoldið traust hans nú.“ Vardy skoraði sextán mörk í 37 leikjum með Leicester í fyrra og virðist allt eins líklegur til að halda uppteknum hætti í úrvalsdeildinni í vetur. Leicester hefur komið liða mest á óvart í upphafi tímabilsins og er með átta stig að loknum fimm umferðum. Það er sérstaklega áhugaverður árangur í ljósi þess að liðið hefur mætt United, Arsenal, Chelsea, Everton og Stoke á útivelli, þar sem Leicester hafði betur. Eina tapið til þessa kom gegn Chelsea á Stamford Bridge. „Þetta er auðvitað magnaður sigur,“ sagði Pearson eftir leikinn í gær. „Það hefur ekki verið auðvelt að koma liðinu upp en nú erum við hér og erum við toppinn. Nú snýst allt um að halda okkur hér.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37
Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01